Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1917, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.07.1917, Blaðsíða 23
151 er aS gerast — ná f ram aö ganga um heim allan: “Drottinn er i sínu heilaga musteri, öll jörSin veri hljóð fyrir honum”. (2, 20). Drottinn situr i hásæti sínu og hefir alla örlagaþræði þjóða og einstaklinga í hendi sér. Verum hljóSir fyrir augliti hans; hann v'eit hvað hann gjörir, er hann leyfir valdi myrkranna aö hafa sinn gang um stundarsakir. Þá berast alvarlegar sýnir fyrir spámanninn aS nýju. Hann horfir fram í aldirnar og síðustu viSburðir á jörSu birtast honum: “GuS kemur. Tign hans þekur himininn og jörðin er full af dýrð hans. Drepsóttin fer á undan honum og sýkin fetar í fótspor hans. Hann gengur fram og jörSin nötrar. Hann lítur upp og þjóS- irnar hrökkva viS. Þá molast sundur hin öldnu fjöll. Þá sökkva niSur hinar eilífu hæSir”. (3, 3— ). Drottinn er af staS farinn til aS hjálpa fólki sínu. En fyrst ganga yfir neySartimar. Hjarta spámannsins titrar viS, er hann hugsar til þeirra hörmunga: “Hrollur fór um bein mín og eg skalf á fótunhm fyrir því, aS eg yrSi aS bíSa hörmungardagsins. Fíkjutréð blómgast ekki, víntrén bera engan ávört, gróSi olíutrésins bregst, sauSféS hverfur úr réttinni og engin naut verða eftir í nautahúsunum”. (3, 16—17). Oss eru líka þrengingartímar fyrir höndum og sálir vorar geta titraS fyrir hugsuninni um þá. En förum þá að dæmi spámannsins. CÞrátt fyrir alt, sem á mundi dynja, gat hann sagt fagnandi: “Þá skal eg þó gleSjast í Drotni, fagna yfir GuSi hjálpræSis míns. Drottinn er styrkur minn. Hann gjörir fætur mina sem hind- anna og lætur mig ganga eftir hæSunum”. (3, 18—19). Hvaðanæfa. Séra Jónas A. SigurSsson frá Seattle hefir ásamt konu og börn- um veriS í kynnisför hér eystra síðan um miSjan Júní. Hefir hann emkum heimsótt fornar stöSvar og gamalt safnaSarfólk sitt í N. Dakota og prédikaS á ýmsum stöSum. Séra Jónas var talsvert heilsu- bilaSur síSastl. vetur, og ferSast þetta meSfram sér til hressingar og heilsubótar. Hefir honum hv'arvetna veriS vel fagnað. --------o--------- Séra SigurSur Ólafsson, prestur í Blaine, hefir síSan á kirkjuþingi dvaliS í Minneota og þjónaS söfnuSunum íslenzku í Minnesota. Gerir hann ráS fyrir aS hverfa heim til Blaine snemma í næsta mánuði. > --------o--------- SöfnuSir vorir í og umhverfis Langruth: HerSubreiS-söfn., Trinitatis-söfn. og Strandár-söfn., hafa samiS viS séra SigurS S. Christopherson um prestsþjónustu frá 1. Ág. þ. á. og fer hann norSur þangaS um þessar mundir. --------o--------- Cand. theol. Halldór Jónsson starfar í sumar í VatnabygSunum í Saskatchewan meS séra Haraldi Sigmar.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.