Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.07.1914, Side 44

Sameiningin - 01.07.1914, Side 44
En sá höfðingsbragur, sem mig langar til að sjáist framvegis, þegar kirkjufélag vort er að gefa sig íslenzkum almenningi hér hjá oss, er sá, að ekkert heimili verði afskift. Hér hefi eg bent á aðferð til þess að þetta megi verða. Trúboð á hverju íslenzku heimili, innan safnaða og utan, hér í Vesturheimi, er það, sem vér nú eigum að hafa og þurfum. Þegar það er orðið, er kirkjufélag vort farið að gefa sig höfðinglega. Hvar á að taka fé til að standast kostnaðinn við þessa nýju bjargráða-tilraun ? kann einhver að spyrja. Svo hefir oft verið spurt, þegar urn aukin kirkjuleg störf hefir verið að ræða. Jú, fé þurfum vér til þessa, eins og alls annars, sem vér látum vinna. En ieynslan hefir sýnt, að fé hefir oss ekki skort, þegar til framkvæmda verulega góðum málefnum hefir komið. Og að hér sé að ræða um verulega gott málefni, neitar víst enginn. Hinn ytri hagur almenn- ings hjá oss er líka stórum að batna. Allur þorri fólks vors má heita að lifi við allsnægtir, svo að segja "baði i rósum.” Nokkrir bræðra vorra enda orðnir auðugir, eftir íslenzkum mælikvarða að minsta kosti. Fyrir alla þessa stundlegu vellíðan ber oss að vera þakklátir. Það þakklæti ætti ekki einungis að vera í hugum vorum, né á vörum vorum eingöngu, heldur ætti það að koma fram í verki. Þakklætið á að vera til guðs, sem hefir gefið manni heiisu, hæfileika og tækifæri að afla auðæfanna, og á að sýna sig í því, að hafa mætur á málefnum guðs, og knýja sjálfan sig til að leggja fram, til út- breiðslu guðs ríkis, þann skerf, er sæmilegur sé sem þakklætis-offur guði til handa, fyrir þá náð, sem hann með ríkulegri gjöf stundlegra gæða hefir oss veitt. Ýmsir leikmenn i hópi bræðra vorra eru að verða meira og meira örlátir á fé til útbreiðslu og styrktar málefni Jesú Krists- Sumir af þeim eru taldir efnaðir eða rikir, aðrir ekki nema rétt bjárgálnamenn. Að eiga slíka gefandi menn i hópi vorum, er stórt gleði- og þakklætis-efni. Hinir eru þó alt of margir, sem ekki hafa enn verulega lært að gefa. Margir af oss hugsa enn eitthvað svipað •og drengur nokkur, er var spurður út úr lexíu sinni á sunnudags- skóla. Lexían var ríki maðurinn og Lazarus. Þegar búið var að skýra lexíuna eins nákvæmlega og kennaranum hafði hugsast, spyr hann drenghnokkann að, hvort hann vildi nú heldur vera ríki maður- inn eða Lazarus. Drengur hugsar sig um ofurlitið og segir svo: “Meðan eg lifi, vildi eg heldur vera ríki maðurinn, en þegar eg dey, vil eg heldur vera Lazarus.” Þvi er miður, vinir mínir, að margir af oss vilja fá að klæðast “pelli og purpura, og lifa hvern dag í dýrð- legum fagnaði”, en láta stríðandi guðs kirkju einungis hafa mola þá, er hrjóta af borðum vorum. Sem betur fer, er þó þessi veraldarhugs- unarháttur meir og meir að missa máttinn- Þeim fer sí-fjölgandi, sem finna ánægju og blessun í að gefa, gefa til málefnis guðs. Því betur sem vér lærum að gefa, þvi betur gefur guð oss sínar ástgjaíir í staðinn. Þetta skilst oss alt af betur og betur. Fyrir mitt leyti er •eg ekki hræddur við fjármálahliðina á.þessu bjargráðamáli, og raunar

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.