Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 25
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
Hugleikur frumsýnir nýtt íslenskt leikrit eftir Árna Hjartarson
í kvöld. Verkið nefnist Einkamál.is og verður sýnt í húsnæði
leikfélagsins að Eyjarslóð 9. Einkamál.is er dramatískur fjöl-
skyldugamanleikur um samtímafjölskyldu í heimatilbúnum
vanda. Nánari upplýsingar er að finna á www.hugleikur.is
Þ
etta er réttur sem ég lærði
að búa til af meðleigjanda
mínum á Ítalíu þegar ég
var þar í námi. Allir Ítal-
ir kunna hann,“ segir Hjördís Ýr
Ólafsdóttir iðnhönnuður, sem er
matgæðingur vikunnar.
Hjördís Ýr var við nám í tísku-
borginni Mílanó og leigði þar með
ítalskri stelpu sem hafði sérstakt
yndi af því að ganga nakin um íbúð-
ina. „Það var ekki síst þegar verð-
andi eiginmaður minn var í heim-
sókn að hún ákvað að labba um
allsber,“ segir Hjördís Ýr hlæjandi.
Rétturinn frá nakta kokkinum
kemur upphaflega frá Sikiley.
Uppistaðan er eggaldin en í hann
fara líka tómatar, basil, mozz-
arella og parmesanostur. „Íslend-
ingar eru ekki sérstaklega vanir
því að nota eggaldin en það er hægt
að kaupa það nánast hvar sem er.
Það má líka bara nota það sem er
til í ísskápnum; lauk, sveppi eða
afganga,“ segir Hjördís Ýr, sem
segir réttinn tilvalinn fyrir stór
matarboð. „Við vorum með mat-
arboð um daginn og þá hélt einn
gestanna að þetta væri kjötrétt-
ur. Annar spurði hvort eggaldinið
væri risasveppur. Þetta er mjög
einfaldur réttur, frekar ódýr og er
ennþá betri daginn eftir.“
Iðnhönnuðurinn Hjördís Ýr kynntist einfaldleika ítalskrar matargerðar við nám í Mílanó.
4 eggaldin, afhýdd og
skorin í sneiðar
ólífuolía
3 hvítlauksrif, söxuð
500 g tómatar, afhýddir,
kjarnhreinsaðir og
skornir í teninga.
10 basil-blöð
6 msk. ólívuolía
200 g mozzarella-ostur
50 g parmesan-ostur
salt og pipar
Afhýðið eggaldinið og
skerið í sneiðar. Setjið
í stóra skól og hellið
ólífuolíu yfir ásamt
svolitlu salti. Látið
ólífuolíuna renna af í
sigti í um 30 mínútur.
Búið til tómatsósuna
á meðan. Hitið hvít-
laukinn á
pönnu. Bætið tómötum,
helmingnum af basil-
blöðunum og svolitlu af
salti og pipar við. Látið
malla við lágan hita í
15-20 mínútur, hrærið í
öðru hvoru.
Hitið eggaldin-
sneiðarnar á pönnu,
þar til þær eru orðnar
gullinbrúnar á báðum
hliðum. Setjið meiri
olíu ef þess þarf.
Setjið eggaldin-
sneiðarnar á
eldhúspappír og
þerrið aðeins.
Setjið svolítið af
tómatsósunni í
eldfast mót og raðið
eggaldinsneiðunum
yfir. Setjið svolítið af
parmesanosti og að
lokum mozzarella.
Haldið svona áfram
þar til hráefnið er búið.
Að lokum er basil-
blöðunum dreift yfir.
Bakið í 30 mínútur á
180 gráðum.
MELANZANE ALLA PARMIGIANA/EGGALDIN MEÐ PARMAOSTI
Lærði af
nöktum
kokki
Hjördís vinnur nú að eigin hönn-
un og má sjá hluta verka hennar
á vefsíðunni byhjordis.com og á
blogginu byhjordis.tumblr.com.
Auk þess stundar hún líkamsrækt
af miklum móð og var að æfa fyrir
þríþraut þegar hún meiddist í hné.
„Þegar maður æfir svona mikið
þarf maður að borða mikið af kol-
vetnum, sérstaklega fyrir keppni.
Það er því ágætt að kunna nokkra
pastarétti frá Ítalíu,“ segir Hjördís
Ýr, sem stefnir að því að taka þátt
í þríþraut og hlaupa maraþon sem
fyrst.
vera@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300
www.geysirbistro.is
OPIÐ ALLA DAGA
FRÁ KL. 11.30