Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1917, Blaðsíða 25

Sameiningin - 01.07.1917, Blaðsíða 25
153 vildi eg fara um þetta nokkrum oröum; ekki þó til aö knésetja neinrt eöa kenna neinum, því eg hefi sjálfur mikla þörf á aö mér sé kent. Sumir meöal Aðv'entista hafa ("líklega af vissum ástæöum/ viljaö snúa þessum orðum alveg við og hafa þau þannig: “Sannlega segi eg þér í dag: þú skalt vera meö mér í Paradís”. Eg hygg, aö þetta sé í kristinni kirkju skiliö nokkuö alment á þá leið, aö sál mannsins, sem þessi orð voru töluð til, hafi á þeim degi komið í Paradís — í bókstaflegri og eiginlegri merkingu orðanna —< ásamt sál frelsarans. Þetta er mjög einfaldur, barnslegur og saklaus skilningur, og eflaust réttur að vissu leyti. En nú á dögum eru menn orðnir svo mentaðir og vitrir, að þeir þykjast hátt upp hafnir yfir einfalda og barnslega trú. Þeir eru orðnir of vitrir til að gjöra sér grein fyrir því, hvað upphafning og niðurlæging sé í raun og veru. Um fyrirheit frelsar- ans til ræningjans er það að athuga fyrst og fremst, að Paradís, guðsriki og himnaríki er eitt og hið sama. í annan stað það, að í Guðs orði er manninum oft líkt við tré, ilt og gott, er gefi af sér góðan eða illan ávöxt. Nú stóð hér svo á, að illur maður iðraðist. Er hann þá ekki samstundis orðinn gróðursett tré í Paradís, hvað svo sem dauðasvefninum líður. Ut tré með illa ávexti í mannlegri mynd er efalaust gróðursett í helvíti — fær þaðan næringu síns and- lega lífs, ef líf skyldi kalla. Rætur þess trés liggja í fordæmdri mold, og í gegn um lim og lauf andar það að sér samkynja efnum úr loftinu. Margar dæmisögur Jesú finst mér sanna það, að þetta sé rétt; og eins finst mér samtal Krists v'ið Nikódemus benda á hið sama, þótt menn alment veiti þessu atriði litla eftirtekt. Samþykkur er eg bréfritaranum um það, að Aðventistar skilji ekki rétt þá ritningargrein, sem hér er um að ræða. Eg hefi átt tal um þetta við Russelsmenn, sem halda fram dauðasvefninum eins og Aðventistar, og fara eins með þessi orð frelsarans. Þeir hafa það helzt til stuðnings sínum málstað, að engin lestrarmerki finnist í handritunum grísku, og megi því alveg eins setja tvídepilinn á eftir orðunum “í dag”, eins og á undan þeim. Hér við er það að athuga, að sögulegi skilningurinn á orðum þessum hvílir auðvitað ekki á lestrarmerkjunum, heldur hafa þau verið sett eftir honum. Þessi viðtekni skilningur hvílir á málvenju gríska testamentisins og eins á því, hvernig orðin og merking þeirra koma óvilhöljum manni eðli- legast fyrir. “Sannlega segi eg þér í dag” er orðtak, sem hvergi finst annars staðar í nýja testamentinu—né nokkuð sv'ipað því. Og í annan stað: hví hefði frelsarinn þurft að taka það fram, að hann segði þetta “í dag”? — Nei, þessi nýja útskýring ber það rneð sér, að hún er neyðarúrræði og ekkert annað. — Ofurlítið hefi eg að at- huga við skýring bréfritarans. Paradís merkir í nýja testamentinu heimkynni útvaldra annars heims fsjá 2. Kor. 12, 4) ; hin orðin tákna ríki frelsaðra sálna bæ'Si á himni og jörð. Jesús heitir því ræningj- anum samvist hjá sér í öðrum heimi, samdœgurs eftir andlát þeirra beggja. Enn fremur ber þess að gæta, að orðin eru fyrirheiti, og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.