Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.04.2011, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 15.04.2011, Qupperneq 24
15. apríl 2011 FÖSTUDAGUR24 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför Guðmundar Sveinssonar frá Gröf í Þorskafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Barmahlíðar fyrir frábæra umönnun. Halldóra Guðjónsdóttir og fjölskylda Af hug og hjarta þakkar fjölskyldan öll innilega fyrir hlýhug, samúð og nærgætni sem okkur var sýnd í veikindum og við andlát okkar ástkæru sambýliskonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu Þórdísar Ingibjargar Sverrisdóttur frá Dúki. Innilegar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðis- stofnunarinnar á Sauðárkróki, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Landspítala Háskólasjúkrahúss fyrir góða umönnun, ástúð og hlýju. Einar Jakobsson börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir minn, mágur og frændi Sigurður Júlíus Larsen frá Hjalteyri, lést mánudaginn 4. apríl síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Starfsfólki dvalar heimilanna Kjarnalundar og Hlíðar er þökkuð umönnun og alúð og Karlakór Akureyrar – Geysir og Kirkjukór Möðruvallaklausturskirkju þakkaður auðsýndur sómi. Kristján og Brynhild Larsen, börn og fjölskyldur. Anna Kristine Magnúsdóttir blaða- kona er nýr formaður Kattavinafélags Íslands. Hún tekur við af Sigríði Heið- berg sem lést fyrr á þessu ári, en hún hafði gegnt formennsku félagsins í yfir tuttugu ár. Anna segir að erfitt verði að feta í fótspor Sigríðar en þær voru góðar vinkonur. Hún hlakkar þó jafn- framt til að takast á við verkefni félags- ins enda hafi hún ákveðnar skoðanir þegar kemur að málefnum dýra. „Það er mikill heiður að vera mál- svari málleysingja, einkum þar sem mér finnst almennt illa talað um gæludýr hér á landi,“ segir Anna og bendir á að dag- lega séu kettir skildir eftir í reiðileysi á tröppum Kattholts. „Þó að ég sé formaður Kattavina- félagsins ætla ég að beita mér fyrir vernd allra dýra og hef þegar óskað eftir fundi með umhverfisráðherra til að ræða ný dýraverndunarlög sem eru í smíðum. Eins langar mig til að vinna í því að ekki sé alls staðar bannað að vera með gæludýr, eins og í fjölbýlishúsum, því rannsóknir sýna að fólki sem á gælu- dýr líður almennt betur.“ Sjálf er Anna mikil kattakona og hefur verið félagi í Kattavinafélag- inu um árabil. Hún hefur þó ekki alltaf verið hrifin af köttum og forðaðist þá meira að segja í lengstu lög. „Ég var dauðhrædd við ketti og hljóp yfir götu frekar en að mæta þeim,“ segir hún hlæjandi. „Dóttir mín var aftur á móti kattasjúk og ég gat ekki sagt nei þegar henni bauðst að eignast kettling sem annars hefði átt að svæfa. Ég sat svo með kettlinginn í fjórar vikur og gaf honum heita mjólk úr pela. Upp frá því hef ég elskað ketti og þessi læða varð allra kellinga elst, 19 ára. Síðustu fjög- ur ár hef ég svo verið „ráðskona“ hjá hefðar ketti meðan eigendur hans eru í vinnu erlendis. Ég er miklu verri en ef ég væri með ungbarn heima og lít stans- laust á klukkuna ef ég fer út á kvöldin,“ segir hún og hlær. Anna bætir þó við að að öllu gamni slepptu þá fylgi mikil ábyrgð því að eiga gæludýr sem fólk hugsi oft ekki til enda. „Það er ekki bara gaman að eiga dýr og fólk áttar sig ekki á þessu þegar börnin biðja um gæludýr í jólagjöf. Þeim fylgir kostnaður og læknisheim- sóknir og þau þarf að annast á hverjum einasta degi,“ segir Anna og bendir á heimasíðu Kattholts, kattholt.is Þar sé að finna gagnlegar upplýsingar fyrir fólk að kynna sér áður en dýr kemur inn á heimilið. „Ég mæli með að fólk skoði málið áður en það fær sér dýr en á morgun milli klukkan 11 og 16 verður einmitt ættleiðingardagur og basar í Kattholti. Sjálf gæti ég ekki hugsað mér að koma heim nema það biði mín fjórfættur ein- staklingur. Dýr elska mann skilyrðis- laust.