Sameiningin - 01.07.1917, Blaðsíða 30
358
tekiö þátt í því starfi. Samkpmu hélt þaö fyrir starf “Rauöa
krossins”. Og þaö gekst fyrir því aö halda hermönnum í 108. deild-
inni skemtisamkomu, og voru 175 hermenn þar viðstaddir. — Aö safn-
aðarstarfinu hefir Bdl. hlynt meö því, að hjálpa söfnuöinum til aÖ
borga skuld, sem hann var í við áramótin síðustu.
Enn fremur segir í bréfinu: “Því miður hefir Bandalagið ekki
gjört neitt aö heiöingjatrúboðsstarfinu, nema þaö, að lítið eitt hefir
verið rætt um það mál á fundum; en við viljum taka áskorun þína í
Febrúar-blaöi Sameiningarinnar til greina”. Þ.að er vel sagt. Á
síðastliðnu kirkjuþingsári styrktu það málefni miklu fleiri söfnuðir
en nokkru sinni fyr, og ef sá áhugi, sem þegar er vaknaðúr helzt við
og vex, þá ætti næsta þing að geta tekið að sér að standa að öllu
leyti straum af trúboði okkar fjárhagslega. Að því geta Bandalögin
stuðlað. Og það væri þeim mikill andlegur áv'inningur, að kynna sér
sem bezt trúboðsstarfið og fá einhverja til að flytja fræðandi erindi
um það á fundum sínum. í mánaðarritinu “Foreign Missionary”,
sem gefið er út af heiðingjatrúboðsnefnd General Councils, má finna
ýmsan íróðleik í því efni, og ættu einhverjir í hverju Bandalagi að
lesa það blað og þýða ritgjörðir úr því til að lesa á fundum. Það
væri um leið góð æfing í iþví að rita íslenzku.
“Okkur þótti mjög vænt um að lesa fréttir frá Pembina og
Argyle Bandalögunum, og fellur okkur vel tillaga þín, að í stað
bréfaviðskifta Bandalaganna, sem farist hefir fyrir, komi fréttir frá
Bandalögunum í deildinni “Fyrír unga fólkið” i Sameiningunni.
Selkirk-Bandalagið hefir nú staðið við þessi orð í verki, og
kann eg því beztu þakkir fyrir bréfið og flyt hinum Bandalögunum
bróðurkveðju þess og blessunaróskir. En nú væri gaman að heyra
áður en langt líður frá fleiri Bandalögum, sem hafa ekki áður sent
fréttir af starfi sínu. —
Frá Bandaalgi Pembina safnaðar kom líka gott bréf í vor. Er
það aðallega svar upp á bréf, er því v'ar skrifað. 1 því var meðal
annars þessi kafli:
“Við höfum orðið fyrir svo átakanlegum missi þessi síðastliðin
tvö til þrjú ár. Fyrst þegar J. H. Hannesson flutti til Cavalier; en
þó hann sé fluttur burt, er hann samt enn meðlimur, og nú nýlega
skrifaði hann Bandalaginu mjög ástúðlegt og uppbyggjandi bréf.
Næst flutti Jón bróöir hans sig burt héðan til Hallson; það er gróði
fyrir félagsskap þar efra, en tap fyrir okkur, því það er ekki ofmælt,
að þeir bræöur hafa verið líf og sál félagsins. Og svo síðast, en ekki
sízt, þegar góðum Guði þóknaðist að kalla héðan Mrs. Sigurlaugu
Stevenson; það var mikill hnekkir fyrir okkur, því hún var okkar
aðal-máttarstólpi nú upp á síðkastið, og við bjuggumst við að geta
notið leiðsagnar hennar og hjálpar framvegis; en svo vorum við svift
henni sv'o að segja fyrirvaralaust. En Drottins vegir eru órannsak-
anlegir og maður ætti ekki að mögla eða örvænta, heldur leggja alt
starfið í hans vald og halda svo áfram í Drottins nafni”.
Það er sárt fyrir hvern félagsskap að sjá á bak góðum og
tryggum meðlimum. Og það á altaf að vera þeim, sem eftir eru,