Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 62
15. apríl 2011 FÖSTUDAGUR46 FÖSTUDAGSLAGIÐ „Þetta er frábær áskorun,“ segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfs- son, sem er orðinn nokkurs konar tónlistarstjóri í flugvélum Ice- landair. Margeir sér um að velja tónlist- ina sem hægt er að hlusta á í vélun- um og sérstök áhersla verður lögð á allt það ferskasta sem hann telur vera í gangi hverju sinni í tónlistar- heiminum. Íslenskri tónlist og tón- list sem tengist Iceland Airwaves- hátíðinni verður sömuleiðis gerð góð skil. „Maður hefur flogið töluvert og yfirleitt er þetta ansi skrautleg lyftutónlist sem heyrist almennt í flugvélum,“ segir Margeir. „Stundum, ef menn ætla að gera öllum til geðs, hef ég það á tilfinn- ingunni að það virki ekki fyrir neinn. Ég held að fólk sé komið með nóg af lyftutónlist,“ segir hann. „Það er góð pæling að geta sest upp í vélina, sett á sig heyrnartólin og látið músíkina koma sér á óvart. Ég mun aldrei geta gert öllum til hæfis en maður gerir sitt besta.“ Ein nýjunganna sem Margeir býður upp á er að leyfa farþegum að hlusta á plötur sem eiga enn eftir að koma út. Sú fyrsta í röðinni er nýjasta plata GusGus, Arabian Horse, sem er væntanleg í búðir eftir rúman mánuð. Engin áhætta fylgir þessari nýbreytni því ekki er hægt að stela tónlist úr flugvélum, líkt og hægt er á netinu. „Við vitum ekki af neinu flugfélagi sem hefur gert þetta,“ segir Margeir. Biggi Veira í GusGus er ánægður með tilraunina. „Ég ferðast mikið sjálfur og fór að hugsa að ef það væru nýjar og spennandi plötur að hlusta á í vélinni væri þetta áhuga- verður kostur fyrir mig,“ segir hann. „Mér fannst sniðugt að opna á þennan möguleika.“ - fb Margeir velur tónlistina í háloftunum TÓNLISTARSTJÓRI Margeir ásamt syni sínum Krumma Arnari. Plötusnúðurinn er orðinn nokkurs konar tónlistarstjóri í flugvélum Icelandair. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hinn árlegi plötubúðadagur verður haldinn hátíð- legur víða um heim á laugardaginn, þar á meðal hér á landi. Í sumum löndum verða fáanlegar plötur sem ekki eru fáanlegar annars staðar auk þess sem ýmsar uppákomur verða haldnar í tengslum við daginn. Í vínyl-búðinni Lucky Records á Hverfisgötu verða tvær fyrstu tíu tommur hljómsveitarinnar Sagtmóðigs til sölu í tilefni dagsins. „Þær eru mjög sjaldgæfar og verða á góðu verði á þessum degi,“ segir Ingvar Geirsson hjá Lucky Records. Plata rapparans Sesars A, Stormurinn á undan logninu, sem kom út 2001 verður einnig til sölu. Hún er fyrsta rappplatan sem var eingöngu sungin á íslensku og eru eintök af henni ekki á hverju strái. Tónleikadagskrá verður einnig í Lucky Records þar sem Sesar A og Kristján B. Heiðarsson verða á meðal gesta. Aðspurður segir Ingvar plötubúðamenninguna í Reykjavík ágæta þó svo að ávallt megi gera betur. „Það eru fjórar plötubúðir í bænum, sem er kannski ekki svo slæmt. Ég hef verið að fá fólk frá bæjum í Bretlandi í heimsókn og þar sem engar plötubúðir eru eftir. Ég var líka í Ósló og þar var bara ein búð með notaðan vínyl,“ segir hann og hvetur fólk til að kíkja í heimsókn í tilefni dagsins. - fb Heldur upp á plötubúðadaginn PLÖTUBÚÐADAGUR Ingvar Geirsson hjá Lucky Records heldur upp á hinn árlega plötubúðadag á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það er Heroes með Bowie. Þetta er flott lag, vel pródúserað, með nóg af stuði og dramatík. Það er allt við lagið sem kemur mér í stuð.