Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1909, Page 8

Sameiningin - 01.08.1909, Page 8
Frásagan er um þaÖ, sem nefna mætti staðfesting læri- sveinanna þriggja, Pétrs, Jakobs og Jóhannesar, sem síðar urðu handgengnastir Jesú af öllum postulum lians. Jesús hafði kallað þá til fylgdar við sig í Júdeu áðr en hann var byrjaðr að kenna, eins og skýrt er frá í fyrsta kapítula Jóhannesar guðspjalls. En svo er að sjá sem þeir hafi ekki gjörzt ákveðnir og stöðugir fylgjendr hans þá þegar, heldr hafi þessir fiskimenn frá G-alíleu verið með honum annað slagið, en stundað iðn sína þess á milli. En drottinn hafði kallað þá til postula-embætt- isins; og þeir lilutu að bregðast þeirri köllun, svo lengi sem æfistarf þeirra var þannig tvískift. Þessi atburðr við Genesaret-vatn varð til þess, að þeir helguðu Jesú þaðan í frá allt æfistarf sitt, og urðu sannir postular. Þessi saga um staðfesting lærisveinanna þriggja er afar lærdómsrík fyrir oss öll. Hún sýnir oss alvar- legasta augnablikið í lífi þeirra manna, sem stóðu nær Jesú, voru lionum handgengnari, en nokkrir aðrir af lærisveinum hans. Hún sýnir oss í fáum skýrum drátt- um breytinguna, sem þarf að verða á lífi vor allra, ef vér viljum gjörast ákveðnir og eindregnir þjónar Krists, og lifa í stöðugu sanmeyti við hann. Alveg eins og flötr vatnsins speglaði mannfjöldann við flœðarmálið, skipin útá djúpinu, Jesúm í bátnum hjá Pétri, og fiskimennina forviða af aflanum, þannig geymast í skuggsjá þessa guðspjalls myndir af lífi hvers kristins manns, á meðan hann er óstöðugr, á meðan hann á í baráttunni, og eftir að hann er orðinn staðfastr og ákveðinn lærisveinn Jesú Krists. Sumar myndirnar koma fram beinlínis í þeim orðum og verkum, sem skýrt er frá. Aðrar virðast vera speglaðar í líking kraftaverksins og annarra at- vika. Hvernig hafði líf lærisveinanna verið áðr? Eflaust höfðu þeir verið í alla staði heiðvirðir, siðprúðir og ráðvandir menn, á mannlegan hátt talað. Hrekklausir og iðjusamir alþýðumenn hafa þeir sjálfsagt verið, holl- ir vinum sínum og tryggir skyldfólki sínu; höfðu staðið vel í stöðu sinni, og haldið siðalögmál Gyðinga með sam- vizkusemi. En er vér berum saman þá heiðvirðu borg-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.