Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1916, Page 7

Sameiningin - 01.10.1916, Page 7
229 fram, að han óx að áliti meir og meir hjá öllum góðum mönnum, eins og hafði átt sér stað með öll friðsöm skyldu- verk, er hann inti af hendi í daglega lífinu. pá var hann á sjöunda árinu yfir tvítugt, er hann fyrst sá Rómaborg. pangað hafði hann verið sendur í er- indum klaustursins, eins og áður var á vikið. Júlíus páfi hinn annar, og það, sem fyrir augun bar í páfagarði, hlýtur að hafa gengið svo að segja fram af Lúter. Hann var kominn til hinnar helgu borgar, hásætis hins æðsta prests Guðs á allri jörðinni; og hún kom honum fyrir sjónir—eins og vér vitum. Margt hefir maðurinn hlotið að hugsa; margt, sem vér höfum engar sagnir af, sem hann sjálfur hefir varla getaö klætt í búning orða. pessi Rómaborg, þessi leikstofa fals-presta, sveipuð fegurðar-blæju heilags lífernis, ónei! alls ekki, heldur alt öðrum flíkum, er fölsk. En hvað kemur nú þetta Lúter okkar við? Svo lítilsigld- ur maður sem hann var, skyldi hann umskapa heilan heim? pað kom nú ekki til máía. Einstæðingur, af lágum stigum, átti sízt allra að blanda sér inn í alheims-mál. petta var verkefni þeirra, sem honum voru langtum ofar. Hann átti að eins að gá að sér og þræða veg sinn með varkárni gegn um heiminn. Honum lá næst, að gera óbrotin skyldustörf sín vel; hið annað, ægilegt og ömurlegt þó það væri, var í hendi Guðs, en ekki í hendi hans. pað vekur forvitni vora að hugsa um, hvað myndi hafa orðið, ef hið rómverska páfadæmi hefði, af hendingu, farið algerlega fram hjá þessum Lúter; ef það hefði arkað sína eyðslusömu gleiðgosa-braut án þess að verða á hinni litlu götu hans og neyða hann til að ráðast á sig. pað er næsta líklegt, að í þessu tilfelli myndi hann hafa þagað um það, sem fór aflaga í Rómaborg, og lofað Guði og forsjón- inni að eiga við það. Slíkur meinhægðar-maður og hann var, var ekki til þess líklegur að ráðast með svæsni á vald- hafa. Honum lá næst, eins og eg hefi sagt, að gera skyldu sína; koma ár sinni vel fyrir borð í þessum veraldar ilsku- ranghölum, og frelsa sína eigin sál frá dauða. En hið háa, rómverska klerkavald varð nú einu sinni á vegi hans, á horni veraldar, í Vittenbergi; hann, Lúter sjálfur, gat ekki lifað heiðvirðu lífi fyrir því; hann mótmælti, veitti viðnám, og fór eins langt eins og auðið var; varð fyrir höggum, hjó aftur, þangað til ekki var um annað að gera en blábert stríð. pessu skulum vér muna eftir í sögu Lúters. Ef til vill hefir aldrei jafn lítilsigldur og friðsamur maður og hann komið öllu í uppnám í heiminum. Vér fáum ekki annað séð, en að hann myndi helzt af öllu hafa kosið að fást við kyrlát störf sín í tómi og næði; að það var honum þver- nauðugt að láta bera mikið á sér. Hvað gat frægð og um-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.