“ Guðmundur Óskar Guðmundsson úr hljómsveitinni Hjaltalín. „Ísland er stór hluti af lífi mínu,“ segir Heather Kolker, nýráðinn umboðsmaður hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, sigurhljóm- sveitar Músíktilrauna í fyrra. Heather Kolker er gift flug- umferðarstjóranum Bjarka Þór Haraldssyni og eignuðust þau sitt fyrsta barn í byrjun árs. Það vakti nokkra athygli í síðustu viku þegar tilkynnt var að Kolker væri orðin umboðsmaður Of Monsters and Men, en hún starfar hjá umboðs- skrifstofunni Paradigm Agency í New York. Þar sér hún hún meðal annars um tónleikabókanir fyrir hljómsveitir á borð við MGMT og Edward Sharpe & The Magnetic Zeros. Of Monsters and Men er fyrsta hljómsveitin sem hún tekur að sér umboðsmennsku fyrir. „Þetta er ný upplifun fyrir mig,“ segir hún. „Ég var að leita að hljómsveit lengi, en vildi ekki gera vera umboðsmaður nema ég myndi finna mjög sérstaka hljóm- sveit sem ég elska á allan hátt. Ég vildi ekki bara dá tónlistina, heldur líka sjá möguleika á því að hljómsveitin yrði farsæl. Þá vildi ég elska fólk- ið í hljómsveit- inni, en slíkt er ekki auðvelt að finna í þessum bransa.“ Tónl ist er stór hluti af lífi hjónanna Heather Kol- ker og Bjarka Þórs að hennar sögn, en hann kynnti hana fyrir tónlist Of Monsters and Men eftir að hljómsveitin vann Músíktil- raunir. Hún sá svo hljómsveitina koma fram í Reykjavík og heillað- ist strax. „Ég sá svo betur og betur að þetta var hljómsveitin sem ég hafði leitað að,“ segir Kolker. Heather Kolker segir að næsta skref Of Monsters and Men sé að koma fram í New York og sjá til þess að rétta fólkið úr tónlistar- bransanum verði þar til að hlusta. Hún telur að vinsældir bresku hljómsveitarinnar Mumford and Sons í Bandaríkjunum opni dyrnar að þessum stóra og erfiða markaði fyrir Of Monsters and Men, enda tónlistarstefnurnar svipaðar. Hún hyggst vinna að því að koma tónlist hljómsveitarinnar með smekklegum hætti í sjón- varpsþætti, kvikmyndir og aug- lýsingar. Þaðan liggur löng og ströng leið í útvarp. „Mér sýnist fólk vera opið fyrir hljómsveitum sem eru ekki of mikið popp,“ segir Kolker. „Ég bind miklar vonir við Of Monsters and Men og er mjög bjartsýn.“ atlifannar@frettabladid.is HEATHER KOLKER: ÉG BIND MIKLAR VONIR VIÐ OF MONSTERS AND MEN FANN BÆÐI EIGINMANN OG HLJÓMSVEIT Á ÍSLANDI NÝR UMBOÐSMAÐUR Heather Kolker elskar bæði tónlist Of Monsters and Men og fólkið í hljómsveitinni. Hún er nýráðinn umboðsmaður hljómsveitarinnar og vinnur nú að því að koma henni á framfæri á erlendri grundu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEATHER KOLKER Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali Laugavegi 170, 2. hæð • Opið virka daga kl. 9:00-17:00 Sími 552 1400 • Fax 552 1405 • www.fold.is • fold@fold.is Opið hús Langabrekka 1- opið hús Opið hús laugardag milli 14 og 15 Fallegt ca. 192 fm. einbýlishús við Löngubrekku í Kópavogi. Hagstæð langtímalán áhvílandi og lág útborgun.. Þægileg kaup. Lág greiðslubyrði. Verð 39,9 millj. Opið hús á morgun laugardag milli klukkan 14 og 15. Sergey og Daria taka vel á móti ykkur. Sun 17.4. Kl. 15:00 Sun 1.5. Kl. 15:00 Sindri silfurfiskur (Kúlan) Brák (Kúlan) Fös 15.4. Kl. 20:00 síð.sýn U Lau 16.4. Kl. 20:00 Sun 17.4. Kl. 20:00 Lau 30.4. Kl. 20:00 Sun 1.5. Kl. 20:00 Hedda Gabler (Kassinn) Ö Ö Allir synir mínir (Stóra sviðið) Mið 27.4. Kl. 20:00 Lau 30.4. Kl. 20:00 Mið 4.5. Kl. 20:00 Fim 5.5. Kl. 20:00 Mið 11.5. Kl. 20:00 Fim 12.5. Kl. 20:00 Mið 18.5. Kl. 20:00Ö Sun 17.4. Kl. 14:00 Sun 17.4. Kl. 17:00 Sun 1.5. Kl. 14:00 Sun 1.5. Kl. 17:00 Sun 8.5. Kl. 14:00 Sun 8.5. Kl. 17:00 Sun 15.5. Kl. 14:00 Sun 22.5. Kl. 14:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Bjart með köflum (Stóra sviðið) Fös 15.4. Kl. 20:00 3. sýn Lau 16.4. Kl. 20:00 4. sýn Fim 28.4. Kl. 20:00 5. sýn Fös 29.4. Kl. 20:00 6. sýn Fös 6.5. Kl. 20:00 7. sýn Lau 7.5. Kl. 20:00 8. sýn Fös 13.5. Kl. 20:00 Lau 14.5. Kl. 16:00 br.sýn Fim 19.5. Kl. 20:00 Fös 3.6. Kl. 20:00 Lau 4.6. Kl. 20:00 Fim 9.6. Kl. 20:00 U Ö U Ö Ö Ö Ö Ö U Ö U Ö U U Ö Ö U Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.