Sameiningin - 01.07.1917, Blaðsíða 18
146
ungagjarnir og forvitnir. Getur >að verið hvorttveggja,
kostur og löstur. Hjá börnum lýsir það námslöngun. Hjá
Japansmönnum sömuleiðis; enda er námfýsi þeirra nú við-
brugðið. En ónotalega getur það komið fyrir stundum.
pað var skömmu eftir að þau séra Octavíus og kona
hans voru komin til Tokio. pá var það einn dag að hún
fór í búð. pyrptist þá að henni heill hópur kvenmanna,
yngri og eldri, og fylgdi henni eftir báðar leiðir. Hún var
þá ókunnug og leið eðlilega illa; en herti upp hugann.
pegar hún svo var komin heim að húsi sínu, þá hneigðu
þær sig og kvöddu. pær sáu að hún var útlendingur og
höfðu svona gaman af að horfa á hana- Eitt sinn var Mrs.
Smith að heimsækja hana. (Eg gat síðast um séra Smith
og konu hans). pá fylgdist líka einn slíkur hópur með
henni. Hún gerði sér hægt um hönd og fór að telja þær.
Við það urðu þær sneiptar og fóru. En Mrs. Th. kendi í
brjósti um þær og getur ekki fengið sig til þess að nota
þetta ráð.
En forvitni Japansmanna getur líka orðið til hjálpar
og til góðs, eins og dæmin mörg sýna.
Fyrstu árin tvö er ekki búist við að trúboðar vinni
neitt að trúboði beinlínis, en gefi sig aðallega við tungu-
málsnáminu. pó gefast trúboðanum ýms tækifæri til þess
að vinna í áttina. pannig hafa þau hjón oft seinni hluta
dags, eftir að séra 0. er kominn heim úr skólanum, farið
með kristileg smárit á Japönsku og útbýtt þeim. Vanalega
er með fegins hendi tekið á móti þessum ritum. Fólk vill
gjaman sjá, hvað þar er sagt. Veit að þetta eru kristnir
trúboðar og að ritin eru kristileg rit. Mörgu frækorni sann-
leikans er þannig sáð, sem hjá einhverjum kann að finna
góðan jarðveg og bera ávöxt Guðs ríkis. En stundum kem-
ur það fyrir, að menn verða vondir, þegar þeim er boðið
slíkt,—í Japan eins og annars staðar. Einu sinni sem oftar
voru þau á einni slíkri ferð um bæjarhverfið, þar sem þau
hafa átt heima- Hann gekk annars vegar í strætinu. Hún
hinu megin. pá kom út úr einu húsinu kona, sem jós ein-
hverju yfir Mrs. Th. Hún skildi ekkert orð. En á svip og
fasi kerlingar var auðséð, að hún var ekki að blessa hana.
Svipaða reynslu hafði 0. líka um sama leyti. Maður sló
hendi við ritinu, sem honum var rétt, og sagðist ekki þurfa
á slíku dóti að halda.
Eins og eg tók fram síðast, þá er Tokio mesti náms-
manna bær ríkisins. Fjöldi þessara námsmanna vill læra