Fréttablaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.04.2011, Blaðsíða 20
20 16. apríl 2011 LAUGARDAGUR Stjórnarráð Íslands hefur verið að breytast og eflast í sam- ræmi við þann lærdóm sem draga má af vinnubrögðum í aðdraganda efnahagshrunsins. Frumvarp for- sætisráðherra til nýrra laga um Stjórnarráð Íslands sem lagt var fram á Alþingi í vikunni er mikil- vægur áfangi í þeirri vegferð. Samhæfing og samstarf ráðuneyta Úrlausn sífellt fleiri verkefna sem sinnt er innan Stjórnarráðs Íslands kallar á aðkomu tveggja eða fleiri ráðuneyta. Samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra er skýrt kveðið á um hlutverk for- sætisráðherra, sem verkstjóri ríkisstjórnarinnar, að tryggja að verkaskipting og um leið ábyrgð ráðuneyta, sé skýr og að hann geti haft frumkvæði að því að ráðuneyti samhæfi stefnu sína og aðgerðir ef á þarf að halda. Þá er í frumvarpinu einnig lögð sú sjálf- sagða skylda á alla ráðherra að samhæfa stefnu og aðgerðir þegar málefni og málefnasvið ráðuneyta skarast. Því verður hvorki haldið fram að með þessu sé forsætis- ráðherra falið einhvers konar gerræðisvald varðandi það hvern- ig verkefnum verður sinnt innan Stjórnarráðs Íslands né að þetta festi í sessi „foringjaræði“ eins og einhverjir hafa sagt. Ákvæðið breytir engu um ábyrgð einstakra ráðherra á þeim verkefnum sem ráðuneyti viðkomandi sinna en er sett fram til þess að tryggja aukna samvinnu og samstarf á milli ráðuneyta við úrlausn mála í almannaþágu og til að tryggja að ráðherrar sem sannarlega ættu að hafa aðkomu að einstökum málum komi að þeim. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að for- sætisráðherra er forystumaður ríkisstjórnar sem sameiginlega stefnir í ákveðna átt og vinnur að framgangi þeirra málefna sem ríkisstjórnin hefur sameiginlega ákveðið að beita sér fyrir. Hér er því um fullkomlega eðlilega og faglega framsetningu að ræða. Lærdómar hrunsins nýttir Við lestur skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis er augljóst að skýrari verkaskipting, formfast- ara samráð og skilvirkara flæði upplýsinga á milli ráðuneyta og á milli ráðuneyta og stofnana þeirra hefði hugsanlega orðið til þess að fyrr og markvissar hefði verið brugðist við í aðdraganda efnahagshrunsins. Þá má lesa útúr niðurstöðum hennar að for- sætisráðherra hefði mátt beita sér af meiri festu fyrir því að ráðu- neytin samhæfðu viðbúnað til að bregðast við aðsteðjandi hættu. Krafan um aukna samvinnu og betra vinnulag kemur líka sterk- lega fram í skýrslu nefndar for- sætisráðherra um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands sem birt var í desember 2010 og nefndist Samhent stjórnsýsla. Sú nefnd byggði tillögur sínar m.a. á rannsókn sem fólst í viðtölum við núverandi og fyrrverandi ráðherra og stjórnendur innan Stjórnarráðs Íslands sem leiddi í ljós að kallað er eftir meiri sam- vinnu og samstarfi þvert á ráðu- neyti. Þá er þessi árétting um frekara samstarf ráðuneyta í takt við niðurstöðu þingmanna- nefndar er fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis en í skýrslu hennar segir „[s]karist valdsvið tveggja eða fleiri ráð- herra ber þeim með formlegum hætti að hafa samvinnu um þau vinnubrögð sem viðhöfð skulu hverju sinni þannig að ávallt sé ljóst á ábyrgðarsviði hvers þeirra er starfað.