Fréttablaðið - 16.04.2011, Side 16

Fréttablaðið - 16.04.2011, Side 16
16 16. apríl 2011 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Forsetinn hefur breytt grundvallarþætti í stjórn-skipun landsins. Óum-deilt er að afleiðingin af staðfestingarsynjun forseta er þjóðar atkvæði. Áður fyrr var það skilningur bæði stjórnskipunar- fræðinga og stjórnmálamanna að það hefði einnig afleiðingar að beita ákvæðinu. Því fylgdi einfald- lega ábyrgð. Annað hvort viki for- setinn eða ríkisstjórnin eftir því hvorum málsaðila þjóðin treysti. Forsetinn breytti ekki hinni skrifuðu stjórnarskrá. Hann sniðgekk hins vegar hina óskrif- uðu reglu um ábyrgð. Umturn- un hans á stjórnskipuninni felst í því að aftengja siðferðis gildi sem hún var reist á. Þó að breyting forset- ans hafi fyrst og fremst þann tilgang að grafa undan Alþingi h a f a a l l i r stjórnmála- flokkarnir fall- ist á ábyrgðar leysis kenningu hans. Sakir þess situr ríkisstjórn sem tapaði stærsta pólitíska máli sínu í þjóðaratkvæði. Rökin fyrir van- traustinu í vikunni voru ekki þau að stjórnin ætti að taka afleiðingum þess að hafa tapað þjóðar- atkvæðinu. Þau lutu fremur að hinu að hún er yfirhöfuð ekki vandanum vaxin. Vantraustið snerist því meir um pólitík en þá siðferðilegu kjöl- festu sem áður var einn af horn- steinum stjórnskipunarinnar. Þegar forsetinn og forysta allra stjórnmálaflokka sam einast um að minni pólitísk ábyrgð bæti lýð- ræðið ætti að vera unnt að ganga út frá því sem vísu að svo sé. Allt er breytingum undirorpið. Ábyrgðarleysis kenningin virðist vera vinsæl hjá almenningi. Eigi að síður er ástæða til að velta því fyrir sér hvort hún er stjórnarbót eða lokleysa. Stjórnarbót eða lokleysa? Í fornöld voru kenningar í Aþenu um að máls hefjendur ættu að hafa snöruna um hálsinn meðan þeir töluðu. Býsna harkalegt en sýnir að kenn- ingin um að menn beri ábyrgð á skoðunum sínum á djúpar rætur. Þingvallafundurinn 1873 er þekkt dæmi úr sögu okkar og sýnir meiri hófsemd. Þar varð Jón Sigurðsson undir. Þegar eigi að síður átti að kjósa Jón til að mæla fyrir meiri- hlutatillögum á konungsfundi lét hann „á sér skilja að það væri að svívirða sig að ætla sér að flytja konungi það erindi sem alveg væri gagnstætt sann færingu sinni“. Öfugt við þetta sæmdarviðmið telur ríkisstjórnin að það sé sví- virða að ætla henni ekki að flytja það erindi á erlendum vettvangi sem er andstætt sannfæringu hennar. Hér hafa gildi eins og ábyrgð og sæmd algjörlega verið slitin frá stjórnskipunarreglunum eftir kenningu forseta Íslands. Fyrir vikið lítur Alþingi út sem einhvers konar lokleysa. Þó að for- setinn segi að þetta sé lýðræðis leg framför sér þess hvergi stað. Álitaefnið er ekki hvort menn eru með eða á móti ríkisstjórn- inni heldur hitt á hvaða sið- ferðilegu stoðum menn telja að stjórn skipunin eigi að hvíla. Ef ákvarðanir og ábyrgð fylgdust enn að hefði forsetinn viðurkennt að synjun á staðfestingu laga fæli eftir eðli máls í sér andstöðu við ákvörðun Alþingis. Eðlilegt hefði verið að ríkisstjórnin svar- aði umsvifalaust með afsögn eða þingrofi. Eftir að dómur þjóðarinnar gekk gegn ríkisstjórninni átti hún að biðjast lausnar. Þá hefði verið rétt af forseta að fela þeim flokkum sem stutt hafa sjónar- mið hans, Framsóknarflokknum og Hreyfingunni, að mynda ríkis- stjórn. Þjóðin valdi þeirra afstöðu. Það hefði orðið þung þraut fyrir slíka stjórn að lifa með minnihluta í þinginu. Hún hefði þá átt þess kost að rjúfa þing og láta þjóðina ákveða hverjum hún treysti til að framkvæma vilja sinn. Svívirða þá og nú Ríkisstjórnin segist ekki geta farið frá vegna þeirra þungu verkefna sem við blasa. Í engu er ofmælt hversu mikill vandi þjóðinni er á höndum. En sú póli- tíska upplausn sem hlýst af því að skilja ábyrgðina frá stjórn- skipunarreglunum er til lengri tíma hættulegri en sá skamm- tíma órói sem fylgir kosningum. Í þessu ljósi eru röksemdir ríkis- stjórnarinnar ekki gildar. Sjálfstæðisflokkurinn er að nokkru leyti í sömu stöðu og stjórnarflokkarnir. Hann þarf eins og þeir á endurnýjuðu umboði kjósenda að halda. Vandi hans er hins vegar sá að hann hefur ekki