Fréttablaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 2
16. apríl 2011 LAUGARDAGUR2
Margeir, verður Jefferson
Airplane á lagalistanum?
„Nei. Við fljúgum hærra með sam-
nefndu lagi Grýlanna.“
Plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson hefur
verið ráðinn til að velja tónlistina sem
leikin verður í vélum Icelandair.
BASSINN PLOKKAÐUR Dean Ferrell, bassaleikari í Sinfóníunni, kunni vel við sig í nýjum heimkynnum eins og aðrir meðlimir
hljómsveitarinnar. Óhætt er að segja að Eldborgarsalurinn sé öllu tilkomumeiri en stóri salur Háskólabíós. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
MENNING Sinfóníuhljómsveit
Íslands hélt sína fyrstu æfingu í
nýjum heimkynnum í gær. Hálfrar
aldar dvöl hennar í Háskólabíói er
þar með lokið en framvegis verður
Harpa aðsetur hljómsveitarinnar.
Á fimmtíu árum í Háskólabíói
hélt hljómsveitin rúmlega 1.400
tónleika en margir helstu lista-
manna tuttugustu aldarinnar hafa
spilað með sveitinni á tímabilinu.
„Þetta var alveg meiriháttar. Ég
þori að fullyrða að þetta er betra
en nokkurt okkar þorði að vona. Ég
held svei mér þá að þetta sé með
betri sölum í heiminum,“ segir
Sigrún Eðvaldsdóttir, fyrsti kons-
ertmeistari Sinfóníunnar, um Eld-
borgarsal Hörpu. Hún segir marga
hljómsveitarmeðlimi hafa kvatt
Háskólabíó með trega en hann hafi
alveg horfið í gær, hljómsveitin
hafi ekki viljað hætta að spila.
Á sjötta hundrað starfsmenn
vinna nú hörðum höndum að því að
ljúka framkvæmdum við Hörpu.
Áætluð verklok eru í næsta mán-
uði og eru framkvæmdir á áætlun.
Sinfónían undir stjórn Vladim-
írs Ashkenazy heldur sína fyrstu
tónleika í Hörpu 4. maí og endur-
tekur svo leikinn 5. og 6. maí næst-
komandi. magnusl@frettabladid.is
Eldborg einhver
besti salur í heimi
Sinfóníuhljómsveitin æfði í fyrsta skipti í Eldborgarsal Hörpu í gær. Að sögn
konsertmeistara kunni sveitin svo vel við sig að enginn vildi hætta að spila.
HEILBRIGÐISMÁL Samningar hafa
tekist milli Sjúkratrygginga
Íslands og Læknavaktarinnar
ehf. um móttökuvakt og vitjana-
þjónustu. Samið var við heim-
ilislækna utan dagvinnutíma
heilsugæslustöðva í Reykjavík og
nágrenni.
Áætlaður kostnaður ríkissjóðs
er um 275 milljónir króna á árs-
grundvelli. Samningarnir gilda
til ársloka 2012 og er áætlað að
Læknavaktin annist um 63.000
móttökur sjúklinga á ári og sinni
um 4.000 vitjunum í heimahús. - sv
Samið við Læknavaktina:
Kostar ríkið um
275 milljónir
VIÐSKIPTI Fjórir nýir veitinga-
staðir í fínni kantinum eru að
bætast við þá sem fyrir eru í 101
Reykjavík: Sjávargrillið, Kola-
brautin, Munnharpan og Grill-
markaðurinn. Svipað á sér stað
á Akureyri. Þar hafa Goya og
Rub23 nýlega verið opnaðir.
Þetta þýðir fjölgun sæta um
að minnsta kosti 500, að mati
Hafliða Halldórssonar, forseta
Klúbbs matreiðslumeistara.
Hafliði telur horfur á stóraukn-
um fjölda ferðamanna til lands-
ins ástæðu þessarar þróunar.
- gun / sjá Allt í miðju blaðsins
Meiri matur í miðbænum:
Fínum veitinga-
stöðum fjölgar
ÓVISSA Lögreglan á Fjóni hefur engar
haldbærar vísbendingar. NORDICPHOTOS/AFP
DANMÖRK Enn hefur enginn verið
handtekinn fyrir morðið á mið-
aldra hjónum í Óðinsvéum. Hjón-
in voru skotin til bana er þau
voru á göngu í skóglendi við borg-
ina á miðvikudagskvöld.
Málið er allt hið dularfyllsta
þar sem engin haldbær ástæða
virðist vera fyrir ódæðinu. Þó
hefur lögregla útilokað að annað
þeirra hafi orðið hinu að bana og
svipt sig svo lífi.
„Við göngum út frá því að það
hafi verið tilviljun að þau voru
myrt,“ sagði talsmaður lögregl-
unnar í gær. - þj
Dularfullt morð við Óðinsvé:
Lögreglumenn
standa á gati
SLYS Rétt tæplega tvítugur
karlmaður lést þegar bíll valt
á Landeyjavegi í Vestur-Land-
eyjum suðvestur af Hvolsvelli
á fimmta tímanum síðdegis í
gær. Maðurinn var einn í bíln-
um en ekki er hægt að gefa
upp nafn hans að svo stöddu.
Vegurinn þar sem slysið
varð er malbikaður og var
hálkulaus þegar slysið varð.
