Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.04.2011, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 15.04.2011, Qupperneq 16
15. apríl 2011 FÖSTUDAGUR16 A ukin eftirspurn í alþjóðlegu hagkerfi, hræðsla við nýtingu kjarnorku eftir jarð- skjálftann í Japan og áhersla á endur- nýtanlega orkugjafa skapa gríðar- leg tækifæri fyrir Landsvirkjun á næstu fimmtán árum. Fyrirtækið bregst við því með hugmyndum um virkjanafram- kvæmdir upp á þrjú hundruð millj- ónir dala, jafnvirði tæpra fjörutíu millj- arða króna á núvirði, að jafnaði á hverju ári allt tímabilið sem mun leiða til hagvaxtar og skapa í kringum tíu þúsund störf. Hörður Arnarson, for- stjóri Landsvirkjunar, segir fyrirtækið leggja fram langtímaáætlun um áframhaldandi upp- byggingu raforkiðnaðar á forsendum markaðs- drifinnar stefnu sem leiði af sér fimmtán ára hagvaxtarskeið sem ljúki árið 2025. „Við sjáum fyrir okkur að tímabilið verði hagvöxtur meðal ann- ars knúinn áfram af uppbyggingu iðnaðar og orkumannvirkja og hér hafi byggst upp fjöl- breyttur iðnaður ásamt öflugri þekkingarupp- byggingu í tengslum við orkuvinnslu. Við sjáum fyrir okkur að raforku- vinnsla hafi verið um það bil tvöfölduð frá því sem hún er í dag og að raforkuverð til iðnaðar hafi hækkað í takt við verðþróun í Evrópu. Arð- greiðslur og skattgreiðslur Lands- virkjunar verði á bilinu fjögur til átta prósent af landsframleiðslu, að sjálfsögðu er það háð því hvern- ig þróast í nágrannalöndum okkar,“ segir Hörður. Miðað við landsfram- leiðslu í dag gæti arður ríkisins af Landsvirkjun numið sextíu til um 120 milljörðum króna á ári. Hugmyndir þessar verða kynnt- ar á ársfundi Landsvirkjunar í dag, virkjanakostir nefndir og farið yfir þau tækifæri sem liggja til grund- vallar langtímaspá fyrirtækisins. Hörður segir nauðsynlegt að áður en lengra sé haldið sé mikilvægt að ræða þessar hugmyndir opinskátt til þess að stuðla að umræðu og sátt um möguleikana. Aukin arðsemi virkjana Tímamót urðu hjá Landsvirkjun í fyrra. Hörður, sem tók við forstjórastarfinu af Friðriki Sophussyni í nóvember 2009, kynnti þá breytta stefnu sem stuðla á að betri sátt um starfsemi Landsvirkj- unar. Hörður sagði á opnum fundum þar sem ný framtíðarsýn var kynnt að orkuauðlindir lands- ins væru takmarkaðri en löngum hafi verið haldið fram, virkjað verði í sátt við þjóðina og stefnan sett á að auka arðsemi virkjana í meiri mæli en áður. Hörður játar að arð- semin hafi ekki verið í fyrsta sæti á árum áður. Það átti sér eðlilegar og sögulegar skýringar, að hans sögn: „Það er rétt að arð- semi orkufyrirtækja á Íslandi hefur verið lág. En raforkuverð hefur almennt verið lágt. Það mótaðist af því hvern- ig raforkuverð var í heiminum. Menn gátu farið til margra landa og fundið staði með tiltölulega lágu raforkuverði. Það var eðlilegt á þeim tíma,“ segir hann og bendir á að samningsaðstaða raforkuframleið- enda áður fyrr hafi verið veik. Nú horfi öðruvísi við. Fleiri vilja græna orku Á fundi Landsvirkjunar í fyrra var horfið frá framkvæmdadrifinni stefnu og horft til þess hvert selja megi orkuna á samkeppnishæfu markaðsverði. Með öðrum orðum var