Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1917, Blaðsíða 20

Sameiningin - 01.07.1917, Blaðsíða 20
148 að hann væri í baði og að hún vildi fara og “bjóða” honum að koma heim. pegar hann kom, settumst við niður og töl- uðum um “daginn og veginn”; en konan færði okkur kaffi- te blondu, sem eg lét tilleiðast að drekka, þegar búið var að ganga talsvert eftir mér með að fá mér sopa. pað heyrir sem sé til kurteisis-reglum þessa lands, að taka ekki óðar til sín af því, sem manni er boðið, heldur láta ganga eftir sér. Að litlum tíma liðnum biður hann mig svo að “flytja sér fyrirlestur” — eins og hann komst að orði — um biblíuna, sem eg lét ekki ganga eftir mér með. Hann sagðist vera ný- búinn að fá frá vini sínum einum í Kína biblíu á kínversku með enskum texta á hálfri blaðsíðu. Hann sýndi mér hana. Hann átti ekki japanska biblíu, svo eg tók upp úr vasa mín- um japanskt nýja testamenti og nokkur smárit með skýr- ingum og gaf honum. Eg spurði hann, hvort hann þekti biblíuna eða kristindóminn. Hann svaraði því neitandi. En sagðist hafa hlýtt á fyrirlestra út af biblíunni hjá K.F.U.M. þegar hann hafi fyrir 8 árum komið fyrst til Tokio til þess að stunda nám við hinn hærri verzlunarskóla. Hann bað mig svo að segja sér, hverjir væru hugðnæmustu partar biblíunnar. Eg bað hann að líta á hina hliðina á nafnspjaldi mínu, sem hann hélt á par voru prentaðir á Japönsku þessir tveir ritningarstaðir: Jóh. 3, 16. og 14, 6., og á milli þeirra þessi spurning: Hvaða vissu hefir þú um líf eftir þetta? Hann spurði mig, hvar þessar greinar væri að íinna, og eg lét hann fletta þeim upp í n. testam. og sagði honum að þetta væru hugðnæmustu partar biblíunnar. Og út af Jóh. 3. 16. “futti eg honum fyrirlestur” — svo að eg viðhafi orðtæki hans — eina klukkustund. pá spyr hann mig mjög svo óvænt sömu spurningar og fangavörðurinn í Filippiborg spurði Pál postula: Hvað á eg að gjöra til þess að eg verði hólpinn ? Líka: Hvað á eg að gjöra, svo að eg trúi á Jesum ? Er það, að lesa biblíuna, hið sama og að trúa? — pað sem kom honum til þess að spyrja þessarar síðustu spurningar, er sú kenning Búddatrúarinnar, að svo framarlega sem mað- ur lesi vissa kafla helgirita hennar, þá verði hann hólpinn. Hann sagði að sig langaði til þess að vera kristinn. Eg bað hann að lesa tvö guðspjöllin, sem eg benti honum á, og nokk- ur bréfin. Svo ætlar hann að koma til mín.” Mér var sérstök ánægja að því að lesa þenna kafla úr bréfi sonar míns. Hélt að öðrum myndi verða það líka. Hefi því birt hann hér allan. En um þenna mann hefi eg

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.