Fréttablaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 81
LAUGARDAGUR 16. apríl 2011 41 Chicago Bulls Indiana Pacers Boston Celtics New York Nicks Orlando Magic Atlanta Hawks Miami Heat Philadelphia 76ers Oklahoma City Thunder Denver Nuggets San Antonio Spurs Memphis Grizzlies Dallas Mavericks Portland Trail Blazers Los Angeles Lakers New Orleans Hornets AUSTURDEILDIN VESTURDEILDIN ÞESSI LIÐ MÆTAST Í FYRSTU UMFERÐ ÚRSLITAKEPPNINNAR NBA New Orleans Hornets í fyrstu umferðinni og komast á skrið sem erfitt reynist að stöðva, enda virð- ist úrslitakeppnin eiga betur við þá Englaborgarbúa en flesta aðra. Oklahoma City Thunder stóð sig vel alla leiktíðina og lauk leik í fjórða sæti vesturdeildar. Þeir hafa enda innanborðs stigakóng deildarinnar, Kevin Durant, og leikstjórnandann frábæra Rus- sell Westbrook. Báðir eru 22 ára, svo framtíðin er björt fyrir þetta unga lið. Þeir mæta Denver Nug- gets í fyrstu umferðinni, liði sem hefur með aðdáunarverðum hætti tekist að halda sjó eftir að hafa misst sínar skærustu stjörnur til New York í febrúar. Ný gullöld í vændum í Chicago? Og þá er aðeins eftir að víkja orðum að besta liði deildarinnar, liðinu sem öllum að óvörum vann flesta leiki allra liða, sigraði í austurdeild- inni eftir að hafa með naumindum komist í úrslitakeppnina í fyrra, og hélt stöðugum dampi alla mán- uðina sex þrátt fyrir meiðsli. Þetta lið heitir Chicago Bulls og hefur ekki átt jafngóðu gengi að fagna síðan Michael nokkur Jordan fór mikinn með því fyrir rúmum ára- tug. Mestan heiður af þessu afreki á leikstjórnandinn Derrick Rose, sem fjallað er um nánar hér að neðan, en þjálfarinn Tom Thibodeau á auð- vitað skilinn sinn skerf af hrósi. Sigur á Indiana Pacers í fyrstu umferð ætti að vera formsatriði. Vonbrigðin og allt hitt En fleira bar til tíðinda á tíma- bilinu. Kraftframherjinn Kevin Love hjá Minnesota Timberwol- ves, lélegasta liði deildarinnar, átti frábært tímabil og varð frá- kastakóngur. Leikur hans gegn New York í nóvember, þar sem hann skoraði 31 stig og tók 31 frá- kast verður lengi í minnum hafð- ur, enda hafði þá engum tekist að leika slíkan 30-30-leik í 29 ár. Þótt Steve Nash hafi orðið stoðsend- ingakóngur mistókst Phoenix Suns að komast í úrslitakeppnina og eins léku Milwaukee-menn nokk- uð undir væntingum. Einn dáðasti þjálfari síðari tíma, Jerry Sloan, lét af störfum hjá Utah Jazz eftir ágreining við skærustu stjörnu liðsins, leikstjórnandann Deron Williams. Williams var stuttu síðar skipt til New Jersey Nets og Utah komst ekki í úrslitakeppnina. Og það er úrslitakeppnin sem öllu máli skiptir. Hún fer nú í hönd og það er varla ofmælt að sjaldan hafi verið eins erfitt að lesa í það hvaða lið koma til með að kljást undir það síðasta. Hvort innistæða hafi verið fyrir stórkarlalegum yfirlýsingum LeBrons James og félaga í Miami Heat. Hvort Chicago og San Anton- io geta sett punktinn yfir i-ið. Eða hvort Lakers tekur þetta bara eins og síðustu ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.