Sameiningin - 01.07.1917, Blaðsíða 27
155
guSlega er veitt í Kristi, mannkynsfrelsaranum. Hann er persónu-
gjörvingur hennar, ef svo mætti aS oröi kveða.
Sp.—“í 12. versi segir svo: ‘En lögmáliö á ekki skylt viö trúna’.
Hefir postulinn hér rétt fyrir sér?”
Sv.—Þetta eru orð eldri þýðingarinnar. í nýju þýðingunni
stendur: “En lögmálið spyr ekki um trú”. ÞaS er aS segja, Iögmálið
beinir ekki kröfum sínum aS trúnni beinlínis, heldur aS breytninni.
En þó hlýtur auSvitaS lögmálskrafan aS benda oss í áttina til trúar-
réttlætisins, þar sem hún sýnir oss sektina og bölvun þá, sem henni
fylgir.
Sp.—“Þá segir svo í 13. v.: ‘Kristur keypti oss undan bölvun
lögmálsins, meS því aS verSa bölvun fyrir oss’. Á hvern hátt varS
Kristur bölvun fyrir oss?”
Sv.—LögmáliS lýsir sekt og hegning á hendur hv'erjum þeim,
er brýtur. þaS er “bölvun lögmálsins”. Kristur tók upp á sjálfan
sig sektina og hegninguna í vorn staS, þegar hann leiS fyrir oss. Á
þann hátt varS hann bölvun fyrir oss.
Sp.—“í 18. v. standa þessi orS: ‘Sé því þá svo fariS, aS arfur-
inn fáist meS lögmáli, þá fæst hann ekki framar meS fyrirheiti’. Er
ekki arfleifSin, sem hér er átt viS, eilíft líf? Er ekki lögmáliS aS
vissu leyti fyrirheit um eilíft líf?”
Sv.—ArfleifSin, sem hér er átt viS, er fyrirheitiS, sem Abra-
ham var gefiS (1. Mós. 22, 18—sjá 16. v. hér). Blessunin, sem viS
er átt, er auSvitaS gjöf eilífs lífs. Meining postulans er þetta. Bless-
unar-fyrirheitiS var gefiS Abraham, áður en lögmáls-sáttmáli Móse
var staSfestur—fjórum öldum áSur. Þessi síSari sáttmáli ónýtir ekki
fyrirheitiS sem Abraham var gefiS. ÞaS fyrirheit hlýtur aS hvíla
um aldur og æfi á sama grundvellinum, en sá upprunalegi grund-
völlur var ekki lagakerfi Móse, heldur trú Abrahams fsjá 1. Mós.
15, 6). Á þessum grundvelli hefir blessun fyrirheitisins hvílt bæSi
fyr og síðar. Lögmál Móse var gefiS í öSrum tilgangi (‘sjá 23. og
24. v.j. — Hitt er auSvitaS satt, að í lögmálinu felst aS vissu leyti
fyrirheit um eilíft líf. Enginn verður hólpinn fyrir dauSa, ávaxtar-
lausa trú, því hún er í raun og veru engin trú, en ávextir trúarinnar
eru góS verk, fögur breytni, GuSi helgaS lif. Og sanntrúaður maSur
lærir af lögmálinu aS vanda sem allra bezt breytni sína og líferni.
Spurningar þessar eru um mörg hin dýpstu og mikilvægustu úr-
lausnarefni trúarinnar. Oss ber aS ræSa þau mál með lotningu og
gætni. Reynist svör mín viS spurningum bréfritarans ekki fullnægj-
andi, þá er eg fús til aS gjöra frekari grein fyrir minum skilningi á
efni þessu.