Fréttablaðið - 16.04.2011, Side 6

Fréttablaðið - 16.04.2011, Side 6
16. apríl 2011 LAUGARDAGUR6 Frábær þriggja nátta helgarferð - allra síðustu sætin! Nú er upplagt að skreppa til Prag og njóta vorsins í þessari einstaklega fögru borg. Gríptu tækifærið og skelltu þér til Prag og njóttu góðs aðbúnaðar í ferðinni. Ath. mjög takmarkaður fjöldi herbergja í boði á þessum kjörum. Verð kr. 70.090 Netverð á mann, m.v gistingu í tvíbýli á Hotel Clarion Congress **** í 3 nætur með morgunmat Verð kr. 64.900 Netverð á mann, m.v gistingu í tvíbýli á Hotel Ilf *** í 3 nætur með morgunmat. Prag 28. apríl í 3 nætur frá kr. 64.900 Skemmtilegar hugmyndir fyrir fermingar- veisluborðið á www.gottimatinn.is fermingar Ríkisstjórnin stendur tæpt. Eftir brotthvarf Ásmundar Einars Daða- sonar úr þingliði Vinstri grænna hangir hún á einum manni. Þetta getur valdið henni vandræðum við að koma í gegn málum sem lengi hafa verið á dagskránni. Eitt þessara mála er stofnun atvinnuvegaráðuneytis. Stefnt hefur verið að því frá valdatöku stjórnarinnar fyrir tveimur árum að steypa iðnaðar- og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytunum saman í eitt ráðuneyti atvinnuvega. Þegar er búið að gera umtals- verðar breytingar á stjórnar- ráðinu. Velferðarráðuneyti varð til úr heilbrigðis, félags- og trygg- ingamálaráðuneytum; dómsmál, mannréttindi, samgöngur og sveitarstjórnarmál fluttust í innanríkisráðuneyti; ýmis verk- efni fluttust frá fjármála- og for- sætisráðuneytinu til efnahags- og viðskiptaráðuneytisins og jafnréttismál fluttust til forsætisráðuneyt- isins frá félags- málaráðuneyti, svo fátt eitt sé nefnt. Stofnun atvinnuvega- ráðuneytis ins hefur hins vegar trekk í trekk verið frestað, eink- um vegna harðrar and- s tö ð u frá hagsmunaað- ilum og, það sem meira er, frá Jóni Bjarnasyni, sjávar útvegs- og la ndbú naða r - ráðherra. E n nú l a f i r stjórnin sem fyrr segir á einum manni – og þar með hefur and- staða Jóns Bjarnason- ar býsna mikið að segja. Raunar svo mikið að ef hann fæst ekki til að samþykkja breytingar á stjórn- arráðinu þá þarf ríkisstjórnin að treysta á stuðn- ing stjórnarand- stöðunnar til að koma málinu í gegn. Og þar er svo sannarlega ekki á vísan að róa. Jóhanna Sigurðardóttir mun fljótlega eftir páska mæla fyrir frumvarpinu um breytingar á stjórnarráðinu. Í því er ekki beint kveðið á um sameiningu þessara tveggja ráðuneyta, en með því er forsætisráðherra veitt lagaheimild til að skipa ráðuneytum og skipta verkefnum milli þeirra eftir eigin höfði. Heimildarmenn Fréttablaðs- ins eru sammála um að erfitt gæti reynst að koma málinu í gegn en eru þó vongóðir um að það takist að lokum. Að lokinni fyrstu umræðu um frumvarpið fer það inn í allsherjar- nefnd þingsins. Róbert Marshall, formaður nefndarinnar, segir að þrátt fyrir eins manns stjórnarmeirihluta standi enn til að gera þessar breyt- ingar. Í raun hafi lítið breyst við brotthvarf Ásmundar. „Þetta er bara sá meirihluti sem samþykkti fjárlögin og hefur verið í stjórn síðan þá,“ segir hann. stigur@frettabladid.is Atvinnuvegaráðuneyti vefst fyrir tæpri stjórn Erfitt gæti reynst fyrir ríkisstjórnina að ná í gegn frekari breytingum á stjórnar- ráðinu með eins manns meirihluta, í ljósi þess að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er þeim andvígur. Mælt var fyrir frumvarpinu í gær. FRÉTTASKÝRING Hvaða áhrif hefur brotthvarf Ásmundar Einars Daðasonar á þing- mál stjórnarinnar? BREYTT OG BÆTT Stjórnarráðið á enn eftir að taka breytingum ef þorri stjórnarliða fær einhverju um það ráðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI JÓN BJARNASON ALÞINGI Til snarpra orðaskipta kom á milli Samfylkingar kvennanna Ólínu Þorvarðardóttur og Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur þing- forseta á Alþingi í gærmorgun. Ólína kvaddi sér hljóðs í umræðum um fundarstjórn for- seta og kvartaði yfir að fá ekki tækifæri til að svara ávirðingum stjórnarandstöðuþingmanns í sinn garð, sem komið höfðu fram í umræðum um störf þingsins. Þeim umræðum var lokið. Þegar Ólína tók að rekja efni ávirðinganna sló Ásta í bjöllu sína og stöðvaði ræðuna með þeim rökum að í umræðum um fundarstjórn mætti ekki ræða mál efnislega. Þær stöllur kýttu nokkra stund uns ræðutíminn var upp urinn og Ólína yfirgaf ræðu- stólinn með þjósti. Síðar í umræðunum óskaði hún eftir að fá orðið til að bera af sér sakir, eins og það var orðað, og hóf mál sitt á því að gera alvar- legar athugasemdir – aftur – við fundar stjórn forseta, „sem mér finnst vera komin út úr öllu góðu hófi“. Þegar Ásta stöðvaði svo ræðuna í miðju kafi, þar sem henni þótti hún vera komin út fyrir efnið, var Ólínu nóg boðið. „Hvað er að gerast hér?