Fréttablaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 38
16. apríl 2011 LAUGARDAGUR38 1 5 2 6 3 7 4 9 8 1. FJÖLMENNING Í FELLUNUM Kannaðu nýtt hverfi Breiðholtið er heimur sem er mörgum ókunnur og fyrir þann hóp er tilvalið að halda í könnun- arleiðangur í Fellahverfið. Þar er margt að sjá fyrir áhugafólk um borgarmenningu, lengsta fjölbýlishús landsins, við Iðufell, Gyðufell og Fannarfell og þau fjölmennustu í Æsu- og Asp- arfelli. Í Gerðubergi eru ætíð listasýningar og sunnudagar eru barnadagar í útbúi Borgar- bókabókasafnsins þar. Fella- og Hólakirkja er leynd perla og útsýnið þaðan er óvænt. 2. HELLAFERÐ Í HEIÐMÖRK Ekki gleyma vasaljósinu Maríuhellar eru vestast í Heiðmörk, skammt frá Vífilsstaðavatni. Inngangurinn lætur ekki mikið yfir sér en ævintýraheimur blasir við þegar niður er komið. Ferðin niður er hin mesta upplifun fyrir unga sem aldna, en ráð- legt er að vera með hjálm og vissulega vasa- ljós. 3. KEFLAVÍK ER ENGRI LÍK Ólsen Ólsen er ekki bara nafn á spili Ýmsir skemmtilegir möguleikar eru í stöðunni þegar skipuleggja á dagsferð til Keflavíkur. Poppminjar heilla nörda, sundlaugin fjölskyldu- fólk og Ólsen Ólsen skorar hátt á lista skyndi- bitaunnenda. Þá svíkur bíltúr um miðbæinn engan. 4. FLOTTASTA SUNDLAUG LANDSINS Nostalgískur bíltúr fyrir fullorðna Ein flottasta sundlaug landsins er sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði, byggð á fjórða ára- tugnum, hönnuð af húsameistara ríksins. Eftir sundsprett í henni er hægt að rölta sem leið liggur að Listasafni Árnesinga og skoða meðal annars ljósmyndir úr fórum Hvergerðinga. Svo má rúnta og fá sér ís bæjarins, Kjörís. 5. ÞAÐ ER FALLEGT Á STOKKSEYRARBAKKA Nýtt sjónarhorn á Suðurland Gömul hús og gott kaffi eru tveir hlutir sem finna má á Eyrar- bakka. Þar er líka falleg fjara sem er skemmtileg til göngutúra. Fjallasýnin í Flóanum er svo ægifögur þegar ekið er sem leið ligg- ur í austurátt. Stokkseyri er skemmtilegur viðkomu- staður, einkum fyrir hum- arsvanga og svo má auðvitað líta við á Selfossi áður en lagt er af stað heim. 6. EKKI BRATT, BARA MISMUN- ANDI FLATT Esjan er 914 m á hæð yfir sjávarmáli Göngutúr upp í hlíðar Esju er fæstum ofraun og útsýn- ið yfir höfuðborgina svík- ur engan, því hærra, því betra. Á þessum árstíma er hins vegar ekki hægt að stóla á að viðri til fjalla- ferða og því hægt að hafa Úlfarsfell í Mosfellssveit sem varaplan í fjallagöngu páskanna. 7. FISK Á DISK Rennt fyrir fiski í Reynisvatni Stangveiði er fyrirtaks fjölskyldusport og til- valið að leyfa litlum krökkum að stíga sín fyrstu skref í veiði í vötnum, til dæmis Reynisvatni. Ef áhuginn dvínar má alltaf fara í göngutúr og skoða náttúru í næsta nágrenni borgarinnar. 8. KRÆKLINGAFERÐ Í FJÖRU Eldað úti í náttúrunni. Kræklingur eru gæðafæða sem hægt er að tína víða um landið, til að mynda í Hvalfirði. Í kræklingaferð er nauðsynlegt að muna eftir potti og prímusi svo hægt sé að sjóða nýtíndan kræklinginn strax. Eftir fjöruferð í Hvalfirði er tilvalið að kíkja í Kjósina og ná úr sér hroll- inum á Kaffi Kjós sem opnar um páskana eftir vetrarlokun. 9. UPP UNDIR EIRÍKS- JÖKLI Reykholt og Húsafell Páskabíltúr í Húsafell getur haf- ist með heimsókn á söguslóðir Snorra Sturlusonar í Reykholti. Eftir nestisstopp við Barnafossa í Hvítá liggur leiðin í Húsafell. Í fallegu umhverfi er margt að skoða. Sundlaugin í Húsafelli er opin um páskana fyrir þá sem kjósa afslöppun frekar en hreyfingu. Skemmtilegir skreppitúrar Páskarnir eru handan við hornið og þeim fylgja langir og ljúfir frídagar. Þeir sem ekki hyggja á langferð fá hér nokkrar hugmyndir að skemmtilegum dagsferðum sem hefjast á höfuðborgarsvæðinu. Veðrið hefur ekki beinlínis leikið við landsmenn undanfarið en þá er að vona að það viti á gott fyrir páskaveðrið. Ýmislegt er um að vera um páskana eins og venja er. Óhætt er að mæla með þessu. ■ Aldrei fór ég suður á Ísafirði Hin einstaka tónlistarhátíð á Ísafirði fer fram um páska- helgina eins og undanfarin ár. ■ Páskafjör í Fjarðabyggð Skíðasvæðið í Oddskarði er með því betra á landinu og Austfirðingar lofa snjó um páskana og skemmtilegri dag- skrá í bæjarfélögunum. ■ Alltaf gaman á Akureyri Skráning er hafin í Páskaskíðaskóla barnanna á Akureyri því Norðlendingar treysta á sól og snjó þó að komið sé fram yfir miðjan apríl. Ýmislegt fleira er við að vera fyrir norðan um páskana og örugglega margir sem fara þangað í ár sem endranær. ■ SÓL OG SNJÓR ROKK OG RÓL Aldrei fór ég suður stendur alltaf fyrir sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.