Sameiningin - 01.07.1917, Blaðsíða 5
133
standa. Og eins og svipir þeirra, er Eíkharður vó, hót-
uðu þau mér að standa frammi fyrir mér á Bosworth-
völlum. Því það er satt orðtak: “Guð krefst liðins tíma”.
Þá duttu mér í liug orðin, sem Sir Walter Ealeigh
ritaði í bænabók sína kvöldið fyrir aftökuna:
“Svo er lögmál tímans: Hann tekur traustataki
æsku vora, gleði vora, alt, sem eigum vér, og endurgeldur
oss með elli og dufti moldar; þegar vér höfum ráfað
skeiðið á enda, birgir hann oss niður í þögula gröf, og
lýkur þar sögu daga vorra” — daganna liðnu, gærdag-
anna, sem vér eyddum ver en til ónýtis.
Hvað á eg þá að g.jöra ? Hrópa á þá að koma til
baka aftur? Vei mér, þeir koma ekki aftur að eilífu!
Yísar sólskífunnar hlýða mér ekki. Og þó unt væri að
boða hið liðna á fund sinn aftur, þá væri það háskaleg
tilraun, því svo er mikill veikleiki mannlegs eðlis, að vér
myndum að líkindum endurtaka yfirsjónir vorar og
drýgja sömu syndirnar upp aftur.
Eða á eg að láta yfirbugast af eftirsjón! Ekkert
talaið orð eða skrifað sker eins sárt í hjarta sem orðið
“hefði”. En það er einnig gagnslaust orð. Það vatn,
sem runnið er burt, snýr mylnuhjólinu aldrei framar.
Með þetta í huga varð mér aftur litið á bókina, og
veitti eg nú einkum eftirtekt því blaðinu, sem merkt var
“A morgun”. En þar gat eg engan staf lesið, því alt
var þar ritað með ósýnilegu bleki.
Eg mælti í hálfum hljóðum: “Mun sól morgundags-
ins renna upp fyrir mér!” Engin rödd svaraði mér ög
enginn tók éfti'r. Morgundagurinn virtist mér nærri, svo
að segja á næstu gatna mótum. En enga fullvissu fékk eg
þess, að eg myndi hann nokkru sinni líta. Kom mér þá
í hug það, sem Salómó ritar: “Vertu ekki liróðugur af
morgundeginum, því þú veizt ekki, hvað dagurinn ber í
skauti sínu”. Og hin viturlegu orð postulans Jakobs:
“Heyrið, þér sem segið: I dag eða á morgun skulum vér
fara til þeirrar eða þeirrar borgar, dvelja þar eitt ár, og
verzla þar og græða, þér sem ekki vitið, livað á morgun
muni verða; hvílíkt er líf yðar? Því að þér eruð gaifa,
sem sézt um stutta stund en hverfur síðan”. Og enn-
fremur það, sem Jesús talaði: “Verið því ekki áhyggju-
fullir um morgundaginn, því að morgundagurinn mun
hafa sínar áhyggjur; hverjum degi nægir sín þjáning”.
Það er því heimska að fresta því til morguns, sem