Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.04.2011, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 16.04.2011, Qupperneq 10
16. apríl 2011 LAUGARDAGUR KÍNA, AP Leiðtogar upprennandi stórvelda í hinu alþjóðlega efna- hagslífi, BRICS-landanna svo- kölluðu (Brasilía, Rússland, Ind- land, Kína og Suður-Afríka), kalla eftir umbótum í regluverki alþjóðaviðskiptakerfisins og segjast munu styðja aðgerðir til að auka stöðugleika í alþjóðlegu efnahagslífi. Auk þess horfa þau til þess að minnka vægi Banda- ríkjadalsins sem aðalgjaldmiðils heimsins. Þetta var meðal þess sem kom fram á leiðtogafundi ríkjanna á fimmtudag. Þetta var í fyrsta sinn sem Suður-Afríka sækir fundinn, en landið var formlega tekið inn í þennan lausbyggða félagsskap við þetta tilefni. Löndin fimm eiga það sam- merkt að hafa vaxið fiskur um hrygg síðustu ár sökum kröftugs efnahagslegs uppvaxtar. Fyrstu fjögur löndin hafa síðustu ár verið að móta nánara samstarf með það fyrir augum að jafna valdahlutföll í alþjóðlegum við- skiptastofnunum líkt og Alþjóða- viðskiptastofnuninni og Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum (AGS). Hafa þau fengið ýmsu áorkað að því leyti og til merkis um það er jöfnun atkvæðaréttar innan AGS og útvíkkun hóps helstu iðnvelda heimsins úr G8 upp í G20, þar sem öll fimm BRICS-löndin eiga nú sæti. Löndin telja ekki að núverandi kerfi þjóni tilgangi þeirra, og í ályktun eftir fundinn á fimmtu- daginn sagði meðal annars: „Við köllum eftir því að hinar fyrirhuguðu umbætur á Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, sem voru ákveðnar á síðustu fundum G20- landanna, verði að veruleika sem fyrst og ítrekum að stjórnar- hættir alþjóðafjármálastofnana ættu að endurspegla breytingar í efnahagslífi heimsins með því að raddir þróunarlanda og upp- rennandi efnahagsvelda heyrist frekar.“ Þá mælast löndin til þess að hin svokölluðu Sérstöku dráttar- réttindi (SDR), eins konar gjald- miðill AGS sem stundum er not- aður í viðskiptum milli ríkja, verði notaður í auknum mæli. Löndin hyggjast auka enn á samstarf sitt á komandi árum, meðal annars á sviðum íþrótta og menningar. thorgils@frettabladid.is BRICS-löndin vilja meiri völd Leiðtogar upprennandi efnahahagsvelda vilja að regluverk alþjóðaviðskipta endurspegli stöðu ríkjanna. Kalla eftir aðgerðum til að tryggja efnahags- legan stöðugleika og minnka vægi Bandaríkjadals. Á UPPLEIÐ Leiðtogar BRICS-landanna kalla eftir umbótum á regluverki alþjóða- viðskipta. Hér sjást þau Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, og starfsbróðir hennar frá Suður-Afríku, Jacob Zuma. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Samtök BRICS-landanna fimm gætu orðið ein af helstu áhrifastofnunum alþjóðaviðskiptaheimsins með tíð og tíma. Það er í krafti gríðarlegs mannfjölda og hagvaxtar, enda telja löndin nú um 40 prósent af mannfjölda heimsins, 18 prósent af alþjóðaviðskiptum og 45 prósent af hagvexti á heimsvísu. Uppgangur BRICS-landanna 5.-9. maí Frá aðeins 89.800 kr. á fjögurra stjörnu hóteli í 4 nætur Beint flug með Icelandair Barcelona Getum útvegað miða á nágrannaleik Barcelona og Espanyol. Verð frá 14.900 Frá kr. 89.800 Hotel Zenit Önnur góð hótel í boði á frábæru verði! Síðustu sætiá frábæru verði úr Þróunarsjóði framhaldsfræðslu Þróunarsjóður framhaldsfræðslu auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna nýsköpunar- og þróunarverkefna í framhaldsfræðslu, sbr. lög um framhalds- fræðslu nr. 27/2010. Forgangssvið við úthlutun árið 2011 eru: Námsefnisgerð í framhaldsfræðslu Nýsköpunarverkefni í framhaldsfræðslu Undirbúningur/grunnvinna fyrir rannsóknir Viðmiðin sem Þróunarsjóðurinn gengur út frá við val á verkefnum eru að þau: Nái til þeirra sem falla undir ramma laganna um framhaldsfræðslu Mæti sýnilegri þörf fyrir menntunarúrræði í framhaldsfræðslu Áhersla er lögð á að öll verkefni sem sótt er um styrk til séu vel undirbúin og umsóknir vandaðar. Kostur er að verkefni sé samstarfsverkefni. Verkefni sem styrkt eru mega ná yfir tvö ár frá úthlutun. Eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi. Umsóknareyðublað má nálgast á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins www.frae.is sem jafnframt er umsjónaraðili verkefna sjóðsins. Umsóknarfrestur er til 6. maí 2011 Umsækjendum er bent á að kynna sér lög um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 og úthlutunarreglur sjóðsins sem má nálgast á www.frae.is Stjórn Fræðslusjóðs Styrkir NEYTENDUR Neytendastofa hefur ákveðið að innkalla fjórar teg- undir kveikjara. Þeir eru í lag- inu eins og gaskútur, slökkvi- tæki, gallabuxur og skrúflykill. Ástæðan er að kveikjararnir hafa allir óhefðbundið útlit sem býður þeirri hættu heim að börn sæki í þá. Sala slíkra kveikjara er bönnuð, er kemur fram í til- kynningu frá Neytendastofu. Öll aðildarríki evrópska efnahagssvæðisins hafa bann- að kveikjara með óhefðbundið útlit. Fyrir bannið var talið að um 30 til 40 dauðsföll hefðu orðið árlega af völdum ólöglegra kveikjara. - sv Óhefðbundið útlit talið geta höfðað til barna: Kveikjarar innkallaðir ÓLÖGLEGIR KVEIKJARAR Sala á kveikj- urum sem eru óhefðbundnir að lögun eru bannaðir á evrópska efnahags- svæðinu. MYND/NEYTENDASTOFA Heimild: AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.