“ heida@frettabladid.is ANNA KRISTINE MAGNÚSDÓTTIR: NÝR FORMAÐUR KATTAVINAFÉLAGSINS VAR DAUÐHRÆDD VIÐ KETTI KOMST YFIR HRÆÐSLUNA Anna Kristine Magnúsdóttir er nýr formaður Kattavinafélags Íslands. Hún var dauðhrædd við ketti á árum áður þar til lítill kettlingur bræddi hjarta hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Peter Austin, prófessor við University of London, held- ur opinn fyrirlestur um hin sjö þúsund tungumál jarð- ar í Hátíðarsal Háskóla Íslands klukkan 12.15. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku og heitir „7,000 Languages: Linguistic and cultural diversity from global and local per- spectives“. Peter Austin er einn af fremstu málvísindamönn- um sinnar tíðar og jafn- framt einn af ráðgjöfum Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur um alþjóð- lega tungumálamiðstöð. Hann er líka ritstjóri bókarinnar „Eitt þúsund tungumál“ sem kom út í íslenskri þýðingu Baldurs Ragnarssonar fyrir jól, hjá Bókaútgáfunni Opnu. Áður en fyrirlesturinn hefst mun Vigdís Finnbogadóttir, formaður Styrktarsjóðs Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, tilkynna um fyrstu úthlutun úr sjóðnum og afhenda styrki til fimm verkefna sem öll tengjast rannsóknum á tungumálum og menningu. Fyrirlestur um sjö þúsund mál jarðar Skálholtsskóli var lagður niður samkvæmt konungsúrskurði þennan dag árið 1785. Þá hafði verið rekinn þar skóli frá seinni hluta 11. aldar og til 1785. En líklega þó ekki óslitið nema frá árinu 1552. Skálholtsskóli og Hólaskóli voru helstu menntastofnanir þjóðarinnar en hlutverk þeirra var að mennta menn til prests en einnig undir- búningur undir framhaldsnám erlendis. Árið 1775 var orðið þröngt í búi og ástand húsa bágborið. Hallæri var í landinu og í Suður- landsskjálftanum árið 1784 hrundu öll hús nema dómkirkjan í Skálholti. Þá féll niður allt skólahald um veturinn og ekki var ráðist í endurbætur um sumarið. Skólinn og biskupsstóllinn voru því fluttir til Reykjavíkur. Gísli Thorlacius Þórðarson, sonarsonur Þórðar Þorlákssonar biskups, var skólameistari Skálholts- skóla þegar hann var lagður niður en Gísli var skipaður haustið 1784. Hann varð skólameistari Hólavallarskóla, sem tók við starfsemi skólans haustið 1785. Heimild: wikipedia.org ÞETTA GERÐIST: 15. APRÍL ÁRIÐ 1785 Skálholtsskóli lagður niður VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR fyrrverandi forseti er 81 árs. „Að vera Íslendingur er meðal annars að gleyma aldrei uppruna sínum.“ ÞÚSUND TUNGUMÁL Peter Austin heldur fyrirlestur um hin sjö þúsund tungumál jarðar. 81 Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Elsa Halldórsdóttir Álftamýri 30, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 13. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Halldór Olgeirsson Svava Magnúsdóttir Guðrún Olgeirsdóttir Jens Arnljótsson Þórunn Olgeirsdóttir Haraldur Pálsson Smári Olgeirsson Sigríður Benediktsdóttir barnabörn og langömmubörn. 90 ára afmæli Þakkir Innilegar þakkir til allra ætting ja og vina sem glöddu mig með nærveru sinni, blómum og g jöfum á 90 ára afmælisdegi mínum þann 9. apríl og gerðu mér daginn eftirminnilegan. Kærar kveðjur og þakkir, Ottó Gíslason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.