Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 25
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugleikur frumsýnir nýtt íslenskt leikrit eftir Árna Hjartarson í kvöld. Verkið nefnist Einkamál.is og verður sýnt í húsnæði leikfélagsins að Eyjarslóð 9. Einkamál.is er dramatískur fjöl- skyldugamanleikur um samtímafjölskyldu í heimatilbúnum vanda. Nánari upplýsingar er að finna á www.hugleikur.is Þ etta er réttur sem ég lærði að búa til af meðleigjanda mínum á Ítalíu þegar ég var þar í námi. Allir Ítal- ir kunna hann,“ segir Hjördís Ýr Ólafsdóttir iðnhönnuður, sem er matgæðingur vikunnar. Hjördís Ýr var við nám í tísku- borginni Mílanó og leigði þar með ítalskri stelpu sem hafði sérstakt yndi af því að ganga nakin um íbúð- ina. „Það var ekki síst þegar verð- andi eiginmaður minn var í heim- sókn að hún ákvað að labba um allsber,“ segir Hjördís Ýr hlæjandi. Rétturinn frá nakta kokkinum kemur upphaflega frá Sikiley. Uppistaðan er eggaldin en í hann fara líka tómatar, basil, mozz- arella og parmesanostur. „Íslend- ingar eru ekki sérstaklega vanir því að nota eggaldin en það er hægt að kaupa það nánast hvar sem er. Það má líka bara nota það sem er til í ísskápnum; lauk, sveppi eða afganga,“ segir Hjördís Ýr, sem segir réttinn tilvalinn fyrir stór matarboð. „Við vorum með mat- arboð um daginn og þá hélt einn gestanna að þetta væri kjötrétt- ur. Annar spurði hvort eggaldinið væri risasveppur. Þetta er mjög einfaldur réttur, frekar ódýr og er ennþá betri daginn eftir.“ Iðnhönnuðurinn Hjördís Ýr kynntist einfaldleika ítalskrar matargerðar við nám í Mílanó. 4 eggaldin, afhýdd og skorin í sneiðar ólífuolía 3 hvítlauksrif, söxuð 500 g tómatar, afhýddir, kjarnhreinsaðir og skornir í teninga. 10 basil-blöð 6 msk. ólívuolía 200 g mozzarella-ostur 50 g parmesan-ostur salt og pipar Afhýðið eggaldinið og skerið í sneiðar. Setjið í stóra skól og hellið ólífuolíu yfir ásamt svolitlu salti. Látið ólífuolíuna renna af í sigti í um 30 mínútur. Búið til tómatsósuna á meðan. Hitið hvít- laukinn á pönnu. Bætið tómötum, helmingnum af basil- blöðunum og svolitlu af salti og pipar við. Látið malla við lágan hita í 15-20 mínútur, hrærið í öðru hvoru. Hitið eggaldin- sneiðarnar á pönnu, þar til þær eru orðnar gullinbrúnar á báðum hliðum. Setjið meiri olíu ef þess þarf. Setjið eggaldin- sneiðarnar á eldhúspappír og þerrið aðeins. Setjið svolítið af tómatsósunni í eldfast mót og raðið eggaldinsneiðunum yfir. Setjið svolítið af parmesanosti og að lokum mozzarella. Haldið svona áfram þar til hráefnið er búið. Að lokum er basil- blöðunum dreift yfir. Bakið í 30 mínútur á 180 gráðum. MELANZANE ALLA PARMIGIANA/EGGALDIN MEÐ PARMAOSTI Lærði af nöktum kokki Hjördís vinnur nú að eigin hönn- un og má sjá hluta verka hennar á vefsíðunni byhjordis.com og á blogginu byhjordis.tumblr.com. Auk þess stundar hún líkamsrækt af miklum móð og var að æfa fyrir þríþraut þegar hún meiddist í hné. „Þegar maður æfir svona mikið þarf maður að borða mikið af kol- vetnum, sérstaklega fyrir keppni. Það er því ágætt að kunna nokkra pastarétti frá Ítalíu,“ segir Hjördís Ýr, sem stefnir að því að taka þátt í þríþraut og hlaupa maraþon sem fyrst. vera@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 www.geysirbistro.is OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11.30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.