Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1909, Page 5

Sameiningin - 01.08.1909, Page 5
i6s gjörð í sama skyni og kaþólska kirkjan gjörði yfirlýs- inguna um óskeikulleik páfans. Kirkjuþingið á að liafa stefnt að því, að endrreisa einokunarvaldið rómverska í trúarefnum. Og margt annað er meiri klutinn kærðr um þessu líkt. Til þess að sjá það, að ákærur þessar eru ekki á rökum byggðar, þarf ekki annað að gjöra en lesa tillögu þá í þessu ágreiningsmáli, er borin var fram á kirkju- þinginu og samþykkt af meira blutanum. Hún stendr prentuð í „Breiðablikum“, „Sameiningunni' ‘ og báðum íslenzku vikublöðunum í Winnipeg, svo það ætti að vera auðvelt að ná í hana. Ástœða er til að taka það liér fram, að meiri hluti þingsins var fullkomlega samþykkr mörgum atriðum í breytingartillögum þeirra hr. George Peterson’s og séra Friðriks Hallgrímssonar, en sökum ýmsra stórgalla á binni fyrri og þess, að liin síðari var ekki nœgilega yfir- gripsmikil né ákveðin, þá áleit þingið óhjákvæmilegt að feila þær. Auk þess liefði það að samþykkja aðra hvora þá tillögu — er voru breytingartillögur, eða í stað hinn- ar fyrstu tillögu, er borin var fram — leitt til þess, sam- kvæmt vanalegum þingsköpum, að aðal-tillagan liefði aldrei getað orðið borin upp til atkvæða á þinginu. Það bafa eflaust erindsrekar í meira blutanum liaft í liuga og því greitt atkvæði eins og þeir gjörðu. Þeirri fáránlegu ákæru, að kirkjuþingið hafi gjört yfirlýsing um óskeikulleik „Sameiningarinnar' ‘ og bœtt lienni við trúarjátningar kirkjufélagsins, er auðsvarað: Sú ákcera er ósannr og tilhœfulaus uppspuni, sem ekki er lúnn minnsti flugufótr né átylla fyrir. Meiri hlutinn hefir aldrei gjört slíka yfirlýsing né látið sér í hug koma að gjöra hana. Allt það, er meiri hlutinn hefir lýst yfir og sam- þykkt að því er snertir „Sameininguna‘ ‘, er formálinn eða inngangrinn að tillögu þeirri, er meiri hlutinn sam- þykkti í þessu máli. Hann er þannig: Þingið lýsir yfir því, að stefna sú, sem málgagn kirkjufélagsins, „Sameiningin“, hefir haldið fram á

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.