Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.04.2011, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 16.04.2011, Qupperneq 28
16. apríl 2011 LAUGARDAGUR28 FRAMHALD AF SÍÐU 26 var samþykkt og hefur Alþingi því ályktað að a) skýrsla rannsóknar- nefndar Alþingis sé vitnisburður um þróun íslensks efnahagslífs og samfélags undangenginna ára og telur mikilvægt að skýrslan verði höfð að leiðarljósi í framtíðinni. b) að brýnt sé að starfshættir þingsins verði teknir til endur- skoðunar. Mikilvægt sé að Alþingi verji og styrki sjálfstæði sitt og grundvallarhlutverk. c) að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og leggur áherslu á að af henni verði dreginn lærdómur. d) að skýrsla rannsóknar nefndar Alþingis sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu, verklagi og skorti á formfestu. e) að stjórnendur og helstu eig- endur fjármálafyrirtækja á Íslandi beri mesta ábyrgð á bankahruninu. f) að eftirlitsstofnanir hafi brugðist. og g) að mikilvægt sé að allir horfi gagnrýnum augum á eigin verk og nýti tækifærið sem skýrsl- an gefur til að bæta samfélagið. Annar áfellisdómur Ljóst er af því sem kemur fram hér að neðan að stjórnvöld hafa brugðist við skýrslu rannsóknar- nefndarinnar og ábendingum Atla- nefndarinnar með margvíslegum hætti. Fjöldi frumvarpa hefur verið lagður fram, skýrslur skrifaðar og reglur hertar. Mat Vilhjálms Árnasonar, sem fór fyrir siðferðis- hópi rannsóknarnefndarinnar, þess efnis að ekki gæti breyttra starfs- hátta eða umræðusiða í stjórnmál- unum eru hins vegar áhyggjuefni og í raun nýr áfellisdómur yfir stjórnmálamönnum. Þeir, sem á degi eitt lögðu svo ríka áherslu á að skýrslan markaði nýtt upphaf og boðuðu samvinnu og nýja siði, hafa, þegar upp er staðið haldið í gömlu vinnubrögðin sem með öðru kölluðu yfir okkur hrun bankanna. Ábendingar um umbótatillög-ur í stjórnsýslunni eru í tíu liðum. Sex þeirra er mætt beint með frumvarpi til breytinga á lögum um Stjórnarráðið sem forsætisráðherra lagði nýverið fram. Því er meðal annars ætlað að hindra að einstakir ráðherrar gangi inn á valdsvið og ábyrgðar- svið annarra ráðherra, setja regl- ur um pólitíska starfsmenn ráð- herra, skerpa á verkaskiptingu stofnana ríkisins og nýskipan við skráningu fundargerða ríkis- stjórnar. Út af stendur meðal annars að skýra hvaða stofnun hafi það hlutverk að hafa heildar- yfirsýn yfir kerfisáhættu og fjár- málalegan stöðugleika og bera ábyrgð á að samræma viðbrögð og stofnun samráðsvettvangs fjármálaráðuneytis, Alþingis, stofnana ríkisins, sveitarfélaga og Seðlabankans um efnahags- mál. ■ STJÓRNSÝSLA A f þeim tíu tillögum sem þing-mannanefndin lagði til á sviði siðferðis og samfélags eru nokkrar komnar til framkvæmda eða eru í farvegi. Sumt kann að vera erfitt viðureignar og pers- ónubundið, eins og til dæmis sú tillaga að stjórnmálamenn hagi orðum og athöfnum ætið út frá trúnaðarskyldum sínum við land og þjóð og hafi hagsmuni almenn- ings ávallt að leiðarljósi. Þá er hvatningu um að því að vera borgari fylgi ekki einungis rétt- indi heldur einnig skyldur beint til allrar þjóðarinnar og verður varla lög- eða reglufest. Á vegum mennta- og menningarmálaráðu- neytisins hafa þættir er bent var á verið færðir inn í skólanám- skrár og væntanlegt er frumvarp um háskóla sem meðal annars kveður á um siðareglur um rétt- indi og skyldur starfsmanna og akademískt frelsi fræðimanna. ■ SIÐFERÐI/SAMFÉLAG Þ ingmannanefndin lagði til umbótatillögur í átta liðum. Nokkrar hafa þegar komið til framkvæmda, ýmist með breyt- ingum á lögum eða reglugerðum. Lögum um fjármálafyrirtæki var til dæmis breytt í samræmi við tillögur finnska sérfræðingsins Kaarlo Jenneri. Á vegum efna- hags- og viðskiptaráðuneytisins er unnið að framtíðarstefnumörk- un á fjármálamarkaði og er stefnt að því að ráðherra leggi bráðlega fram skýrslu um verkefnið. Fyrir þinginu liggur frumvarp til laga um starfsemi verðbréfasjóða og um Tryggingarsjóð innstæðu- eigenda. Þá má nefna að stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur sam- þykkt reglur um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja sem birtar verða á næstunni og settar hafa verið strangar reglur um fyrir- greiðslur fjármálafyrirtækis til eigenda og lykilstarfsfólks. ■ FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI Ýmislegt af því sem þing-mannanefndin lagði til og snýr að Alþingi hefur þegar verið framkvæmt eða er í ferli. Má þar nefna siðareglur þingmanna, styrkingu eftirlitshlutverks þingsins og lög um rannsóknar- nefndir. Sumt er svo í annarra höndum eins og til dæmis áhend- ing um að sett verði ákvæði í stjórnarskrá um hlutverk Alþing- is. Lag var til að ráðist yrði í nokkrar úttektir og rannsóknir. Þau mál eru