vald til að kalla eftir dómi kjósenda sem hann hefur þó óskað eftir. Gild pólitísk rök voru fyrir vantrausti á stjórnar- stefnuna. Það er annað mál. Hitt hefði verið beittara að knýja á um kosningar út frá kenningunni um stjórnskipulega ábyrgð. Ein afleiðing af ábyrgðarleysis- kenningu forsetans er sú að héðan í frá er enginn hvati fyrir stjórnarandstöðuflokka að taka sameiginlega ábyrgð með ríkis- stjórn á pólitískt erfiðum málum. Þjóðaratkvæði án afleiðinga fyrir þá sem verða undir, hvort sem það er þingið eða forsetinn, leiðir til upplausnar. Traustið hverfur. Án þess virkar stjórnmálakerfið ekki. Við erum á þeirri leið. Óvirkt kerfi ÞORSTEINN PÁLSSON Íshringur úr Icecold línunni kr. 12.900 úr silfri – íslensk hönnun FLOTTAR FERMINGARGJAFIR HJÁ JÓNI OG ÓSKARI WWW.JONOGOSKAR.IS LAUGAVEGUR / SMÁRALIND / KRINGLAN Kærleikskrossinn úr silfri Frá kr. 10.600 m/festi – íslensk hönnun Þ róun almenningssamgangna á Íslandi hefur verið heldur óheillavænleg undanfarin ár. Í Reykjavík hafði verið rekið strætisvagnakerfi sem stóð undir nafni, þ.e. tíðni ferða var nógu mikil til þess að það væri brúklegt og strætóleiðirnar tengdust með þokkalega skilvirkum hætti. Með ört stækkandi borg gekk kerfið úr sér, auk þess sem talið var nauðsynlegt að sameina og samræma almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu öllu. Kerfið stækkaði en varð um leið dýrara í rekstri. Ferðum var fækkað og svo fækkað enn meira. Nú er svo komið að vagnar ganga það sjaldan að erfitt er að nota almenningssamgöngur nema í þeim tilvikum þegar búseta og vinnustaður eða aðrir þeir staðir sem sækja þarf liggja á sömu strætólínu og, vel að merkja, að menn þurfi ekki að komast á milli staða of snemma á morgnana eða seint á kvöldin því ekki hefur bara dregið úr tíðni ferða heldur hefur aksturstími yfir dag- inn verið styttur. Þróun almenningssamgangna í borginni sýnir vel þann víta- hring sem skapast getur með skerðingu þjónustu, sem dregur úr notkun, sem svo aftur leiðir til enn meiri skerðingar þjónustu vegna tekjutaps. Tillögur starfshóps á vegum samgönguráðs sem gera ráð fyrir að einum milljarði króna verði varið á ári næstu tíu árin til að efla almenningssamgöngur hljóma því vel fyrir þá sem vilja eiga almenningssamgöngur sem raunverulegan valkost, að ekki sé nánast nauðsyn að hafa til umráða einkabíl til að komast milli heimilis og vinnustaðar og reka þau erindi sem almennu heimilis- haldi fylgja. Nothæfar almenningssamgöngur snúast um þetta. Þær snúast þó líka og ekki síður um umhverfið, en óvíða fer jafnmikið eldsneyti í að flytja jafnfátt fólk og hér á landi. Sömuleiðis snúast þær um skipulagsmál, að borgin eða höfuðborgarsvæðið sé ekki allt sundurskorið af hraðbrautum og mislægum gatnamótum. Verkefnið á að vinna í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og er markmið þess að tvöfalda í það minnsta hlutdeild almennings- samgangna á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring með gagngerum endur bótum á grunnneti almenningssamgangna á suðvestur- horninu. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði hluti af samgöngu- áætlun til tólf ára sem lögð verður fyrir Alþingi í haust. Það vekur bjartsýni að tillaga starfshópsins virðist njóta brautargengis bæði í borginni og innanríkisráðuneytinu. Ekki hefur verið afráðið hvernig fjármunirnir verða nýttir, hvort þeir fara alfarið í að auka þjónustu strætó eða að einhverju leyti í þróun á framboði á öðrum samgönguúrræðum. Ljóst er þó að ef til- lagan nær fram að ganga þýðir hún að ríkið kemur að almennings- samgöngum, sem er bylting fyrir sveitarfélögin. Meginatriðið er að ef næst að byggja upp almenningssamgöngu- kerfi sem þjónar fólki nægilega vel til þess að það sjái hag í því að velja það fram yfir einkabílinn minnkar um leið þörfin fyrir að byggja dýr umferðarmannvirki til að bera þéttan straum einkabíla, sem hver flytur iðulega ekki nema einn mann. Innspýting í almenn- ingssamgöngur gæti þannig reynst sparnaður þegar upp er staðið. Almenningssamgöngur í stað umferðarmannvirkja: Strætó fyrir alla SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.