Sameiningin - 01.07.1917, Blaðsíða 32
10U
Nýr Salómon.
ÞjófnaSur hafði verið framinn og tveir svertingja-drengir voru
grunaðir og dregnir fyrir dómarann; á því gat enginn efi leikið. að
annar þeirra væri sekur, en vandinn var að komast að því, hvor
þeirra það var, því báðir sögðust v’era saklausir.
Dómarinn fékk þeim hvorum sína leðurólina jafnlanga og sagði
þeim að ólin þjófsins myndi lengjast, og lét svo loka þá inni í fanga-
klefa hvorn um sig.
Að tveimur klukkustundum liðnum lét hann sækja þá aftur.
Annar drengurinn afhenti dómaranum ólina sína, eins og hann hafði
tekið við henni. En hinn hafði skorið tvo þumlunga af sinni. “tn't
ert þjófurinn”, sagði dómarinn. Og hann var það lika.
Starfsnefndir kirkjufélagsins.
Heimatrúboðs-nefnd.—Séra Jóhann P.jarnason, H. S. Bardal,
Finnur jónsson.
Heiðingjatrúboðs-nefnd.—Séra G. Guttormsson, séra H. Sigmar
J. J. Swanson.
Skólaráð Jóns Bjarnasonar skóla.—Séra N. S. Thorláksson, Dr.
B. J. Brandson, J. J. Bildfell, séra K. K. Ólafsson, séra B. B. Jónsson,
M. Paulson, J. J. Vopni, S. W. Melsted, Dr. J. Stefánsson.
Stjórnarnefnd Gamalmennaheimilisins Betel.—Dr. B. J. Brand-
son, Jónas Jóhannesson, séra C. J. Olson, Thordur Thordarson, J. J.
Swanson.
Útgáfunefnd.—J. J. Vopni. séra B. B. Jónsson, séra F. Hall-
grimsson, H. S. Bardal, séra R. Marteinsson.
S'iðbótar-afmcelis nefnd.—Séra B. B. Jónsson, séra R. Marteins-
son, séra N. S. Thorláksson.
Kórsöngva nefnd.—Frú Lára Bjarnason, Halldór Metúsalems
og Davíð Jónasson.
Yfirskoðunarmcnn.—H. J. Pálmason, T. E. Thorsteinsson.
Kvittanir.
Heimatrúboðs-sjóður.—Herðubreið söfnuður $70.00, s.s. Selkirk
safnaðar $3.00, St. Páls söfn. $15.00, Poplar Park söfn. $16.02,
Melankton söfn. $8.50, Grunnavatns söfn. $8.00, Konkordía söfn.
$14.00', Vesturheims söfn. $17.50.
Heiðingjatrúboðs-sjóður.—Víðines söfnuður $9.00.
“BJABMX”, kristilegt heimilisblað, kemur út í Reykjavik tvisvar
á mánuði. Ritstjóri cand. S. Á. Gislason. Kostar hér i álfu 85 ct.
árgangurinn. Pæst í bókaverzlun Finns Jónssonar I Winnipeg.
“SAMEININGIN” kemur út mánaðarlega. Hvert númer tvær
arkir heilar. Verð einn dollar um árið. Skrifist 659 William Ave.,
Winnipeg, Canada.—Hr. Jón J. Vopni er féhirðir og ráðsmaður “Sam.”
—Adtlr.: Sameiningin, P. O. Box 3144, Winnipeg’, Man.