markaðsdrifin stefna tekin upp. „Eftirspurn hefur aukist í Asíu, sérstaklega á Indlandi og í Kína og raforkuverð hækkað síðastliðin tíu ár. Eftirspurn eftir orku í heimin- um mun aukast og verðið hækka. Á sama tíma hefur samkeppnisaðstaða okkar styrkst mikið, meðal annars vegna óróaleika í Miðausturlöndum. Lönd þar kepptu við okkur um fyrir- tæki enda þar mikið af ódýru jarð- gasi sem laðaði til sín álfyrirtæki. Óróleikinn hefur hins vegar dregið mjög úr áhuga fyrirtækja á að fara þangað. Við höfum líka séð áhrifin af kjarnorkuslysinu í Japan. Slysið mun hafa veruleg áhrif, sérstaklega í Evrópu og gerir það að verkum að krafa innan aðildarríkja Evrópu- sambandsins (ESB) um notkun end- urnýjanlegra orkugjafa mun aukast frekar. Vissulega verða byggð kjarn- orkuver í framtíðinni en menn munu leita annarra og dýrari orkukosta. Það gefur okkur samkeppnisfor- skot,“ segir Hörður og bætir við að í samræmi við breytta stefnu muni Landsvirkjun framvegis miða við á hvað önnur fyrirtæki selji raforku. Þessu til viðbótar horfir Lands- virkjun til þess að auka tekjur sínar verulega með sölu á svokölluðum grænum vottorðum. Þetta er sölu- vara innan ESB sem ætlað er að örva notkun endurnýtanlegra orku- gjafa. Landsvirkjun hefur selt vott- orðin á frjálsum markaði innan ESB fyrir nokkra tugi milljóna króna á ári hverju. Hörður segir gert ráð fyrir umtalsvert meiri hagnaði, jafn- vel nokkrum milljörðum króna, af sölu vottorðanna á næstu árum enda hafi ESB sett sér það markmið að ná ákveðnum hlutföllum af endurnýjan- legum orkugjöfum árið 2020. Það felur í sér að einstök ríki sem ekki hafa aðgang að slíkum orkugjöfum þurfa að kaupa vottorð til að ná upp í kvótann. Stóra planið Samkvæmt því framtíðarplani sem liggur á borði Landsvirkjunar nú mun raforkuframleiðsla tvöfaldast á næstu fimmtán árum, fara úr í kringum átján TWst á ári í 30 til 35. „Við teljum að það megi tvöfalda núverandi framleiðslu með jöfnum hætti. En við verðum að fara var- lega, þetta er mjög dýrmæt auð- lind og alls ekki óþrjótandi,“ segir Hörður og bendir á að hugmynd- ir um einstaka virkjanakosti séu til umræðu innan Rammaáætlun- ar. Að sjálfsögu sé ekki sé stefnan að virkja á Torfajökulssvæðinu, Jökulsá á Fjöllum, við Langasjó og á öðrum umdeildum svæðum. „Það er að okkar mati ólíklegt að sátt náist hjá þjóðinni að fara inn á þau svæði.“ Hörður segir hugmyndina felast í samfelldri uppbygging u orkukosta yfir langt tímabil, þar sem ákveð- inn sveigjanleiki sé hafður að leiðar- ljósi. fyrirhugaðar framkvæmdir með því mesta sem Landsvirkjun hafi farið út í, eða eina Búðarháls- Vatnsfellsvirkjun á ári í fimmtán ár. Þótt framkvæmdastigið geti orðið hátt ákveðin árverði hátt verður það ekkert í líkingu við byggingu Kára- hnjúka þegar hagkerfið var keyrt í botn. „Framkvæmdirnar munu vissu- lega hafa jákvæð hagvaxtaráhrif. En hvenær sem er getum við hægt á okkur, svo sem ef hagkerfið ofhitnar á tímabili eða eftirspurnin minnkar vegna kreppu úti í heimi. Það verður hægt að stilla þessu upp þannig að uppbyggingin verður jöfn og hentar líka íslenskum verk- tökum mjög vel. Þeim líkar ekki við að hafa