Fréttablaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 105

Fréttablaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 105
LAUGARDAGUR 16. apríl 2011 65 Ballhljómsveitin Playmo ætlar að sér stóra hluti í sumar. Vinskapur við hljómsveitirnar Mars og Dalton varð til þess að Playmo var stofnuð. „Við ætlum okkur stóra hluti í sumar,“ segir Baldvin Árnason, eða Baddi, gítarleikari reykvísku ballhljómsveitarinnar Playmo. Sveitin byrjaði að spila opinber- lega fyrir einu ári og ætlar að vera dugleg við spilamennsku í sumar. Á efnisskránni eru dans- væn lög eftir vinsælar hljóm- sveitir enda er stefna Playmo að halda fólki úti á dansgólfinu eins lengi og mögulegt er. „Það er ekk- ert skemmtilegra en að standa uppi á sviði og sjá fólk dansa sig sveitt. Það veitir okkur mestu ánægjuna. Við ætlum að spila mikið í sumar og gera Playmo að þekktu nafni á meðal ballhljóm- sveita,“ segir Baddi og útilok- ar ekki að einn góðan veðurdag verði Playmo stærri en Skímó. Hann horfir mjög upp til Sálar- innar hans Jóns míns, sem trón- aði á toppi ballbransans í mörg ár. „Það er erfitt að komast með tærnar þar sem þeir hafa hælana. Það vantar í dag fleiri hljómsveit- ir á þessum skala eins og Sálina og SSSól og við viljum taka þátt í að endurvekja þessa ballmenn- ingu. Þetta er lítill markaður eins og stendur og það mættu alveg vera fleiri staðir í bænum sem eru með svona live-tónlist.“ En hvers vegna ákváðuð þið að hella ykkur út í þennan erfiða ballbransa? „Okkar vinahópur er dálítið í þessu. Við þekktum strákana í Mars og Dalton og höfum stundað böllin mikið með þeim. Við ákváðum einn daginn að stefna á svipað ról og þeir,“ segir Baddi, sem telur Dalton vera bestu ballhljómsveit lands- ins. Til marks um vináttuna við Dalton tók Playmo nýverið upp nýtt lag sem nefnist „Já sæll, já fínt“ í hljóðveri Bödda, söngvara Dalton. Í laginu eru hinir ýmsu frasar úr Vaktaþáttunum tekn- ir og þeir hnoðaðir saman í eitt lag. „Þetta er ekta lag sem gríp- ur mann og festist í hausnum á manni.“ Meðlimir Playmo eiga mismun- andi bakgrunn og eru allir yfir þrítugt, nema trommu leikarinn Hanna Rut. Baddi og Þórarinn Jónsson gítarleikari eru báðir flugvirkjar, söngvarinn Ólafur Gunnar Jónsson er skrifstofu- maður, Björgvin Hörður Arnar- son bassaleikari er smiður og Hanna Rut er í námi. „Það eru eiginlega allir fjölskyldumenn nema ég,“ segir Baddi og viður- kennir að það hafi verið erfitt að koma Playmo af stað þegar hljóm- sveitin var að æfa prógrammið sitt. „Það þurfti svo gríðarlegan tíma í æfingar og það er ennþá erfitt að blanda þessu saman en við eigum mjög góðar fjölskyld- ur.“ Fram undan hjá Playmo er páskaball í Vík í Mýrdal á skemmtistaðnum Ströndinni. Þar verður nýja lagið „Já sæll, já fínt“ vafalítið spilað auk þess sem Svartur afgan með Bubba í rokk- aðri útgáfu Playmo hefur lengi verið funheitt á dansgólfinu. freyr@frettabladid.is PLAYMO TRYLLIR LÝÐINN Í SUMAR PLAYMO Frá vinstri: Þórarinn Jónasson, Baldvin Gunnar Árnason, Ólafur Gunnar Jónsson, Björgvin Hörður Arnarson og trommarinn Hanna Rut. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Söngkonan Jessica Simpson er orðin þreytt á því að hafa unnusta sinn, íþróttamanninn fyrrverandi Eric Johnson, alltaf í kringum sig. Johnson hefur verið atvinnu- laus frá árinu 2008 og eyðir því öllum sínum stundum með Simp- son. „Jessica sagði Eric að láta sig í friði í nokkra daga. Þau eyddu öllum sínum tíma saman og Jessica fékk loks nóg. Hún bað hann um að gefa sér smá frí svo hún gæti hugsað aðeins um sjálfa sig,“ var haft eftir innanbúðar- manni. Samkvæmt heimildarmönnum tímaritsins In Touch Weekly er Simpson einnig þreytt á að þurfa að halda hinum atvinnulausa unnusta sínum uppi og sjá honum fyrir vasapeningum. „Jessica keypti bíl handa Eric fyrir ekki svo löngu. Hún keypti sér líka nýjan BMW en hún hefur komið Eric í skilning um að það sé henn- ar bíll og leyfir honum alls ekki að keyra hann.“ Vill fá frí frá unnustanum FÆR FRÍ Jessica Simpson bað unnusta sinn, Eric Johnson, um að gefa sér smá frí. NORDICPHOTOS/GETTY Laugardagur til lista Í dag milli kl. 12.00 – 17.00 eru verk eftir Hörð Ágústsson, listmálara og fræðimann til sýnis í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19. Upptökur af fyrirlestrum Péturs Ármannssonar og Ólafs Gíslasonar um listamanninn verða sýndar í ráðstefnusal bankans. Sýningin er einnig opin alla virka daga í apríl milli kl. 11.00 – 15.30. Verið velkomin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.