Sameiningin - 01.07.1917, Blaðsíða 8
“í dag, ef þér heyrið hans ranst, þá forherðið ekki hjörtu
yðar”. Lífið er til hoða hverjum þeim, er vill höndla
það, en höndla þarf það einmitt þá þegar Guð býður það.
Hann er náðugur og bíður eftir þér enn. Enn er hönd
hans útrétt. Dagurinn í dag heyrir þér til, morgundag-
urinn heyrir Gnði til.
Eru hér viðstaddir bristnir menn, sem harma gær-
dagana sína og vona betri hluta með morgundeginum?
Lifið í dag! Ef þri átt vin, sem þú vilt gleðja, þá
gleð hann í dag. Ef einhver á bágt og hrópar á hjálp,
þá hjálpa honum í dag. Ef eitthvert skyiduverk er óunn-
ið enn, þá vinn það í dag. Drottinn hefir ekki lofast til
að bíða eftir dutlungum þínum. “Segið þér ekki: enn
eru f jórir mánuðiir, þá kemur uppskeran; hef jið upp augu
yðar og lítið á akrana, þeir eru þegar hvítir til upp-
skeru”. Hressandi er tilhlökkunin til veizlunnar í föður-
liúsinu, þeim sem lengi hefir liðið liungursneyð í fjarlægu
landi, en vei þeim, sem ekki hugsar um annað. Kornhlöð-
urnar ber að fylla; vínpressurnar ber að troða; gleði
þjónustuseminnar bíður vor.
“Gjör það strax” — það kjörorð er letrað á veggi í
möirgum verkstæðum og vinnustofum. “Drag ekki til
morguns að vitkast; þú sér ef til vill ekki næsta morg-
unsár”.
Það er vesall kristindómur, að sitja kyr í skugga síns
ónotaða gærdags, vesalli kristindómur er það þó, að reiða
sig á yfirbætur á morgun. 1 dag er eina lífið. Fyrir alt,
sem vér vitum, ber þetta augnablik í skauti sínu eilífðar
örlög vor. Þess vegna: “Alt, sem hönd þín megnar að
gjöra með kröftum þínum, gjör þú það”—og gjör það nú.
Regndagurinn
Eftir Longfellow.
I’ýðing-in eftir “Jón Jónsson”.
Nú kalt er og myrkt og dagur dapur,
pað dynur á regn og vindur napur;
Sér víntréð hallar að veggjarrauf,
f vindhviðum falla dáin lauf; —
Og dagurinn myrkur, dapur.