Fréttablaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 8
16. apríl 2011 LAUGARDAGUR8 1. Hver er formaður Samtaka atvinnulífsins? 2. Hvaða íslenska hljómsveit hefur fengið hina bandarísku Heather Kolker sem umboðsmann? 3. Hvaða leikmaður KR-inga skoraði 24 stig í fyrri hálfleik gegn Stjörnunni í fyrrakvöld? SVÖR 1. Vilmundur Jósefsson 2. Of Monsters & Men 3. Marcus Walker Landsvirkjun auglýsir eftir samstarfsaðilum að verkefninu Margar hendur vinna létt verk sumarið 2011. Landsvirkjun hefur um áratugi starf rækt sumarvinnuflokka ungs fólks. Hóparnir sinna viðhaldi, uppbyggingu og fegrun starfsstöðva Landsvirkjunar og vinna jafnframt að ýmsum samstarfsverkefnum víða um land. Samvinna sumarvinnuflokka Landsvirkjunar og félagasamtaka, sveitarfélaga og stofnana hefur skilað sér í auknum umhverfisgæðum og betri aðstöðu til útivistar og ferðamennsku. Í boði er vinnuframlag sumarvinnu flokka og flokksstjórn yfir þeim. Verkefnin lúta að ræktun, hreinsun, viðhaldi og öðrum umhverfisbótum ásamt stígagerð og stikun gönguleiða. Óskað er eftir að samstarfsaðilar leggi fram vel skilgreind verkefni. Umsóknareyðublað með nánari upplýsingum er að finna á vef Landsvirkjunar, www.landsvirkjun.is. Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar, í síma 515 9000 ragnheidur@lv.is. Umsóknarfrestur rennur út 29. apríl. Umsóknareyðublöð er að finna á www.landsvirkjun.is landsvirkjun@lv.is Tel: +354 515 90 00 Fax: +354 515 90 07 Háaleitisbraut 68 103 Reykjavik - Iceland landsvirkjun.is EVRÓPUMÁL Þótt allt að helm- ingur Króata sé efins um Evr- ópusambandsaðild hefur lítið heyrst af öðrum kostum, segir dr. Visnja Samardzija, yfirmaður hjá Alþjóðamálastofnuninni í Zagreb, sem flutti erindi hjá Alþjóðamála- stofnun Háskólans í gær. Hún segir króatíska aðildarandstæð- inga benda á einstaka hluti gegn inngöngu, svo sem kröfur ESB um afnám ríkisstyrkja í skipaiðnaði og um heilnæmari landbúnaðar- framleiðsluhætti en enginn breið- fylking andstæðinga hafi sýnt fram á möguleika landsins utan sambands. „Króatía á engra kosta völ en að ganga í ESB því við erum lítið land og verðum að samræmast sambandinu. Þeir sem eru efins um ESB nefna hluti eins og hefðir. Bændur tala um hvernig þeir hafa alltaf selt kotasælu á markaði og að nú vilji ESB að þessari vöru verði skýlt [þannig að bakteríur komist ekki í hana]. Þetta er neyt- endum til hagsbóta en þessir fram- leiðendur mótmæla. Svo tala aðrar raddir um skert fullveldi og menn- ingararfleifð okkar, en heilt yfir hafa ekki verið háværar raddir á móti,“ segir hún. Ef Króatía gengi ekki inn þyrfti landið hvort sem er „að laga lög- gjöf sína alveg að lögum ESB og setja á fót Evrópusambandshæfar stofnanir. Það myndi virka eins og eyja sem er ekki hluti af ESB. En við hefðum engan hag af því og nytum engra styrkja,“ segir hún. Þetta væri ósjálfbær staða. Króatar sóttu um aðild að ESB fyrir um átta árum, en hafa unnið að henni mun lengur. Dr. Samardzija var aðstoðarráðherra í Evrópusamrunaráðuneytinu um aldamótin og telur að vandi króat- ískra aðildarsinna sé skortur á almennri þekkingu á Evrópusam- bandinu. Þessu þurfi stjórnvöld að bæta úr svo fólk geti tekið upplýsta afstöðu. Allir flokkar í Króatíu styðja inngöngu landsins, en almenn- ingur sveiflast í afstöðu sinni. Samardzija kveður það áhuga- vert að þessu virðist öfugt farið á Íslandi, þar sem meiri andstaða við aðild hefur verið meðal stjórn- málaelítunnar. Hún telur Ísland geta gengið inn fljótlega á eftir Króatíu, ef íslensk- um stjórnvöldum tekst að leysa úr innri málum. Með því vísar hún til deilna um ferli[ innanlands og milliríkjadeilu við Breta og Hol- lendinga. Slóvenar beittu neitunarvaldi á aðildarviðræður Króata vegna deilna um landamörk ríkjanna og frystu viðræðurnar í 13 mán- uði. Þessar deilur drógu úr vilja Króata til aðildar. „Það er mjög mikilvægt að leysa tvíhliða vanda- mál því viðræður við ESB eru jú viðræður við aðildarríkin.