Fréttablaðið - 16.04.2011, Side 18
18 16. apríl 2011 LAUGARDAGUR
Fjölsóttur fyrirlestur Laurence C. Smith fyrir nokkru um „The
New North“ vakti verðskuldaða
athygli. Smith, sem er prófessor
við Kaliforníuháskóla í Los Ange-
les, hefur stundað umfangsmiklar
rannsóknir á loftlagsbreytingum
og afleiðingum þeirra á norður-
slóðum. Bók hans, The New North
– The World in 2050, er nýkomin
út í breskri útgáfu .
Smith beinir athygli að áhrifum
hlýnunar jarðar á afkomu NORC-
landahópsins (Northern Rim
Countries) en það eru þau átta
ríki sem eigna sér mest allt land
og haf fyrir norðan 45°: Rússland,
Bandaríkin, Kanada, Danmörk-
Grænland, Ísland, Noregur, Finn-
land og Svíþjóð. Hlýnunin hefur
margvísleg áhrif, en það sem öllu
máli skiptir er bráðnun íshell-
unnar miklu. Þar með yrði sam-
göngum kollvarpað og auðlindir
hafsins og hafsbotnsins gerðar
aðgengilegar. Bandaríska land-
fræðistofnunin telur að á þessu
norðursvæði séu um 30% af allri
ónýttri gasorku heimsins og 13%
allrar olíu sem eftir er.
En hverjir eiga þessi auðæfi?
Í ágúst 2007 fóru Rússar sjó-
leiðis á Norðurpólinn og þaðan
í tveim smákafbátum niður á
4.300 metra dýpi með þjóðfánann
úr titanium og komu honum fyrir
á Norður pólnum. Leiðangurs-
stjórinn lýsti því yfir fyrir hönd
Rússa að „Norðurheimskautið er
okkar!“. Ekki féll það í góðan jarð-
veg hjá vestrænum fjölmiðlum og
stjórnmálamönnum sem töldu að
um væri að ræða ódulbúið kapp-
hlaup um gæði jarðar. Viðræð-
ur um þessi mál fara friðsam-
lega fram í Norðurskautsráðinu
– Arctic Council – og á þeim vett-
vangi hefur Hafréttarsáttmáli
Sameinuðu þjóðanna, Íslending-
um að góðu kunnur, fengið nýtt
vægi. Þrengri fimmlanda hópur,
Bandaríkin, Rússland, Kanada,
Noregur og Danmörk–Græn-
land stóðu að sk. Iluissat yfirlýs-
ingu til að tryggja þjóðréttarlega
stöðu 200 mílna efnahagslögsögu
og henni tengd ákvæði Hafréttar-
sáttmálans á Norðurskautssvæð-
inu. Michael Rocard, sérlegur
fulltrúi Frakklandsforseta í heim-
skautsmálum, heimsótti Ísland í
fyrra og lýsti yfir efasemdum um
fyrir komulag, sem í raun legði allt
Norðurheimskautið undir þessi
fáu lönd, gagnstætt því sem væri
um Suðurheimskautið.
Það kemur fleira til, svo sem
Smith prófessor segir söguna.
Við lok kalda stríðsins höfðu stór-
veldin misst allan áhuga á norður-
slóðum sem ekki var svo lítill fyr-
irferðar áður. Prófessorinn sér
merki nýrrar hervæðingar hefj-
ast um 2009 þegar þau mál höfðu
legið í láginni í nær tvo áratug.
Mestur viðsnúningur í þessum
efnum sé hjá Rússum. Hafin sé
endurreisn norðurflota þeirra
með nýrri gerð árásarkafbáta o.fl.
og eftirlitsflugi með langdrægum
sprengjuflugvélum. Kanada og
Noregur koma einnig við sögu og
þá stefni Norðurlöndin til aukins
samstarfs í öryggismálum. Ekki
hafi þó Bandaríkjamenn aðhafst
um aukna hernaðargetu á þessu
svæði en haldi fyrri herafla í
Alaska. Þá sé stefnumörkun, sem
gerð var á síðustu dögum valda-
tíma Bush forseta í janúar 2009,
í fullu gildi eftir að Obama varð
forseti. Þessi forseta tilskipun
setti norðurslóðir í sömu for-
gangsröð og verið hafði í kalda
stríðinu.
