Sameiningin - 01.07.1914, Qupperneq 43
155
eins og steinn me0 allri áhöfn. Með sjópoka-kjölfestu taldist mönn-
um svo til, að nær æfinlega mætti takast aö ausa skipið, þó aö hálf-
fylti í bráð, og þar meö bjargast úr greipum dauðans. Fjóröungur
aídar er liöinn síðan þetta var, en enn sigla menn meS grjót fyrir
kjölfestu viö strendur íslands, og enn farast skip meS sama hætti og
áöur, sjálfsagt aS nokkru leyti sökum þess aS bjargráS séra Odds,
er bygö voru á þekking og reynslu, hafa ekki veriö notuö. Svo fer
meS margt annað. Menn láta vel yfir einu og ööru, sem svo aldrei
er reynt- Það vildi eg aö ekki yrði saga kirkjufélags vors. Eg vil,
aö ekki veröi hægt aö segja þaS um oss á komandi tímum, að vér
höfum veriS duglegir aS tala um eitt og annaö til framgangs málefn-
um vorum, en ónýtir að koma nokkru í framkvæmd. Munurinn á
þeim, sem illa gengur, og hinum, sem vel gengur i lífsbaráttunni, er
ekki svo mjög fólginn í þvi, að öðrum gangi svo mik'lu ver en hinum
aS sjá góð úrræði og útvegi í baráttunni, heldur er munurinn aðallega
fólginn í því, aS aðrir komast aldrei lengra en að bollaleggingum og
ráðagerðum, þar sem hinir setja góðu ráðin í framkvæmd undir eins
og þeir hafa sanmærst um að ráðin eru góð. Þessi regla gildir
jafnt, hvort sem um einstakling eða félög er að ræða. Mörg ár eru
iiðin síðan kirkjufélag vort sá nauðsynina á að eiga sérstakan skóla,
íslenzkum almenningi til blessunar hér megin hafsins. I >ó er það
rétt nýlega, að hugmyndin komst loks í framkvæmd, og byrjunin er
mjög líklega í sára lítið stærri stýl en þó byrjað heföi veriö árið 1893/
eins og einu sinni var talað um. Þessi dráttur hefir vafalaust orðið
til mikils tjóns, þótt um það þýði nú ekki að fást. En kenna ætti þó
þetta oss þá lexíu, aS vera ekki nú né í framtíöinni jafn seinir á oss
að framkvæma það, sem vér vitum aö verða má fólki voru til mikillar
blessunar.
Kirkjufélag vort hefir helgað sjálft sig og starf sitt íslending-
um í Vesturheimi. Til allra landa vorra hér vill þaö ná með náðar-
boðskapinn, sem guð hefir fengið því í hendur. Énginn ís endingur,
hvorki ungur né gamall, á að vera undanskilinn. Guð hefir gefið því
verkefni að vinna og það verkefni langar það til að vinna með trún-
aði, í anda guðs og með handleiðslu hans. En til þess að starf
kirkjufélags vors beri sem blessunarríkasta ávexti, þarf starf þess á
einhvern hátt að verða svo víðtækt, aS það nái til vor allra. “GefSu
sjálfan þig höfðinglega’’, er spakmæli eitt eftir Thomas Carlyle, rit-
snillinginn brezka. Kirkjufélag vort hefir gefið sjálft sig; þaS hef-
ir fyrst og fremst gefið sig þríeinum, heilögum guði, og svo gefið
sig íslenzkum almenningi hér vestan hafs. ÓhöfSinglega vill það
vafalaust ekki gefa sig- Og miölungsmenn í þeim efnum ættum vér
heldur ekki ánægðir að vera. Ekkert minna en höföingsskapur ætti
að nægja oss. Trúboð hefir veriö, er og vérður vort fyrsta og
stærsta mál. Heimatrúboð og heiöingjatrúboö höfum vér haft með
höndum. Ekki dettur mér í hug að segja, að sú starfsemi hafi verið
svo lítilfjörleg og þróttlítil, að óhöfðingleg hafi gjöf kirkjufélags vors
veriB þar, þótt meiri hefði sú starfsemi átt að vera, ef vel hefði verið.