Sameiningin - 01.10.1916, Side 15
237
á veggnum, sem á að vera til minja um ein þessi viðskifti.
Lúter var að þýða einn af sálmum Davíðs; hann var orðinn
lémagna eftir langt og strangt erfiði, sjúkdóm og sult.
pá reis upp fyrir framan hann ógurlegur og formlaus svip-
ur, sem hann hélt vera þann vonda, kominn þarna til að
banna sér að vinna. Lúter reis upp hvatlega, og bauð
Satan birginn; henti blekbyttunni í svipinn, og hann hvarf.
Bletturinn er enn við lýði, og þó skrítinn sé, er til minja
um ýmsa hluti. Hver vikadrengur í lyfjabúð getur nú
frætt oss um, hvað vofa þessi sé, frá sjónarmiði vísind-
anna; en hjarta þess manns, sem þorir að bjóða helvíti
sjálfu birginn, þegar það blasir við honum, getur ekki sýnt
betri vott um hugprýði. Hluturinn, sem skelfir hann, er
ekki á þessari jörð, eða undir henni.—Hugprýði! “Djöf-
ullinn veit,” skrifar hann við eitt tækifæri, “að þetta geri
eg ekki af því eg sé hræddur. Eg hefi séð og boðið birginn
óteljandi djöflum.” (Georg hertogi í Leipzig, var mikill
óvinur hans). “Georg hertogi er ekki á við einn djöful”—
langt frá því að vera djöfull. “Ef eg þyrfti að fara til
Leipzig, þá myndi eg ríða inn í Leipzig þó að það rigndi
hertogum slíkum sem Georg þessi er, níu daga samfleytt.”
Hvílíkt ógnarflóð af hertogum að ríða út í.
Samt fara þeir hinir sömu algerlega vilt, sem ímynda
sér, að hugrekki þessa manns hafi verið grimd, tóm of-
stopafull óhlýðni og villimannleg þrákelkni, eins og margir
halda. Langt frá því. pað er til óttaleysi, sem stafar af
hugsunarleysi og tilfinningaleysi, eða af hatri og blindu
æði. Vér metum ekki hugrekki tígrisdýrsins mikils. En
með Lúter var þetta alt á annan veg; að ásaka hann urn
tryldan æðisgang nær ekki nokkurri átt. H.j arta hans var
viðkvæmnin sjálf, fult af meðaumkun og elsku, eins og
hvert annað sannarlega hugprútt hjarta er í raun og veru.
Tígrisdýriö flýr undan s t e r ka r i óvin—flýr; tígrisdýrið
er ekki það, sem vér myndum kalla hugað, að eins grimt og
tilfinningarlaust. Eg þekki fáa hluti, sem gera manni
eins heitt um hjartað og þessi hjúfrunarhljóð tilfinning-
anna, viðkvæm eins og barns eða móður, sem koma fram í
þessu mikla og lítt kannaða hjarta Lúters. Svo hugheilar
eru þessar tilfinningar, lausar við alla uppgerð, tilgerðar-
lausar, og látnar í Ijós með svo litlu óþarfa útflúri eins
og hreint vatn streymandi út frá kletti. Hvað var annars
þessi örvænting og vonleysi um frelsun, er í æsku lá sem
farg á huga hans, nema afleiðing tilfinningaríkustu hugs-
ana, og lundar, sem var of viðkvæm og fíngerð? pannig
fer oft fyrir mönnum, sem eru líkir veslings skáldinu
Cowper. Manni, með litlum mannþekkjara-hæfileikum,
myndi Lúter hafa sýnst huglítill og óframfærinn, og aðal-