Þessi áhugaverðu atriði eru
aðeins lítill hluti bókarinnar. Hún
fjallar um spádóma um þróunina
á fjölmörgum sviðum. Forsendur
eru að tækniframfarir verði hæg-
fara, að þriðja heimsstyrjöldin
brjótist ekki út, engin stórvá eins
og óstöðvandi drepsóttir skelli
á og að spádómslíkönin bregðist
ekki. Þá verður alþjóða samfélag
það sem skipaðist eftir seinni
heimsstyrjöldina orðið óþekkjan-
legt. Leiðandi efnahagsveldi nú
eru Bandaríkin, Japan og Þýska-
land en 2050 verði það Kína með
þjóðarframleiðsluna $ 44,4 trillj-
ónir, Bandaríkin 35,1 trillj. og
Indland 27,8 trillj. En mergurinn
málsins varðandi 2050 er að norð-
lægi fjórðungur hnattkringlunnar
muni hafa gjörbreyst. Á þessari
öld verði þar fyrirsjáanlega mjög
aukin umsvif; strategísk þýðing
svæðisins aukist stórum sem og
þess efnahagslega vægi.
Hlýnun Norðurskautsins mun
ekki breyta miklu um hitastigið
á Íslandi. Því ráða sjávarstraum-
arnir, segir þessi spámaður. En
hann fór því miður út af sporinu
alveg í lokin þegar hann fór að
fabúlera um að Ísland ætti ekki
að ganga í Evrópusambandið.
Þetta átti víst að vera vegna þess,
að þá mundi ESB einhvern veginn
komast til áhrifa á norðursvæðinu
fyrir okkar tilstilli. En ætti það þá
ekki öllu heldur þá þegar að vera
hlutverk ESB-landanna Dan-
merkur, Svíþjóðar og Finnlands?
Nýtt Norður
Norðurslóðir
Einar
Benediktsson
fv. sendiherra
Fátækt er oftast tilkomin vegna þjóðfélagslegs vanda, atvinnu-
leysis, láglaunastarfa eða of lágra
bótagreiðslna. Það vill stundum
gleymast í dagsins önn að ein-
stæðir foreldrar með börn hafa
einungis einar ráðstöfunartekjur.
Þær tekjur eru misjafnar, allt frá
því að teljast góðar tekjur til mjög
lágra tekna, sem eru mun lægri en
nýleg lágmarksframfærsluviðmið.
Þeir foreldrar sem leita sér ráð-
gjafar hjá Félagi einstæðra for-
eldra hafa sumir hverjir ágætis
fjárhag og búa við öryggi. Það
eru samt sem áður mun fleiri sem
eru að basla í lífsins ólgusjó, með
börn á öllum aldursskeiðum, með
tekjur sem duga skammt fram
á veginn. Þeir hinir sömu tóku
ekki þátt í lífsgæðakapphlaupinu,
þegar þenslan fór um samfélagið
á ógnarhraða.
Þeir sem eru verst settir eru
ungir einstæðir foreldra með eitt
barn eða fleiri, sem hafa ekki
aflað sér menntunar og lifa af
einföldum verkamannalaunum,
atvinnuleysisbótum eða annars
konar bótagreiðslum.
Fjöldi einstæðra foreldra á
Íslandi í dag og eignir þeirra
miðað við aðra.
Um helmingur einstæðra for-
eldra á Íslandi býr í leiguhúsnæði
en 20% annarra fjölskyldna eru á
leigumarkaði.
Einstæðir foreldrar á Íslandi
árið 2010 eru 10.702 (samkv. tölum
frá Hafstofu Íslands).
Börn sem skráð eru á heimil-
um einstæðra foreldra 2010 eru
14.401.
Fjöldi einstæðra foreldra í
leiguhúsnæði er 5.122 á móti 5.580
sem búa í eigin húsnæði.
Önnur heimili í eigin húsnæði
eru 88.430 og 22.598 í leiguhús-
næði.
Þarna er vísbending um að
eignarstaða einstæðra foreldra
sé rýr miðað við aðra. Einnig er
vitað að einstæðir foreldrar með
börn sem leigja á frjálsum mark-
aði búa ekki við sama öryggi og
fjölskyldur sem búa í eigin hús-
næði eða leiguhúsnæði á vegum
sveitarfélaga.
Foreldar af báðum kynjum sem
misstu atvinnu – viðbrögð þeirra
Neyðin hefur breitt hratt úr sér
eftir hrun og hitt marga fyrir á
ferð sinni.
Til að nefna dæmi segi ég hér
á eftir frá ólíkum einstaklingum,
einstæðum föður og einstæðri
móður. Þau áttu það sameiginlegt
að búa ein með börn sín og að hafa
misst atvinnu eftir nokkurra ára
starf. Það reyndist báðum foreldr-
unum mikið áfall og breytti miklu
bæði fjárhagslega og heilsufars-
lega. Höfnunin reyndist nístings-
sár. Áhyggjurnar og óvissan sem
var fram undan tóku sér fljótlega
bólfestu í huga foreldranna. Hinir
daglega skorðuðu lífshættir hurfu
eins og dögg fyrir sólu.
