Sameiningin - 01.10.1916, Page 26
248
HafSi mér ekki fyr boSist tækifæri til aS tala viS þá prestana
í tómi.
Þegar til Winnipeg kom, beiS min skeyti um aS koma heim
sem fyrst, sökum veikinda á heimili mínu. Bjó eg mig því til brott-
feröar í skyndi, og misti af prestafundi þeim, sem haldast átti í
Selkirk þá dagana.
Til Selkirk hafSi eg þó komiS, en átti von á aö fara þangað
aftur.Veriö haföi eg þar í skógargildi því, er sunnudagsskólinn hélt,
og notiö beztu skemtunar.
Hafði eg ánægju og uppbyggingu af austurför minni; þakka nú
ölium, s^m geröu hana ánægjulega, og ekki sízt þeim hjónum Finni
og GuSrúnu Jónsson í Winnipeg, er fóru með mig sem væri eg son-
ur þeirra, þann tíma er eg dvaldi í Winnipeg.
o
Hann var einn af þessum ungu aðalsmönnum eöa jungherrum,
sem úir og grúir af í Slesíu.
Hann hæddist aS orSi Guös og vinum GuSs, eins og flestir jafn-
ingjar hans; hann virti trúaöa menn að vettugi, þóttist hátt yfir þá
hafinn.
Einu sinni ferðaSist hann meö hraSlest heimleiðis frá Berlín
til Breslau. Hann haföi dvalist í Berlín um tíma til aö skemta sér.
Andspænis honum í vagninum sat ungur maSur. Hann var aö
lesa i blaSi; en er hann var búinn aö lesa, þá rétti hann blaðið aö
hinum unga aöalsmanni og mælti kurteislega:
“Geriö þér svo vel, ef þér viljið.”
Hann tók viS og leit á nafn blaðsins'.
“Hvaö er þetta? ”Vegurinn.” Það er einhver trúmálakeim-
ur aö því nafni.”
“Nafnið táknar það, aö blaSið vill vísa oss veg til himins.”
“LátiS mig þá vera lausan viö þaS,” mælti ungi aöalsmaðurinn
og lagði blaöiö frá sér með þóttasvip.
“í blaSinu stendur þó meSal annars fróöleg grein um yður, sem
gaman er aS lesa.”
“Um mig? ÞekkiS þér mig?” spurði jungherrann og rak upp
stór augu. “Já, dável.”
“Má eg spyrja, hvaöan yöur kemur sú þekking?”
“Eg hefi þaS úr 15. kapítula í Lúkasar guSspjalli. Þar er æfi-
sagan yðar rituö.”
“Nú, svo aö skilja,” mælti jungherrann meö háðbrosi.
Svo hallaði hann sér aftur á bak og mátti sjá á svipnum, aS
hann vildi slíta samtalinu.
Á næstu járnbrautarstöS steig hinn ungi maSur út úr vagnin-
um, en lét blaSið liggja eftir.