“ klemens@frettabladid.is Ekkert nema ESB er í boði Þótt stór hluti Króata sé efins um ESB-aðild hefur lítið heyrst af öðrum kostum. Dr. Samardzija segir landið annað hvort ganga inn eða samræmast ESB utan frá. Mikilvægt fyrir Ísland að leysa Icesave. DR. VISNJA SAMARDZIJA Segir brýnt að íslensk stjórnvöld skapi samstöðu um aðildarviðræður og leysi deiluna við Breta og Hollendinga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur karl- maður hefur verið dæmdur í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í fimmtán mánaða fangelsi, þar af tólf á skil- orði, fyrir heiftarlega líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að ráðast á annan mann í heima- húsi í Reykjavík, slá hann í höfuð- ið með bjórglasi og skera hann á háls með glerbroti. Fórnarlambið hlaut meðal annars tvo krosslaga, djúpa skurði sem náðu 15 til 20 sentimetra þvert yfir hálsinn. Mennirnir höfðu hist á bar og farið þaðan saman heim til fórnar- lambsins. Þar réðst hinn á húsráð- andann, sló hann með bjórkönnu í ennið, svo hún brotnaði og skar hann svo á háls með glerbroti. Árásarmaðurinn hringdi að því búnu í unnustu sína, tjáði henni að hann hefði drepið mann og ætl- aði að ganga í sjóinn. Hún hringdi þegar í lögreglu og tilkynnti um málið. Húsráðandinn lá nakinn að ofan og bjargarlaus á gólfinu þegar lögregla kom að honum. Hann reyndist vera með stóran tætingslegan skurð á hálsinum, sem mikið blæddi úr, þegar hlúð var að honum á slysadeild. Mennirnir gátu litlu ljósi varp- að á aðdraganda árásarinnar fyrir dómi, þar sem þeir höfðu verið mjög ölvaðir þegar hún átti sér stað, en dómurinn taldi sök árásar- mannsins sannaða. Hann var dæmdur til að greiða húsráðand- anum 400 þúsund krónur í miska- bætur. - jss Fimmtán mánaða fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás: Dæmdur fyrir að slá mann og skera á háls FJÖLMIÐLAR Ný heildarlög um fjöl- miðla voru samþykkt á Alþingi í gær. 30 þingmenn greiddu atkvæði með lögunum og 14 gegn þeim. Markmið laganna er að stuðla að tjáningarfrelsi, rétti til upplýs- inga, fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum. Með þeim á að samræma löggjöf á alla íslenska fjölmiðla, óháð því miðlunarformi sem notað er. Einnig eiga þau að efla vernd neytenda á vettvangi fjölmiðla. Í lögunum segir að mennta- og menningarmálaráðherra skuli skipa nefnd til að gera tillögur í frumvarpsformi um viðeigandi takmarkanir á eignarhaldi á fjöl- miðlum. Einn þingmaður gerði grein fyrir atkvæði sínu, Sigurður Kári Kristjánsson, og greiddi hann atkvæði á móti frumvarpinu. Sig- urður gagnrýndi að lögin tækju ekki á eignarhaldi á fjölmiðlum. Þá var staða Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaðnum einnig gagn- rýnd. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hóf umræður um frumvarpið á Alþingi í gær og sagði álitaefni sem líta að lögunum mörg, en samþykkt þeirra væri engu að síður jákvætt skref fyrir starf fjölmiðla í landinu. - sv Ný lög um fjölmiðla voru samþykkt á Alþingi í gær með 30 atkvæðum gegn 14: Samræmd lög um alla fjölmiðla ÍSLENSKIR PRENTMIÐLAR Meginmark- mið nýrra laga er að samræma löggjöf um alla fjölmiðla landsins, óháð miðl- unarformi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EFNAHAGSMÁL Tveir þriðju hlutar þróunarlanda hafa náð, eða eru við það að ná, markmiðum um að taka á sárustu fátækt og hungri, að því er upplýst var á kynningar- fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans í gær. Kynnt var skýrslan „Global Monitoring Report 2011: Improv- ing the Odds of Achieving the MDGs“. MDG stendur fyrir Mill- ennium Development Goals, alþjóðleg markmið um að útrýma sárustu fátækt. Staða þróunarríkja er sögð mis- jöfn. Þó lofi góðu að um helm- ingur þeirra sem ekki hafi náð markmiðunum sé nærri áætlun. „Með bættri stjórnsýslu og öfl- ugri vexti gætu þessi lönd enn náð markmiðunum árið 2015 eða fljótlega eftir það,“ segir í skýrsl- unni. - óká Barist við sárustu fátækt: Tvö af þremur halda áætlun REYKJAVÍK Meirihlutinn í borgar- ráði samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að hefja undirbún- ing að sameiningu leikskóla- sviðs, menntasviðs og þess hluta íþrótta- og tómstundasviðs sem heyrir nú undir skrifstofu tóm- stundamála. Nýtt svið mun hafa á að skipa tæplega 30 milljörðum króna af 56 milljarða heildarútgjöldum borgarinnar í ár. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir tillöguna afar óvænta. - þj Breytingar hjá borginni: Óvænt áform um sameiningu VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.