Sameiningin - 01.07.1917, Blaðsíða 15
143
Miklu síður réttlæta verkin mann. Ef vér gætum lifað
eins og Jesús lifði hér á jörðu að öllu leyti, þá myndu þau
réttlæta mann. En sagan sýnir, að þetta er ómögulegt og er
þess vegna heimskulegt að tala um það.
Ekki svo að skilja að Guð meti ekki öll góðverk og allar
dygðir hjá manninum að verðugu, og fegursta dygðin er
trúin. Meira að segja launar Guð alt hið góða, sem vér hugs-
um, segjum og gjörum. Alt þetta eiginlega launar sig sjálft.
Drottinn hefir þannig hagað lögum alheimsins. Og líka
hegnir syndin fyrir sig sjálf í þessu lífi, jafnvel hjá þeim,
sem Drottinn hefir réttlætt.
Réttlætingin er ekki heldur undir því komin að trúin
sé sterk og að maðurinn sé góður. pegar versti maðurinn
í heiminum réttir út hönd trúarinnar, hvað veik sem hún
kann að vera, verður hann réttlættur á sama hátt og jafn
fullkomlega og hinn. sem að eðlisfari er góður maður og
með sterka trú. Ræninginn á krossinum var eins réttlátur
fyrir Guði og Páll, Lúter eða Hallgrímur Pétursson. pað
virðist ávalt vera svo undur erfitt að koma fólki í skilning
um það, að réttlætingin er eingöngu verk Guðs og fer ekkert
eftir því, hvernig einstaklingnum er farið.
“Just as I am, without one plea
But that Thy Blood was shed for me,
And that Thou bidst me come to Thee,
Oh! Lamb of God, I come, I come”.
petta fagra trúar-vers skýrir afstöðu mannsins við þessa
kenningu betur en nokkuð annað, sem egman eftir. pessi
hugsun er mjög heilsusamleg og blessunarrík. Hýn forðar
rnönnum annars vegar frá örvæntingu en hins vegar frá
hroka og sjálfsáliti.
pótt réttlætingin í sjálfri sér sé algjörlega athöfn
Guðs og breyti ekki eðli mannsins, heldur afstöðu hans við
Guð, hefir hún meiri þýðingu fyrir sálarlíf hans en nokkuð
annað.
Fyrst og fremst veitir hún hina æðstu gleði—gleði sem
tekur aldrei enda. Á svipstundu er afstaðan við Guð breytt
þannig, að glataður syndari. útskúfaður frá Guði og undir
eilífri fordæmingu, verður elskulegt barn Guðs og erfingi
eilífs lífs. “Svo mörgum, sem hann meðtóku, gaf hann kost
á að verða Guðs börn, þeim sem trúa á hans nafn”.
f “För Pílagrímsins” eítir John Bunyan, er aðal sögu-
hetjan, Kristinn, látinn ganga upp hæðina til krossins með
byrðina miklu á herðum sínum, en þegar hann kemur að