Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1917, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.07.1917, Blaðsíða 19
147 enskum, sem hún kunni, no, og I go, að koma mér í skilning gjarnan á tal við enskumælandi útlending, til þess að læra málið af honum. piggja líka feginslega tilsögn. Margir vita um biblíu kristinna manna. Sumir hafa kynst henni eitthvað. Vilja kynnast henni eða kynnast henni betur. Sumir helzt á ensku, til þess að geta lært málið um leið. Hér gefst því trúboðanum tækifæri til þess, að stofna biblíu- bekki meðal námsmanna. Getur á þann hátt hjálpað þeim til að kynnast Guðs orði og boðskap þess, á sama tíma og hann hjálpar þeim með enskuna. Á þessu byrjaði 0. síðast- liðinn vetur. Svo kyntist hann líka ýmsum námsmönnum á skólan- um, er hann í frístundum gaf sig á tal við. Nokkrir komu til hans og sögðust hafa heyrt hann tala. Hafði það verið við guðsþjónustur í lútersku kirkjunni. Lútersku trúboð- arnir prédika þar til skiftis á ensku. Stundum eru ræður þeirra þýddar um leið af túlk. Guðsþjónustur eftir hád. á sunnudögum allar á ensku. prír stúdentar buðu honum einusinni heim með sér eftir skóla. Um það heimboð segir hann: — “En þau híbýli! Fyrir 6 mánuðum hefði magi minn ekki þolað það, sem eg bauð honum það kvöld. peir veittu mér konunglega upp á sinn máta eftir því sem þeim var unt af sínum skorna skamti, eins og nærri má geta, á japanska vísu. Ferð eins og þessi gefur mér sjón á japönsku 'stúdenta lífi”. í þessu sambandi segir hann: — “Eg veit að við höfum margt að læra hér auk tungumáls- ins, sem lærist aðeins með því að umgangast fólkið og kynnast því heima hjá sér”. Hann segir frá annari ferð skömmu seinna. Hann fór eitt kvöld eftir skóla að leita uppi heimili sjóliðsforingja eins, sem var að læra Kínversku á tungumála-skólanum, og hann hafði kynst í frítímum á skólanum og litist vel á. Hann segir þannig frá: “pegar eg var búinn að finna húsið, gekk eg inn í for- dyrið, tók hattinn af mér og kallaði “gomen kudasai” (fyr- irgefið mér). Rennihurðinni var ýtt frá. Eg afhenti nafn- spjald mitt krjúpandi kvenmanna, sem vildi til að var kon- an hans. Hún gat gjört mér það skiljanlegt, að maðurinn hennar væri ekki heima, en lagði svo hart að mér að koma inn, að eg tók af mér skóna og gekk inn. (par er sá siður að allir verða að taka af sér skóna og ganga inn á sokkaleistun- um í hvaða hús sem er). Hún vísaði mér inn í lesstofu hans. pví næst tókst henni með orðabók og tveim orðum ensk- um, sem hún kunni, no og I go, að koma mér í skilning um,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.