Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1917, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.07.1917, Blaðsíða 4
132 þau merkt, hvert um sig: “1 gær “ í dag“ Á morgun ’ Eg spurði engilinn, hvers vegna ekki væri fleiri blöð í bókinni, og liann svaraði: “Af því lengsti aldur er 'ekki nema þriggja daga langur, liið liðna er alt í gær, hið yfirstandanda í dag og morgundagurinn hefir engan endir. Bókin var nefnd “Bók endurminninganna”. Þar eru bókaðir allir viðburðir lífsins með mestu nákvæmni; ekki einungis atliafnir og orð, heldur og leynilegustu hugrenningar. Eg spurði: ‘ ‘ Til livers er bók sú ætluð f ’ ’ Engillinn svaraði: “Til þess réttlæti Drottins verði öll- um opinbert í dóminum mikla”. Nú fór eg að rifja upp fyrir mér sjálfs mín daginn í gœr, og þá viðburði lians, er mér þótti líklegt, að skráðir væri í þessa bók. Dagurinn í gær hafði byrjað farsællega. Eg liafði sofið í skjóli Guðs, og liafði vaknað við það, a"ð hann snart augu mín. Sólin ljómaði. Enn var eg á landi lif- enda! Lífæðin sló lofgjörðar-lag: “1 þér, Drottinn, lifi eg, hrærist og hefi tilveru mína”. Þegar á daginn leið veittist mér ein blessun eftir aðra, fleiri en augna- blikin, sem liðu: föt og fæða, heilsa líkama og sálar, gleði farsæls heimilis, þátttafca í önnum starfslífsins, lilunnindi og tækifæri; og þessu öllu samfara skýr opin- berun á uppsprettu allra gæða. Alt þetta var mér fært til reiknings í skuldadálkum höfuðbókarinnar. Hinum megin á blaðinu var margt ritað, en fátt það, er teldist mér til skuldalúkuingar. Svo var að sjá, að eg hefði veitt gjöfum þessum viðtöku án þess jafnvel, að eg fullnægði venjulegum kurteisiskröfum og þakkaði fyrir þær. Svívirðilega vanþakklæti! Hundurinn sleikir hönd þess, er ldappar honum; en eg—mér til minkunar og syndar—hafði ekkert gjört. Ekki nóg með það, heldur hafði eg brotið á móti vilja föðurins margvíslega. Allar voru syndir mínar bókaðar, vanrækslu-syndir og verkn- aðar-syndir; brot mín á lögmálinu heilaga, leynileg og opinber, voru þar skráð. Auk þess las eg þar slrýrslu um vannotuð tækifæri og ónotuð augnablik. Margskonar möguleika til manngöfgis liafði eg fótum troðið. Alt þetta var ritað í bókina, og mér til mikillar skelf- ingar veitti eg því eftirtekt, að það var ritað með óaf- máanlegu bleki. Ómælanleg vötnin í heimshöfunum sjö fá aldrei þvegið af letur þetta. Þar munu orðin ávalt

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.