Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.02.1910, Qupperneq 30

Sameiningin - 01.02.1910, Qupperneq 30
„Þú ert sá maör, sem eg myndi hafa kosið.“ Tribúninn Ieit aftr á fyrirskipunarskjal sitt. „Stefnan er fram hjá Camponella-höföa til Messína. Úr því skaltu beina skipinu í sveig meöfram Kalabríu- strönd þar til Melitó er til vinstri handar; síöan — — Þekkiröu stjörnurnar, sem eftir ver'ör aö fara í íónska hafi ?“ ,,Já, eg þekki þær vel.“ „Síöan verör stefnan frá Melitó austr . á viö til Cythera. Ef guöirnir leyfa læt eg ekki kastaö akkerutn fyrr en í Antimona-flóa. Það ber mjög bráðan að með leiðangr þennan. Eg treysti þér.“ Arríus var maör forsjáll; hann var einn þeirra, sem auöguðu ölturu hofanna t Præneste og Antium meö örlát- legum fórnargjöfum, en voru þó þeirrar ætlunar, að vin- fengi gyöjunnar blindu væri fremr komið undir gætni og góðri greind tilbiðjenda hennar en gjöfum og áheitum Alla nóttina áör haföi hann setið að drykkjtt og spilað. því hann var fremstr allra í þvt samsæti; en er hann nú fann þefinn af sjónum, þá náöi sjómannseðli hans sér al- gjörlega, og ekki vildi hann taka sér hvíld fyrr en hann væri orðinn vel kunnugr skipi sínu. Þá er þekking er fengin, láta menn ekkert vera af handahófi. Eftir að hann haföi fyrst haft tal af róðrarstjóra, siglinga-meistara og stýrimanni, fór hann um skipið allt og haföi hina yfir- mennina alla meö sér — sjóliðsforingjann, manninn. sem gæzlu hafði á vörubirgðunum, vélastjórann, og ltann, er falið var œösta eftirlit með eldhúsi og eldi. Pjkkert fór fram hjá honum á þeirri rannsóknarferð. Þá er þessu var lokið, var hann í fólkshópi þeirn öllum, er svo þétt var þjappað saman á þröngu svæði í skipinu, eitii maðrinn. sem til fulls vissi allt, er þegar var gjört til undirbúnings leiðangrinum og ýrnsu þar að lútanda, senr fyrir kynni að korna. Og er hann hafði sannfœrzt unr, að ekkert skorti á undirbúning þann. var ekkert eftir fvrir hann að gjöra annað en það að verða sem bezt kunnugr öllu liðinu. sem honunr hafði nú verið fengið til stjórnai. Þetta var vatrda- sanrasti og erviðasti þáttr hlutverksins, er nú lá fyrir hotr- unr, og með því að til þessa þurfti mikinn tíma, jrá tók hann að eiga við jrann vanda eftir því, senr honum sýndist heppilegast. Um hádegi þann dag var galeiðan að skríöa eftir sœtr- um útaf Pæstunr. Það blés enn á vestan og vindrinn fyllti seglin, svo að skipstjóra gazt' vel að. Skift lrafði verið um þjónustuliö. Á þilfari í framstafni hafði altari verið sett upp og á það stráð salti og byggi, en framan viö það haföi tríbúninn flutt fram hátíðlegar bœnir til Júpíters,

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.