Sameiningin - 01.04.1915, Blaðsíða 31
63
Þeir tölu'ðu saman í hljóöi dálitla stund og svo sag'ði annar
þeirra við hann: “Kom þú með mér, drengur minn, og gættu þess
að hafa hægt um þig og sýna engan mótþróa, ef þig langar ekki til
að deyja”.
Svo tók annar þeirra i hendina á honum og leiddi hann meö sér,
þangað til þeir komu í einn hluta borgarinnar, sem þeir höfðu aldrei
komið í áður. Þar fóru þeir inn í hús. Þeir gáfu Taro san að
borða og sögðu honum, að ef hann hefði hægt um sig og gerði eins
og honum væri sagt, þá skyldu þeir fara með hann heim um kvöld-
ið; en ef hann gerði nokkurn hávaða eða reyndi til að strjúka, þá
skyldu þeir drepa hann.
Þeir sátu lengi á tali, en gættu þess að láta Taro san ekki
heyra hvað þeir sögðu. Svo fór annar þeirra út, og kom að vörmu
spori aftur með sterkt snæri. Með því bundu þeir hendur hans og
fætur, og ámintu hann aftur um að hafa hægt um sig og hreyfa sig
hvergi.
Þegar þeir voru farnir, lá Taro san þar grafkyr og var að hugsa
um Matsumo, vin sinn, ef ræningjarnir hefðu ekki bundið hann, þá
myndi hann hafa hætt á það að hlaupa til lians og vara hann við
ræningjunum, jafnvel þó að þeir hefðu hótað að drepa hann.
Honum leið ósköp illa. Hann reyndi að róta höndunum, en þá
meiddu böndin hann. Hann fór að hugsa um fiskinn, sem syndir á
móti straumnum og gerir hverja atrennuna á fætur annarri, þangað
til hann kemst upp fossinn, — og hélt áfram að reyna að losa hend-
urnar. Og svo hugsaði hann um Guð Dr. Campbells, og bað:
“Mikli Guð, hjálpa þú mér til að losna, svo að eg geti varað hann
Matsumo við ræningjunum”.
Eftir langa mæðu tókst honum að smeygja annari hendinni úr
lykkjunni. Þá mintist hann sv’erðsins litla, sem faðir hans hafði
gefið honurn og hann hafði stungið inn undir mittislindann. tlann
náði því nú og skar á böndin. Það er farið að skyggja. Hann
varö að flýta sér, ef hann ætlaði sér að finna Matsumo áður en það
væri um seinam Hann læddist varlega út úr húsinu, og hljóp aftur
sömu leiðina og hann hafði komið. Hann var bæði lúinn og hrædd-
ur, því hann óttaðist að hann gæti mætt ræningjunum, sem höfðu
hótað að drepa hann. En svo leit hann á fiskana, sem blöktu yfir
húsunum, og hugsaði um Guð Campbells og hélt áfram ferðinni sem
hraðast.
Flugeldar voru farnir að sjást. Og Taro san herti sig enn bet-
ur. Loks komst hann heim til Matsumo. Hann var búinn að loka
búð sinni og var fyrir utan húsið með fjölskyldu sinni að horfa á
fíugeldana. Taro san hljóp til hans og sagði honum frá ráðagerð
ræningjanna. Matsumo flýtti sér að ná í lögreglumenn og faldi sig
með þeim í búðinni til þess að sitja þar fyrir ræningjunum.
Kona hans baðaði fætur Taro sans og handleggi hans og gaf
honum að borða; síðan lét hún þjón aka honum heim. Þegar þang-
að kom, var alt í uppnámi. Faðir hans hafði farið út í garð til þess