Ekki fengust frekari upplýs-
ingar hjá lögreglu en málið er
til rannsóknar. - mþl
Banaslys á Landeyjavegi:
Ungur karl-
maður lést
LÖGREGLUMÁL Lögreglan fann
eftir líkingu skotvopns við hús-
leit í Reykjanesbæ í fyrradag.
Tveir karlmenn, annar á fertugs-
aldri en hinn tvítugur, voru hand-
teknir í þágu rannsóknarinnar en
skotvopnið fannst á heimili ann-
ars þeirra. Þessir tveir karlmenn
tengjast báðir vélhjólaklúbbi
í Reykjanesbæ, MC Suðurnes,
sem er stuðningsklúbbur íslensku
Vítis englanna.
Húsleit var einnig framkvæmd
í félagsheimili MC Suðurnesja í
Reykjanesbæ í tengslum við
þetta mál, þar sem meðal annars
var lagt hald á barefli, hafna-
boltakylfur og fleira í þeim dúr,
og peningaskáp. Lögregla opnaði
peningaskápinn í gær og rann-
sakaði innihald hans, en þar
reyndist ekkert saknæmt á ferð-
inni.
Upphaf þessa máls má rekja
til þess að annar mannanna sást
með hið ætlaða skotvopn í eftir-
litsmyndavél í miðborg Reykja-
víkur.
Að aðgerðinni stóðu lögreglu-
liðin á höfuðborgarsvæðinu og
Suðurnesjum auk lögreglumanna
frá embætti ríkislögreglustjóra.
Lögregla lagði hald á eftirlíkingu af skotvopni, barefli og peningaskáp:
Leit hjá stuðningsklúbbi Vítisengla
LÖGREGLUSTÖÐIN Í REYKJAVÍK Málið var
á forræði lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu.
FJÖLMIÐLAR Fréttablaðið býður lesendum sínum í tíu
ára afmælis veislu í Perlunni í dag milli klukkan 13
og 16. Blaðið fagnar því um þessar mundir að 23.
apríl eru tíu ára liðin frá útgáfu fyrsta tölublaðsins.
Af þessu tilefni verður efnt til stærstu páska-
eggjaleitar Íslandssögunnar í Öskjuhlíðinni. Verður
persónum úr þekktum ævintýrum komið fyrir á víð
og dreif í nágrenni Perlunnar og eru heil fimm þús-
und páskaegg í boði fyrir fundvísa. Utandyra verða
einnig ýmis leiktæki og þrautabrautir.
Inni í Perlunni verður boðið upp á þriggja tíma
skemmtidagskrá en fram koma Páll Óskar, Friðrik
Dór, Skoppa og Skrítla, Vinir Sjonna, Pollapönk og
leikhópurinn Lotta. Herlegheitin kynnir Fransína
mús.
Starfsmenn blaðsins munu svo bjóða gestum upp
á tíu metra langa afmælisköku, vöfflur, kaffi, heitt
kakó, safa og súkkulaði.
Þá hefur í Perlunni verið sett upp sýning á
minnis verðum ljósmyndum og forsíðum úr sögu
Fréttablaðsins. Að lokinni afmælishátíðinni mun
sýningin flytjast í Kringluna, þar sem hún mun
standa í tvær vikur. - mþl
Stærsta páskaeggjaleit Íslandssögunnar í tíu ára afmælisveislu Fréttablaðsins:
Fimm þúsund páskaegg við Perluna
AFMÆLISVEISLAN UNDIRBÚIN Forsíður og fréttamyndir sem
birst hafa í Fréttablaðinu prýða veggi Perlunnar í dag. Lesendum
blaðsins er boðið til afmælisveislu í dag þar sem boðið verður
upp á ýmsa skemmtun og veitingar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ATVINNUMÁL Velferðarráðuneyt-
ið og Vinnumálastofnun auglýsa
níu hundruð sumarstörf um allt
land í átaki til að fjölga störfum á
vegum ríkisins og sveitarfélaga.
Störfin er ætluð námsmönnum
og atvinnuleitendum og verða
kynnt í sérstöku auglýsingablaði
um helgina. Einnig er hægt að sjá
störfin á heimasíðu Vinnumála-
stofnunar.
Dæmi um störfin er rannsókn-
arvinna til að kanna áhrif sjóst-
angaveiðiferðamennsku á Vest-
fjörðum, starf við viðhorfskönnun
á Hornafirði um nýsköpunar-
setur og vinna við rannsóknir á
sumarexemi í hestum. Til átaks-
ins renna 250 milljónir króna
úr Atvinnuleysistryggingasjóði
og 106 milljónir úr ríkissjóði.
Umsóknarfrestur er til 8. maí. - gar
Átak í atvinnumálum kynnt:
Bjóða 900 störf
Nagladekkin af
Nagladekk eru bönnuð á götum
Reykjavíkur frá og með deginum í
dag. Umhverfis- og samgöngusvið
borgarinnar hefur sent tilkynningu
þessa efnis. Þar segir að nagladekk
spæni upp malbik og þau séu áhrifa-
mikill valdur að svifryki í borginni.
Ökumenn eru hvattir til að skipta um
dekk.
UMHVERFISMÁL
SPURNING DAGSINS