Fréttablaðið - 16.04.2011, Page 12

Fréttablaðið - 16.04.2011, Page 12
16. apríl 2011 LAUGARDAGUR Vodafone IS 3G 10:32 App, app mín sál! Fermingartilboð í öllum verslunum Stórsnjallir símar á frábæru verði auk úrvals framúrskarandi fermingargjafa. Prófaðu nýjustu tæknina og sjáðu framtíðina með þínum eigin augum. Láttu ekki app úr hendi sleppa. 2.499 kr. á mán. í 12 mán. Fullt verð: 29.990 kr. 2 miðar í Sambíóin fylgja á meðan birgðir endast 200 MB á mán. fylgir með í 6 mán. LG Optimus Me F í t o n / S Í A F í t o n / S Í A Aðalfundur VR verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica hóteli, miðvikudaginn 27. apríl nk. og hefst fundurinn kl. 19:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Innborgun í VR varasjóð Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS IÐNAÐUR Landsvirkjun áætlar að reisa tíu vatnsfallsvirkjanir og fjórar jarðvarmavirkjanir fyrir 4,5 til fimm milljarða dala, jafn- virði tæpra 570 milljarða króna, á næstu fimmtán árum og auka raf- orkuframleiðsluna um ellefu tera- vattstundir. Við það mun raforku- framleiðsla Landsvirkjunar fara í um fjörutíu teravattstundir. Fyrstu tíu árin mun raforku- framleiðsla Landsvirkjunar aukast um 7,3 teravattstundir. Það sem upp á vantar verður feng- ið með öðrum orkukostum á borð við virkjun sjávarfalla, vindorku og jarðvarma. Virkjanirnar verða meðal annars í neðrihluta Þjórsár, á Þeistareykjum og Hólmsá. Þá er á meðal virkjanakosta Búðarháls- virkjun. Framkvæmdir við hana fóru á fullt í fyrra og er stefnt á að hún verði gangsett í lok árs 2013. Uppbyggingin er liður í fimm- tán ára áætlun sem Hörður Arnar- son, forstjóri Landsvirkjunar kynnti á ársfundi fyrirtækisins í gær. Hann sagði alla virkjana- kosti umdeilda en taldi líkur á að sátt myndi nást um aukningu raf- orkuframleiðslu í á milli þrjátíu til fimmtíu teravattstunda. Á svip- uðum nótum talaði Katrín Júlíus- dóttir iðnaðarráðherra, sem sagði mikilvægt að þjóðin næði sátt í virkjanamálum. Hörður benti á að þótt góður árangur hefði náðst í rekstri Landsvirkjunar væri fyrirtæk- ið enn of skuldsett í samanburði við evrópsk orkufyrirtæki. Stefnt væri að því að greiða niður skuldir. Áætlun Landsvirkjunar um aukna arðsemi ætti stóran þátt í því. Hörður sagði jafnframt að þegar uppbyggingu lýkur muni áhrif af arð- og skattheimtum hins opinbera af rekstri Landsvirkjun- ar verða sambærileg og áhrif olíu- geirans á Noreg. Þær gætu numið á bilinu fjögur til átta prósent af landsframleiðslu á ári. Áhrifin af olíuiðnaðinum ytra nema sex prósentum af landsframleiðslu. Miðað við þetta gæti ríkissjóð- ur fengið á bilinu sextíu til 120 milljarða króna í arð og skatta frá Landsvirkjun á ári hverju. Hæst fóru arðgreiðslur í tæpar níu hundruð milljónir króna árið 2008 en hafa engar verið síðastliðin tvö ár. jonab@frettabladid.is Engir virkjanakostir eru óumdeildir Landsvirkjun stefnir á að reisa fjórtán virkjanir. Mikilvægt er að ná sátt um uppbyggingu í virkjanamálum, að sögn Harðar Arnarsonar forstjóra. Stjórnar- formaðurinn segir ríkið verða að hætta að skipta sér af rekstri fyrirtækisins. STJÓRNARFORMAÐURINN OG FORSTJÓRINN Mikilvægt er að ríkið móti sér stefnu um það hvað gera skuli við arðgreiðslurnar af rekstri Landsvirkjunar í framtíðinni, að sögn Harðar Arnarsonar forstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ríkið verður að setja sér stefnu um það með hvaða hætti það eigi að fara með eigendavald sitt, að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, stjórnarformanns Landsvirkj- unar. Í ræðu sinni á ársfundinum sagði hún fyrirtæki í opinberri eiga að fá að starfa óhindrað á viðskiptalegum forsendum og án íhlutunar eigenda sinna. „Hér á landi hefur á síðustu mánuðum borið á vaxandi kröfu úr samfélaginu um að íslenska ríkið beiti eigendavaldi sínu gagnvart Landsvirkjun í því skyni að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Kröfur hafa verið settar fram um það, meðal annars á Alþingi og hjá aðilum vinnumarkaðarins, að stjórnvöld gangi til samninga við tiltekin fyrirtæki í þessu skyni, sem augljóslega myndi setja Landsvirkjun í vonlausa samningsstöðu. Sem betur fer hafa stjórnvöld ekki tekið undir slíkar kröfur,“ sagði hún og nefndi að stjórnmálamenn eigi að láta stjórnendur Landsvirkjunar um daglegan rekstur fyrirtækisins. Þeir geti hins vegar látið skoðun sína í ljós á árlegum aðalfundum eins og hluthafar annarra fyrirtækja. Alþingi á ekki að skipta sér af rekstrinum BRYNDÍS HLÖÐVERSDÓTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.