Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1917, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.07.1917, Blaðsíða 31
159 hvöt til þess aS leggja sem bezt fram krafta sína, fullvissir þess, aS Guð leggur blessun sína yfir hvert þaS starf, sem- af einlægum huga er unniS í nafni hans. Sá andi er ríkjandi í Bdl. Pembina safnaSar, og eg er þess fullvís, aS viS eigum enn eftir aS fá góSar fréttir af starfi þess. Vert er aS benda á þaS til eftirbreytni, hve mikil uppbygging getur aS því veriS, ef meSlimir, sem eru aS heiman einhvern tíma, lengri eSa skemri tíma, láti sér hugsast aS skrifa Bandalaginu sínu gott bréf til aS lesa á fundi; þaS getur orSiS til fróSleiks og skemt- unar, um leiS og þaS styrkir félagsböndin. Frá hvaSa Bandalagi koma fréttir næst? ——------o--------- Ráðvendni. KaupsýslumaSur einn mikilsmetinn var aS koma heim úr ferS til næstu borgar. Þegar hann kom út úr járnbrautarv'agninum tók hann upp úr vasa sínum farseSil og rétti hann aS pilti, á aS gizka 12 ára gömlum, sem var aS selja blöS á járnbrautarstöSinni, og sagSi: “Þú mátt eiga þenna farseSil, DavíS minn; lestarstjórinn gleymdi aS taka hann af mér og hann getur sparaS þér dollar næst þegar þú fer heim aS finna hana mömmu þína”. Pilturinn horfSi á hann vandræSalega stundarkorn; svo sagSi hann: “En keyptuö þér ekki þenna farseSil, Mr. Rainard, til þess aS fara fram og aftur til borgarinnar ?” “AuSvitaS gjörSi eg þaS”, svaraSi Mr. Rainard; “ en’ þaS skemdi farseSilinr. ekkert aS hann varS mér samferöa; sérSu ekki aS hann er alveg óskemdur?” “Jú”, svaraSi pilturinn; “en fenguS þér ekki ferSina fyrir hann?” “Víst gjörSi eg þaS”, sagSi Mr. Rainard; “en þaS er ekki þvi til fyrirstöSu aS þú getir gjört þaö líka. ÞaS var ekki mér aS kenna aS lestarstjórinn gætti ekki skyldu sinnar. Farþegar eru ekki skyld- ugir til aS leita uppi lestarstjórana til þess aS afhenda þeim far- seSlana.” “Nei, þaS er satt”, svaraöi DaviS. “Taktu þá viS honum og notaSu hann næst þegar þú fer aS heimsækja hana mömmu þína. Eg borgaöi dollar fyrir hann, og þá upphæS getur þú þá sparaS þér og í staSinn keypt eitthvaö fallegt handa henni mömmu þinni”. DavíS var rétt aS því kominn aS taka viS seSlinum, en kipti hendinni aS sér aftur. “Þig munar ,um þetta”, sagöi Mr. Rainard, hálf önuglega; en járnbrautarfélagiS munar ekkert um einn dollar”. “En eg veit aS þaS v'æri rangt af mér aö nota þenna farseSil”, svaraSi DavíS. Og viS þaS sat. Nokkru seinna vantaSi Mr. Rainard sendisvein á skrifstofu sína, sem þurfti oft aö hafa töluveröa fjárupphæS meS höndum; og hann sendi eftir DavíS og bauS honum stöSuna. “Pilti, sem er ófáanlegur til aS hafa dollar ranglega af járnbrautarfélagi, er óhætt aS trúa fyrir peningum”, sagöi hann.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.