“ Aukið svigrúm til samhentra vinnubragða Til þess að tryggja enn betur að Stjórnarráðið geti unnið samhent og markvisst að tilteknum stefnu- málum hvers tíma er í frum- varpinu lagt til að ríkisstjórnir á hverjum tíma hafi meira svigrúm til þess að færa til verkefni og skipuleggja Stjórnarráð íslands. Er þetta í samræmi við 15. gr. stjórnarskrárinnar og meira í líkingu við það hvernig málum er háttað í þeim löndum sem við berum okkur einkum saman við, s.s. Danmörku og Noreg. Í þessu samhengi er mikilvægt að árétta að ákvörðun um það hver skuli vera lögbundin verkefni fram- kvæmdarvaldsins verður eftir sem áður að sjálfsögðu í höndum Alþingis sem og eftirlit með því hvernig sú framkvæmd gengur og breytir frumvarpið engu þar um. Frumvarpið skerpir hins vegar á mörkum milli framkvæmdarvalds og löggjafarvalds í samræmi við vaxandi kröfur þar um. Markvissar breytingar í samræmi við rannsóknarskýrslu Með því frumvarpi sem forsætis- ráðherra hefur nú lagt fram á Alþingi er verið að bregðast við ábendingum rannsóknarnefndar Alþingis, þingmanna nefndarinnar, starfshóp forsætisráðherra um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndarinnar og síðast en ekki síst tillögum úr skýrslunni Samhent stjórnsýsla. Í athugasemdum við frumvarpið eru sérstakir kaflar um það hvernig frumvarpið mætir þeim tillögum sem þessar nefndir og hópar hafa sett fram á undanförnum mán- uðum. Fullyrðingar um að frum- varpið fari gegn varnaðarorð- um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eru úr lausu lofti gripn- ar. Þvert á móti eru í frumvarp- inu og ýmsum öðrum breytingum sem unnið hefur verið að innan Stjórnar ráðsins eftir hrun, mark- vissar tillögur og aðgerðir sem miða að því að tryggja öflugri stjórnsýslu í samræmi við ábend- ingar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um breytt og betra vinnu- lag í Stjórnarráði Íslands. AF NETINU Sjálfstæðir þjóðrembingar Megineinkenni Íslendinga felst í að misskilja háð Halldórs Laxness. Hann gerði grín að þeim í hlutverki Bjarts í Sumarhúsum. Í stað þess að forða sér úr hlutverkinu hafa þeir sett sér það við hjartastað. Telja lofsvert að haga sér eins og Bjartur. Feta með þúfnagöngulagi í einstefnu út í einangrun og meint sjálfstæði, sem felur í sér þrældóm og dauða. Standa í lappirnar eins og það hét í þjóðaratkvæðinu. Rækta það, sem séríslenzkt er, ríkisrekinn landbúnað og kvótagreifa. Leggjast þreyttir og sælir til svefns að kvöldi eftir ónýtt dagsverk. Séríslenzkir Íslendingar eru góðra manna háð og spott. jonas.is Jónas Kristjánsson Forsætisráðherra er forystumaður ríkisstjórnar sem sameiginlega stefnir í ákveðna átt. Línurnar eru skýrar þegar NATO tekur ákvörðun um hernaðaraðgerðir. Annað hvort styðja öll ríkin þær, eða ekkert verður af aðgerðum á ábyrgð aðildarríkja bandalagsins. Það eru engir aðrir valkostir í boði við það borð. Því er allt tal formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ekki-stuðning en þó ekki-höfnun hjákátlegt. Með höfn- un hefðu Vinstri græn getað beitt neitunarvaldi og komið í veg fyrir að þessi ákvörðun væri tekin – en þeir gerðu það ekki. Hvernig tók ríkisstjórnin ákvörðun? Utanríkisráðherra, Össur Skarp- héðinsson sagði á fundi utanríkis- málanefndar að hann hefði haft óskorað umboð til að styðja að Atlantshafsbandalagið tæki yfir stjórn hernaðaraðgerða í Líbýu. Frá þessu hafa fjölmiðlar sagt, sem og viðbrögðum formanns Vinstri grænna, sem á Alþingi, mánudaginn 28. mars sagði, spurður um hvort flokkurinn styddi þá sömu ákvörðun: „Nei, við gerum það ekki enda vorum við ekki spurð.