Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1916, Page 17

Sameiningin - 01.10.1916, Page 17
239 maður er bróðir okkar. Er ekki ást hans á sönglistinni, í íaun réttri, einskonar vísir allra þessara tilfinninga hans? Mörg óútmálanleg og óhemjandi hugsunin hefir víst liðið burt í tónum flautu hans. Hann segir, að djöfullinn hafi flúið flautu sína. Kraftur til að bjóða birginn til dauð- ans, á aðra hlið, og slík ást til sönglistarinnar á hina: petta kalla eg norður- og suður-pól mikillar sálar; milli þessara tveggja pólna var nóg rými fyrir alt mikið og háleitt. Mér finst andlitslag Lúters lýsa honum vel; mér finst eg sjái Lúter eins og hann var í hinum beztu myndum af honum eftir Kranach. ófrítt almúga-andlit; með stórum útstandandi brúnum og beinum, merki um óheflaðan kraft; í fyrsta áliti nægtum því fráhrindandi andlit. Samt er eins og úr augunum, sérstaklega, skíni þögul sorg; eitthvert óákveðið þunglyndi, efniviður allra blíðra og viðkvæmra tilfinninga; og setur þetta hinn ótvíræða stimpil göfug- lyndisins á alt útlit hans. Hlátur bjó í þessum Lúter, eins og áður er á vikið; en tár voru einnig í honum; tár og strangt erfiði. Líf hans hvíldi á þunglyndi og alvöru, sem undirstöðu. Á efri árum sínum. eftir unninn sigur og af- reksverk ótal, kveðst hann vera hjartanlega leiður orðinn á lífinu; hann álítur að Guð einn sé fær um og fús að stýra viðburðunum, er voru að gerast, í rétta átt, og að, ef til vill, sé dómsdagur í nánd. Sjálfum sér æskir hann þess eina, að Guð létti af sér hinni erfiðu byrði, og lofi sér að fara í friði. peir, sem færa honum þetta til ámælis, skilja mann- inn næsta lítið. — Eg álít Lúter hafa verið sannarlega mik- inn mann; mikinn að vitsmunum til, mikinn í hugprýði, til- finningum og hreinlyndi; einhvem elskuverðasta og mæt- asta mann. Hann var mikill, ekki eins og úthöggvin egypzk steinstrýta; heldur mikill eins og himingnæfandi hnúkur í Alpafjöllum, — svo óbrotinn, blátt áfram og nátt- úrlegur, alls ekki að sperrast til þess að sýnast mikill; held- ur í alt öðrum tilgangi þama, en þeim, að vera mikill. ósigrandi granít-hnúkur er hann að vísu, er rís hátt við himin; samt spretta úr sprungunum uppsprettu-lindir að ofan, en að neðan sjást fagurgræn daladrög glitra af blóm- um. Sönn andans hetja og spámaður kom hér fram, enn þá einu sinni, trúr sonur náttúrunnar og sannleikans, sem margra alda kynslóðir munu þakka Guði fyrir.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.