“ spurði hún. „Ég hef aldrei vitað annað eins,“ bætti hún við og óskaði eftir skýringum á því hvernig hún hefði ekki farið að þingsköpum. Að svo búnu rak Ásta hana úr pontu með orðunum: „Ræðutíminn er búinn fyrir tuttugu sekúndum.“ - sh Samflokkskonurnar Ólína Þorvarðardóttir og Ásta R. Jóhannesdóttir rifust á þingi: „Ég hef aldrei vitað annað eins“ ÓLÍNA ÞORVARÐAR DÓTTIR ÁSTA RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR Þurfa ekki leyfi fyrir hundi Þeir sem eru blindir eða með aðra fötlun geta haldið sérþjálfaða hjálpar- hunda í fjöleignarhúsum án þess að fá samþykki annarra íbúa í húsinu. Lögin voru samþykkt á Alþingi í gær. Bílslys rétt fyrir handtöku Tveir menn á þrítugsaldri lentu í umferðaróhappi rétt áður en þeir voru handteknir af lögreglu í gær. Mennirnir eru grunaðir um sölu og dreifingu á fíkniefnum. Ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna. LÖGREGLUMÁL Guðfríður formaður á ný Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, hefur tekið á ný við formennsku í félags- og trygg- ingamálanefnd Alþingis. Hún var formaður nefndarinnar áður en hún fór í barneignaleyfi, ásamt því að vera formaður þingflokks VG. Þuríður Backman gegnir nú því embætti. ALÞINGI SVEITARFÉLÖG Reykjanesbær hefur greitt upp 2,5 milljarða skuldabréf sem var í gamla Sparisjóði Keflavíkur með sam- svarandi inneign sem færðist yfir í Landsbankann við fall spari- sjóðsins. Formaður bæjarráðs, Böðvar Jónsson, segir bæinn hafa gefið skuldabréfið út 2008 til að styrkja eiginfjárstöðu SPKehf. Féð sem fengist hafi fyrir skuldabréfið sé nú frjálst til ráðstöfunar. Í raun er um að ræða að í stað 2,5 millj- arða skuldar í bókhaldinu á móti 2,5 milljarða eign hverfur þessi póstur úr reikningum bæjarins. Böðvar segir skuldir bæjarsjóðs um 30 milljarða. Árlegar tekjur bæjarins eru 8 milljarðar. - gar Losa innistæðu úr SpKef: 2,5 milljarðar jafnaðir út úr bæjarbókhaldi VIÐSKIPTI „Annað hvort róar þetta markaðinn eða skilar hagnaði,“ segir Már Guðmundsson seðla- bankastjóri um tilboð sem Seðla- bankinn hefur gert í erlend skuldabréf ríkissjóðs upp á átta hundruð milljónir evra, jafnvirði 130 milljarða króna. Um er að ræða tvo skuldabréfaflokka sem eru á gjalddaga á þessu ári og því næsta. Már segir að ákveðið hafi verið að fara þessa leið eftir að Ice- save- samningurinn var felldur í þjóðar atkvæðagreiðslu fyrir viku. Hefði samningurinn verið samþykktur voru áform um að reyna lántök- ur á erlendum vettvangi. Það er talið örðugt eins og er. Gjaldeyris- varaforði Seðla- bankans, sem samanstendur að stórum hluta af lánum frá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum og öðrum löndum, nam 767 milljörðum króna, jafnvirði 4,7 milljarða evra, í lok síðasta mánaðar. Hann er nýttur til að kaupa lánin. Már bendir á að gjaldeyrisvara- forði Seðlabankans sé í öruggum innstæðum með nær engri ávöxt- un. Á móti beri skuldabréfin sem boðið sé í nokkuð háa ávöxtun. Skuldabréfið sem er á gjalddaga í ár ber 3,75 prósenta vexti og það sem er á gjalddaga á næsta ári 5,4 prósenta vexti. „Við erum að fá heilmikla óbeina ávöxtun með uppkaupunum,“ segir Már og bendir á að sá forði sem bankinn notar gefi aðeins um eins prósents ávöxtun. - jab Seðlabankinn vonast eftir hagnaði með kaupum á erlendum skuldum ríkissjóðs: Segir erfitt að fá erlend lán MÁR GUÐMUNDSSON Ert þú ánægð/ur með almenn- ingssamgöngur í landinu? JÁ 21,6% NEI 78,4% SPURNING DAGSINS Í DAG Er rétt af hálfu borgarstjóra að neita að taka á móti varð- skipum? Segðu þína skoðun á Vísir.is SÍLE Lík Salvadors Allende, fyrr- verandi forseta Síle, verður graf- ið upp til þess að fá á hreint hvort hann hafi framið sjálsmorð eða verið myrtur í kjölfar valdaráns- ins 1973 þegar Augusto Pinochet tók við völdum í landinu. Dómari úrskurðaði um þetta í gær en það voru ættingjar Allendes sem lögðu beiðnina fram. Lík Allendes fannst í for- setahöllinni þegar liðsmenn Pinochets nálguðust. Þúsundir manna hurfu sporlaust á valda- tíma Pinochets. Andlát Allendes rannsakað: Líkið verður grafið upp KJÖRKASSINN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.