Sameiningin - 01.10.1916, Page 19
241
(þar sem nú er pýzkaland, Austurríki, Belgía, Holland og
Norðurlönd) og niður eftir Danúb-dal alt til Svartahafs.
Tevtóna eina höfðu Rómverjar aldrei sigrað. peir stóðu
Rómverjum þúsund ár að baki að menningu, en fólk það
var hraust fólk til líkama og sálar. Á fjórðu eða fimtu öld
e. Kr. náðu Tevtónar yfirráðum yfir menningu heimsins
og hafa þau aldrei gengið úr höndum þeirra síðan.
Hverjir eru þá Tevtónar nú á dögum?
Tevtónar voru frá upphafi aðgreindir í marga flokka
og verður fárra einna hér getið. peir er fyrst koma til
sögunnar (þegar slept er viðureign Caesars við Galli og
Germana til forna), eru Gotar. peir áttu heimkynni í
Danúb-dalnum og seinna umhverfis Hadrea-haf. Œddu
þeir loks allar götur til Róm og hertóku borgina árið 410.
Mistu þeir þar foringja sinn. Færðu Vestgotar sig þá til
Spánar og settust þar að. Annar flokkur Tevtóna eru
Vandalir. peir voru fyrir í Spáni, þá Vestgotar komu
þangað, og hröktu Gotar þá burt. Vestgotar bygðu Spán
í hundrað ár, en þá komu Múhameðsmenn með her á hend-
ur þeim og sigruðu þá. Leifar Vandala og Vestgota urðu
að miklu leyti stofn sá, er Spánverjar eiga rót að rekja til
og mega þeir því tevtónskir teljast. Mikill fjöldi Gota
staðnæmdist á ítalíu, og Lombarðar, sem var enn annar
flokkur Tevtóna, lögðu undir sig norðurhluta ítalíu. Meiri-
hluti ítala er kominn út af Gotum og Lombörðum og eru
ftalir tevtónskir að mestu leyti. Voldugasti flokkur Tev-
tóna voru Frankar. Höfðu þeir vaðið Rín-á og tekið sér
bólfestu þar sem nú heitir Frakkland. Annar flokkur, er
Búrgundar nefndist, settist að í suðausturhluta Frakk-
lands. Frakkar eru að mestu leyti afkomendur gömlu
Franka og Búrgunda, og því Tevtónar að uppruna. Til
Englands fluttust forðum þrír kynflokkar og voru allir
tevtónskir: Englar, Saxar og Jútar. Frumbyggjar þarlend-
ir, er nefndust Bretar, höfðu átt fult í fangi að verjast á-
rásum Pikta og Skota, er herjuðu landið norðan af Kale-
doníu (Skotlandi). Fengu þeir því Engla og Saxa austan
af Germaníu sér til hjálpar. Ráku þeir Pikta og Skota
burt, en snerust síðan að Bretum sjálfum og lögðu alt Bret-
land undir sig, nema fjallabygðina vestast, þar sem heitir
Wales. Settust sumir Bretar þar að, en hinir flýðu suður
á Gallíu og settust þar að, sem síðar var kallað Bretagne
eftir þeim. Engil-Saxar réðu lögum og lofum á Englandi
þar til nokkrum öldum síðar (1066), að Norðmandíu-menn
brutu þá undir sig og blönduðu síðan blóði við þá. Norð-
mandíu-menn voru tevtónskir sem hinir, afkomendur
Göngu-Hrólfs og þeirra Norðmanna, sem með honum bygðu
Norðmandíu á Frakklandi. Af þessu má sjá, að Englend-