Sameiningin - 01.07.1917, Blaðsíða 17
145
leggja aðal áherzluna á kenninguna, sem vér erum að ræða
í kveld, réttlætinguna af trúnni, og með prédikun, kenlsu og
samtali og á allan annan viðeigandi hátt, skulum vér leitast
við af fremsta megni að vinna sálir fyrir frelsara vom
Jesúm Krist.
Ekkert nema Guðs náð, sem fæst fyrir Jesúm Krist
getur bjargað mönnum úr greipum syndarinnar og dauðans.
Ekki gáfur! Engin góðverk! Ekki trúin sjálf! Ekkert
nema Guðs náð!
Vinur! Ert þú réttlátur fyrir Guði? Lifir þú sönnu
trúar- og bænalífi? Hefir þú gengið Jesú algjörlega á hönd
og falið honum líf þitt? Hefir þú reynt hina miklu gleði,
sem því er samfara að vera Guðs barn ? Ertu viss um eilífa
sælu og dýrð?
“ó! það slys því hnossi að hafna
Hvílíkt fár á þinni braut,
Ef þú blindur vilt ei varpa
Von og sorg í Drottins skaut”.
Ó, að kirkjufélag vort vildi nú, á þessu feraldar afmæli
siðbótarinnar, vígja sig Guði á ný! ó, að vér mættum eign-
ast trúna eins og Lúter eða Páll postuli! ó, að vér gætum
skilið kristindóminn, bæði með höfði og hjarta, eins og Hall-
grímur Pétursson! ó, að vér gætum leitt hverja synd-
sjúka sál til kross Jesú Krists. ó, að starf vort mætti bless-
ast og blómgast undir leiðsögn heilags anda, og bera mikinn
ávöxt til eilífs lífs.
“Ei oss ber heiður, heldur þér,
En heiður þinn, ó Jesú, er,
Að sigri haldi hjörðin sú,
Er heiðrar þig með réttri trú”.
Fréttir frá Japan.
Eftir séra IV. Steingr. Thorláksson.
II.
Guðspallamaðurinn Lúkas lýsir í postulasögunni ný-
ungagirni Aþenumanna á þessa leið: — “Allir Aþenumenn
og aðkomnir, sem sezt hafa þar að, gáfu sér ekki tóm til
annars fremur en að segja eða heyra eitthvað nýtt”. (Ps.
17, 21). pað var því létt að komast á tal við þá og fá þá
til þess að hlusta á, ef um nýjungar var að ræða. Um
Japansmenn má víst segja eitthvað svipað. þeir eru ný-