Sameiningin - 01.10.1916, Side 23
245
Sextíu manns úr Fyrsta lút. söfnuði í Winipeg eru
gengnir í herinn og helmingur þeirra þegar kominn til víg-
valla. Skörð eru þegar komin í hópinn og eiga ýmsir um
sárt að binda.—Tveir læknar úr Fyrsta lúterska söfnuði
eru í hemum, Dr. ólafur Stephensen og Dr. Baldur
Olson. — Hjúkrunarkonu hefir söfnuðurinn einnig lagt
til og starfar hún nú á spítala við einn vígvöllinn á
Frakklandi þar sem orustur hafa verið hvað skæðastar og
mannfall mest. pað er ungfrú Inga Johnson, sú er áður
veitti forstöðu einni deild sjúkrahússins hér í Winnipeg.
Djáknastörfum gegndi hún í Fyrsta lúterska söfnuði und-
anfarið ár og var skrifari sunnudagsskólans.—Bandalagið
í Fyrsta lút. söfnuði hefir tekið að sér að annast hermenn
safnaðarins eftir föngum, gefa skýrslu um feril hvers eins,
senda þeim gjafir og bréf og biðja fyrir þeim á fundum.
------O------
Trúboðsferð.
Bftir séra Sigurð Ólafsson.
Síðastliðið vor fengu söfnuðirnir hér vestra beiðni frá Heima-
trúboðsnefnd kirkjufélagsins um, að prestur safnaðanna mætti starfa
þar eystra um hríð að afstöðnu kirkjuþingi.
Söfnuðirnir höfðu svo fundi og ákváðu að gefa presti sínum
fararleyfi; lagði hann af stað að heiman að morgni þess 19. Júní.
Til Winnipeg kom eg að kveldi þess dags, er kirkjuþing var
sett, og var eg á þingi unz því lauk. Þá ákvað Heimatrúboðsnefnd-
in að eg færi til Sinclair, í svo nefndri Pipestone-bygð í Manitoba.
Fór eg svo þangað eftir nokkurra daga dvöl í Winnipeg.
Þessi bygð er um 200 mílur vestur frá Winnipeg, vestast í
Manitoba. Um 20 fjölskyldur íslenzkar eru þar búsettar; er bygðin
því miður strjálbygð einkum norðurhluti hennar; all-erfitt er þvi
að sækja samkomur.
Fallegt er þar, eftir því sem á sléttlendi gerist. Er landið viða
öldumyndað, með kjarrskógi og valllendi, þar sem ekki er
ræktað. Virtist mér landslag viða minna mig á átthagana heima
á Islandi.
Eg dvaldi í þessari bygð þrjár vikur, flutti messu á hverjum
sunnudf gi og auk þess unglinga samkomur, tvívegis, að aflokinni
guðsþjóiiustu; einnig skírði eg þar þrjú börn.
Tíðkast hefir það, að prestur sá, er heimsækir bygðina, fermi
börn, ei á þeim aldri eru. iVarð ekki af því að þessu sinni; börn á
þeim aídri fá og nærri ómögulegt að undirbúa þau á jafn-stuttum
tíma og þeim, er eg hafði þar yfir að ráða. Þó las eg með nokkrum
börnum, sem væntanlega verða fermd að ári; komu og með þeim
yngri börn, sem og nutu leiðbeiningar. Er það von mín, að söfn-