toppa og dali,“ segir Hörð- ur og bendir á að stefnan sé í sam- ræmi við hlutverk Landsvirkjunar og felur í sér að hámarka arðsemina af þeim auðlindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir. Það sé drifkrafturinn nú, jákvæð afleiðing er hagvöxtur og sköpun starfa. „Í gegnum tíðina hefur áhersla Landsvirkjunar verið á hagvaxtar- nálgun. Þessi nýja stefna landsvirkj- un beinist að því að leggja aukna áherslu á arðsemi. Það dregur ekki úr hagvexti og fjölgun starfa held- ur eykur hann, að okkar mati. Það gerir það að verkum að við eigum auðveldara með að fá fjármagn. Það er lykilatriði,“ segir Hörður. Olíuskipi snúið við Hörður segir að þótt Landsvirkjun geri ráð fyrir hægfara hagvaxtar- skeiði fram til 2025 sé mikilvægt að vera þolinmóður og grípa ekki til skammtímalausna. „Það er freistandi að horfa aðeins á hagvöxt í atvinnuleysi og gera allt til að skapa störf. En við þurf- um að vera þolinmóð. Þetta er eins og olíuskip sem þarf að snúa. Ef við gerum það rétt gætu áhrifin orðið sambærileg og áhrifin af olíuiðnað- inum í Noregi,“ segir Hörður. Föstudagsviðtaliðföstuda gur Hörður Arnarson sér mikil tækifæri í íslenskum orkugeira Það er freistandi að horfa aðeins á hagvöxt í atvinnuleysi og gera allt til að skapa störf. En við þurfum að vera þolin- móð. Orkan er olíu- sjóður Íslands Gangi áætlanir eftir mun arðsemi Landsvirkjunar aukast verulega á næstu fimmtán árum. For- stjórinn Hörður Arnarson segir í samtali við Jón Aðalstein Bergsveinsson að breytt stefna fyrir- tækisins geti skilað því að arðgreiðslur nemi allt að 120 milljörðum króna á ári. MÁLSVARI BREYTTRAR ÁHERSLU LANDSVIRKJUNAR Það er freistandi að horfa á hagvöxt í atvinnuleysi og gera allt til að skapa störf. Hagurinn af því að vera þolinmóður er hins vegar mun meiri, að sögn Harðar Arnarsonar forstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Landsvirkjun verður að hækka raforkuverð í kjölfar þess að Icesave- samningurinn var felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. Hörður segir ástæðuna þá að fjármögnunarkostnaður ríkissjóðs og fyrirtækja hér muni hækka í kjölfarið. „Fjármagnsmarkaðir verða tregir næstu misserin og við munum bíða með að draga á lán frá Evrópska fjárfestingarbankanum vegna framkvæmda við Búðarhálsvirkjun á meðan Icesave-deilan er óleyst. Við teljum hins vegar að margt í rekstri Landsvirkjunar muni hjálpa okkur að fá lán,“ segir Hörður. Landsvirkjun bjargaði sér fyrir horn í vikunni með sölu á skuldabréfi til Landsbankans. Það ber hærri vexti en lánið frá Evrópska fjárfestingarbank- anum. „Með láninu frá Landsbankanum, Norræna fjárfestingarbankanum og öðrum aðgangi að fjármagni sem við höfum teljum við að fjármögnun Búðarhálsvirkjunar sé lokið. En við þurfum að hafa mikið fyrir fjármögnun núna. Eftir því sem verkefnin verða arðbærari þeim mun auðveldara verður fyrir okkur að fá fjármagn. En það er ljóst að raforkuverð þarf að vera hærra en það var. Við höfum engin ákvæði til að hækka verðið á núverandi samningum nema við endurskoðun þeirra,“ segir Hörður. Raforkuverð mun hækka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.