“ Það liggur sem sagt fyrir að þegar Norður-Atlantshafsráðið, NATO, tók ákvörðun sunnu- daginn 27. mars um að taka yfir stjórn hernaðaraðgerða í Líbýu lét utanríkisráðherra samþykkja ákvörðunina án þess að bera hana undir samstarfsflokkinn, Vinstri græn, sem var og er andvígur loft árásunum. Umræður utan dagskrár á Alþingi voru nægilegt umboð fyrir utanríkisráðherra eftir því sem hann sjálfur segir í Fréttablaðsgrein þann 7. apríl. „Nei, við gerum það ekki enda vorum við ekki spurð,“ sagði Steingrímur Joð. Þar með var Vinstri grænum neitað um þann möguleika að ríkis stjórnin beitti neitunarvaldi í Norður-Atlantshafsráðinu sem hefði komið í veg fyrir að banda- lagið tæki að sér stjórn hernaðar- aðgerðanna. Hvert bandalagsríki NATO hefur klárt neitunarvald. Þannig vinnur NATO. Vinstri græn hefðu getað haft söguleg áhrif á utanríkisstefnu banda- lagsins og komið stefnu sinni á alheimskortið. En þau voru ekki spurð. Um leið er ljóst að Samfylking- in hefur gert Vinstri græn ábyrg fyrir hernaðaraðgerðum NATO í Líbýu, án þeirra samþykkis og gegn vilja þeirra. Og hvernig fór það framhjá Steingrími? Það er svo sjálfsagt rannsóknar- efni hvernig aðdragandinn að þessari ákvörðun gat farið fram hjá bæði formanni Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs og formanni utanríkismálanefnd- ar úr sama flokki sem virtust koma algerlega af fjöllum. Þó átti ákvörðunin sér talsverðan aðdraganda og var til umfjöllun- ar í fjölmiðlum út um allan heim í marga daga. Spurningin er því kannski frekar þessi – sváfu for- ystumenn VG viljandi á verðinum til þess eins að bjarga ríkisstjórn- inni frá enn einu ágreiningsmál- inu eða gerðu þeir sig seka um yfirgripsmikið þekkingarleysi af áður óþekktu stigi á því hvern- ig ákvarðanir eru teknar á vett- vangi NATO? Ábyrgðin er skýr Hvorug skýringin, sem forystu- menn Vinstri grænna kjósa að nota, firrir þá ábyrgð. Þegar ákvörðunin var tekin á vettvangi bandalagsins átti ríkisstjórn Íslands sæti við borðið. Og ríkis- stjórn Íslands átti tvo valkosti – að styðja þessa ákvörðun eða hafna henni. Það eru engir aðrir valkostir í boði við það borð. Með höfnun hefðu Vinstri græn getað beitt neitunarvaldi og komið í veg fyrir að þessi ákvörðun væri tekin – en þau gerðu það ekki. Það er beinlínis hallærislegt að koma svo eftir á og segjast vera á móti stríði og hernaðarbanda- lögum til þess að tala inn í hóp hernaðarandstæðinga í flokkn- um. Enda benda fréttir af félags- fundum VG til þess að sá hópur sé ekki heldur að kaupa þær afsak- anir. Staðreyndin er sú að í ríkis- stjórn með Samfylkingunni hafa Vinstri græn gefist upp á því að reyna að setja sitt mark á utan- ríkisstefnu Íslands. Og Samfylk- ingin veit það og telur sig ekki þurfa að ræða þessi mál lengur við samstarfsflokkinn. Það er alfarið þeirra mál, en væri ekki heiðarlegra að viðurkenna það bara? Vanþekking VG eða virðingar- leysi Samfylkingarinnar? Stjórnarráð Íslands og lærdómar hrunsins Stjórnarráðið Hrannar Björn Arnarsson aðstoðarmaður forsætisráðherra Stjórnmál Ragnheiður Elín Árnadóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is Lán og styrkir til tækninýjunga og umbóta í byggingariðnaði Umsóknarfrestur er til 20. maí 2011 Íbúðalánasjóður auglýsir til umsóknar lán og styrki til tækninýjunga og umbóta í byggingariðnaði. Lán eða styrki má veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem vinna að þróun tæknilegra aðferða og nýjunga sem leitt geta til lækkunar á byggingarkostnaði og viðhaldskostnaði íbúðarhúsnæðis, styttri byggingartíma eða stuðlað með öðrum hætti að aukinni hagkvæmni í byggingariðnaði. Rafræn umsóknarblöð er að finna á vefsíðu Íbúðalánasjóðs, www.ils.is Nánari upplýsingar veitir Helga Arngrímsdóttir hjá Íbúðalánasjóði í síma 569 6900 og með tölvupósti helga@ils.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.