Foreldrarnir brugðust við breytt-
um aðstæðum á mismunandi hátt.
Annað foreldrið sagði upp leigu-
húsnæði sínu eftir þriggja mánaða
atvinnuleysi og flutti með barnið
sitt í eitt leiguherbergi, þar sem
ekki voru lengur peningar fyrir
íbúðinni.
Hitt foreldrið ákvað að spara í
matarinnkaupum og skera nánast
allt mögulegt burtu til þess að geta
haldið húsnæðinu. Sameiginlegt hjá
báðum var að þau leituðu allra leiða
til að komast aftur út á vinnumark-
aðinn og nýttu sér það sem í boði
var hjá Rauða krossi Íslands, Vinnu-
málastofnun og annars staðar. Það
var ekki auðvelt, því atvinnuleysið
olli streitu og andlegri vanlíðan.
Höfnunin var einna verst meðan
á atvinnuleitinni stóð, því ýmist
barst ekki svar eða þetta klassíska
„þakka þér fyrir að sýna áhuga en
því miður hefur staðan verið veitt
öðrum“.
Allt gekk upp að lokum, því bæði
einstæða móðirin og einstæði faðir-
inn fengu störf á ný. Lægri laun en
áður, en atvinna var það samt. Þeim
óx styrkur og kraftur við að komst
aftur út á vinnumarkaðinn og voru
staðráðin í því að leita áfram upp-
byggilegra sóknarfæra.
Það sitja ekki öll börn
við sama borð
Einstæðar mæður eiga rétt á sex
mánaða fæðingarorlofi, meðan
sambúðarforeldrar fá níu mánuði
samanlagt.
Ekki virðist gert ráð fyrir að
börn einstæðra mæðra þurfi jafn
mikla samveru við foreldri og
önnur börn á mikilvægasta mót-
unarskeiði bernskunnar.
Þrátt fyrir að lög um fæðingar-
orlof heimili föður sem ekki er í
sambúð með móður að taka þriggja
mánaða fæðingarorlof er það háð
samþykki móður og vilja föður.
Ekki hafa all ir foreldar
nýfæddra barna samband sín á
milli. Ýmsar ástæður liggja að
baki, þar á meðal landfræðileg
fjarlægð. Við slíkar aðstæður þarf
að koma aukinn réttur fæðingar-
orlofs móðurinnar sem annast ein
barnið sitt. Hér þarf að vera heim-
ild í lögum til að móðir geti nýtt sér
ónýttan rétt föður.
Þennan galla á annars mjög
góðum lögum þarf að leiðrétta, án
þess þó að skemma jafnréttissjón-
armið þeirra.
Er fátækt á meðal einstæðra foreldra á Íslandi í dag?
Fátækt
Oktavía
Guðmundsdóttir
Félagsráðgjafi hjá Félagi
einstæðra foreldra
Ekki virðist gert
ráð fyrir að börn
einstæðra mæðra þurfi
jafn mikla samveru við
foreldri og önnur börn á
mikilvægasta mótunar-
skeiði bernskunnar.
Breyttar aðstæður á heimsmarkaði hafa leitt til nýrra viðskiptatækifæra í orkugeiranum. Á Íslandi
eru markaðstækifærin fjölbreyttari en áður. Landsvirkjun hefur unnið að greiningu tækifæra
í ljósi breyttra aðstæðna á heimsmörkuðum og leggur nú áherslu á að vera markaðs- og
rekstrardrifið fyrirtæki. Hver eru tækifærin og hvað þýða þau fyrir viðskiptaumhverfið á Íslandi?
Á fundinum mun Dr. Hörður Arnarsson forstjóri og Magnús Bjarnason framkvæmdastjóri
markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs kynna og ræða framtíðarsýn félagsins með sérstaka áherslu á
breytt vinnubrögð í markaðsmálum.
Dagskrá:
Dr. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar.
Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs
Landsvirkjunar.
Fundarstjóri:
Dr. Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent við Viðskiptafræðideild og formaður
Viðskiptafræðistofnunar.
Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis
Orkan, Landsvirkjun
og framtíðin
- fjölbreytt markaðstækifæri í orkuiðnaði
Þriðjudaginn 19. apríl kl. 12:00 -13:15. Háskólatorgi 105
VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD