Sameiningin - 01.07.1917, Blaðsíða 1
Múnaðarrit til stuð'nings Jcirlcju og Jcristindómi Islendi
gefiff út af Jiinu ev. lút. Jeirkjufdlagi Isl. í Vestrhn
RITSTJÓRI: BJÖRN B. JÓNSSON.
82. ÁRGr. WINNIPEG, JÚLI 1917 NB.~5
Norska kirkjan í Ameríku.
Laugardagurinn 9. Júní 1917 verður jafnan talinn
merldsdagur í sögu lúterskrar kirkju í Yesturlieimi.
Þann dag sameinuðust kirkjufélög Norðmanna og stofn-
uð var “Norska lúterska kirkjan í Ameríku”. Norð-
menn eiga merkilega sögu í þessu landi, og kirkjumál
þeirra liafa verið aðalþáttur sögunnar. fáaga larkju
jieirra er og saga mentamála þeirra og menningar. En
kirkjusaga þeirra hefir ekki ávalt verið friðarsaga.
Stríð og sundrung liafa einatt auðkent liana. Trúaral-
varan hefir ávalt verið mikil hjá Norðmönnum; þeir
hafa jafnan barist fyrir sannfæringu sinni, og staðið við
hana, livað sem í húfi va.'i'.
Hér á ekki að segja sögu stríðsins og sundrungar-
innar, heldur friðarins og einingarinnar, sem nú hefir
unnið glæsilegan sigur.
Svo sem kunnugt er, hafa aðal-kirkjufélög Norð-
manna á síðari árum verið þrjú: Sameiuaða kirkjan,
Norska Sýnodan og Hauge Sýnodan. Þessi félög hafa
á síðari árum búið saman í friði, og velvild hefir verið
með þeim. Beztu menn allra félaganna hafa í kyrþey
stuðlað að því, að saman drægi. Guðfræðingarnir töl-
uðu saman um kenningar-atriðin; yngri prestarnir
unnu saman sem bræður og höfðu gleymt deilum feðra
sinna; leikmennirnir vissu fæstir nú orðið, livort nokkuð
bar á milli eða ekki í trúmálum, en sáu á hinn bóginn,
hversu óhagkvæmt og kostnaðarsamt það fyrirkomulag
var, að streitast við að halda uppi tveim og þrem
kirkjum á sama stað og skólurn að sama skapi. Ekki
var samt rasað um ráð fram, og áður en sameiningin var