Sameiningin - 01.07.1917, Blaðsíða 13
141
gæti réttlætt þá fyrir breytni þeirra og á þeim grundvelli
haft samfélag við þá.
Margir eru nú samt verri en heiðingjarnir og Gyðing-
arnir í þessum efnum. Eins og bent var á áðan, álíta þeir
að Guði sé ekki alvara þegar hann fordæmir syndina og að
maðurinn geti átt samfélag við hann skilyrðislaust þrátt
fyrir hana.
Rómverska kirkjan á hinn bóginn kennir, að Guð af
náð sinni veiti mönnum kraftinn til að lifa réttlátlega, og
að þeir, sem bezt lifa gjöri betur en krafist er, og geti þess-
vegna miðlað hinum, sem ver breyta.
En í hópi allra þessara flokka eru mannssálir, sem
hungrar og þyrstir eftir réttlæti, og kveljast af efa um það,
að Guð geti litið velþóknunaraugum á þá.. Maðurinn getur
ekki verið sæll fyr en hann er búinn að fá vissu um eilífa og
velþóknanlega sambúð hjá Guði.
Maðurinn þráir að komast til Guðs, en getur það ekki
vegna syndarinnar, er mergurinn málsins í því, sem nú
þegar hefir verið sagt-
petta tvennt gjörir réttlætinguna af trúnni nauðsyn-
lega. Maðurinn gat ekki komist til Guðs, og þess vegna
varð Guð að koma til mannsins. En hann varð að
gjöra það án þess að skerða á nokkurn hátt eiginlegleika
sína eða að saurgast sjálfur af syndinni. Hann varð að
finna einhvern veg til að bjarga manninum, frelsa hann frá
afleiðingum syndarinnar, sem auðvitað var eilíf tortíning
og útskúfun.
En hann fann veg. Hann kom til mannsins. Kærleiks-
ríkt og heilagt föðurhjarta hans gat ekki þolað að mann-
kynið yrði vansælt til eilífðar. Hann sendi son sinn ein-
getinn í heiminn, íklæddan mannlegu holdi og með fullkomið
mannlegt eðli, án þess þó að skerða guðdóm sinn á nokkurn
hátt. Guð-maðurinn—ótakmörkuð vera—bauðst til að taka
á sig synd mannkynisns og líða hegningu fyrir hana alla.
í viðburðinum sorglega, en þó gleðiríka, á Golgata, kom fram
bæði réttlæti Guðs og heilagleiki hans; og þessu tvennu var
þar fullnægt til eilífðar; en í sama viðburðinum var hinn
óendanlegi kærleiki hans kröftuglega auglýstur.
Á þessum grundvelli býður Guð öllum mönnum uppgjöf
allra saka. pað er auglýst að búið sé að borga hina miklu
skuld mannkynsins. En þetta gat Drottinn ekki gjört án
friðþægingarinnar, því þá hefði hann eyðilagt tvo eiginleg-
leika sína—réttlætið og heilagleikann. Alt, sem einstakling-