misjafnlega á vegi stödd. Eygló Harðardóttir Fram- sóknarflokki mælti fyrir tillögu um rannsókn á orsökum falls sparisjóða og lífeyrissjóðirnir hafa sett í gang óháða úttekt á sjálfum sér undir forystu Hrafns Bragasonar, fyrrverandi hæsta- réttardómara. Þá hefur þingið samþykkt að rannsaka málefni Íbúðalánasjóðs. ■ ALÞINGI Umbótatillögur vegna eftir-litsstofnana voru í fimmtán liðum og snúa einkum að Fjár- málaeftirlitinu en einnig að Seðlabankanum. Lögum um Fjár- málaeftirlið hefur ekki verið breytt en margir innri verkferlar hafa breyst og áherslur skerpt- ar í samræmi við liðna atburði og framkomnar ábendingar. Þá vinnur erlendur sérfræðingur að stjórnsýsluúttekt á eftirlitsferlum stofnunarinnar og unnið er að reglum um störf innri endurskoð- enda. Aukin formfesta er í sam- skiptum Fjármálaeftirlitsins við aðrar stofnanir, kerfi sem sýnir tengsl aðila á markaði, einstak- linga og fyrirtækja, hefur verið keypt og leiðbeinandi tilmæli um lausafjárstýringu fjármálafyrir- tækja hafa verið gefin út. Alþingi hefur stóraukið fjárframlög til eftirlitsins til að gera því betur kleift að sinna verkefnum sínum. ■ EFTIRLITSSTOFNANIR HVAÐ KLIKKAÐI? ■ Bankarnir stækkuðu of hratt og hraðar en innviðir þeirra þoldu. ■ Stjórnvöld gripu ekki til aðgerða til að stemma stigu við ofvexti bankakerfisins. ■ Stærstu eigendur stóru bankanna fengu óeðlilega greiðan aðgang að lánsfé hjá sínum banka. Baugur og tengd félög hjá Glitni, Exista Kaupþingi og Björgólfur Thor hjá Landsbankanum. ■ Mörkin milli hagsmuna bankanna og hagsmuna stærstu hluthafa þeirra voru óskýr þegar þrengja fór að bönkunum. ■ Eiginfjárhlutföll bankanna endurspegluðu ekki raunverulegan styrk þeirra. ■ Rýmkaðar starfsheimildir fjármálastofnana urðu til að auka verulega áhættu í rekstri þeirra. Stefna stjórnvalda kynti undir ójafnvægi í efnahagskerfinu. ■ Fjármálaeftirlitið var ekki eflt og stóð sig ekki. ■ Stefna Seðlabankans var ekki nægjanlega aðhalds- söm. ■ Stjórnvöld lækkuðu skatta á þenslutíma. ■ Breytingar á útlánareglum Íbúðalánasjóðs voru þensluhvetjandi. ■ Seðlabankinn veitti bönkunum umfangsmikil veðlán gegn tryggingum í verðbréfum bankanna þótt hann vissi af veikleikum þeirri. ■ Samskipti Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar voru óeðlileg. ■ Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í málefnum bankanna voru ómarkvissar. ■ Mikið skorti á að unnið hefði verið að viðbúnaðar- málum ríkisins á skipulegan og vandaðan hátt. ■ Formfestu skorti í stjórn- sýsluna. ■ Endurskoðendur sinntu ekki skyldum sínum nægi- lega vel. ■ Ráðherrarnir Geir H. Haarde, Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson sýndu af sér vanrækslu í embætti með því að láta hjá líða að bregðast á við- eigandi hátt við hinni yfir- vofandi hættu fyrir íslenskt efnahagslíf sem leiddi af versnandi stöðu bankanna. ■ Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og seðlabankastjórarnir Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson sýndu af sér vanrækslu í til- teknum störfum sínum við framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi og eftirlit með henni. Ég hef ekki gert neina skipulega athugun á því hvort farið hafi verið eftir tilmælum vinnuhóps um siðferði og starfshætti um breytingar, en ég hef orðið var við viðleitni í þá veru jafnt í fjármálageir- anum, vísindasamfélaginu og í stjórnkerfinu. Á öllum þessum sviðum hefur til dæmis verið unnið að gerð siðareglna og efnt til sam- ræðu sem því fylgir, þótt sú vinna hafi ef til vill ekki enn leitt til mikilla sýnilegra breytinga. Þá ber að geta þess að þing- mannanefndin, sem mótaði tillögur að viðbrögðum þingsins við niðurstöðum skýrslu rannsóknar nefndar Alþingis, tók undir nær allar ábendingar vinnuhóps um siðferði og starfshætti. Tillögur nefndarinnar voru samþykktar ein- róma á Alþingi en þær féllu því miður algjör- lega í skuggann af tillögu sömu nefndar um ákærur fyrir Landsdómi. Ekki er að sjá að starfshættir eða umræðusiðir stjórnmál- anna hafi tekið breyting- um til batnaðar á því ári sem liðið er frá útkomu skýrslunnar. Hafa verður í huga að umbætur á siðferði og starfsháttum krefjast breytinga á hugsunarhætti, menningu og gildismati sem taka yfirleitt langan tíma og það er í rauninni alltof snemmt að meta núna til hvaða umbóta skýrslan mun leiða í íslensku sam- félagi.“ Ekki að sjá að umræðusiðir hafi batnað Vilhjálmur Árnason, formaður vinnuhóps um siðferðiÍ aðdraganda útgáfu skýrslunnar spurði Frétta- blaðið hvaða væntingar fólk gerði til skýrslunnar. Nú er er sama fólk spurt hvort skýrslan hafi staðist væntingar þess. Framhaldið veldur vonbrigðum „Nei, hún stóðst ekki væntingar mínar því stjórnvöld hafa, að íslenskri hefð, stungið henni undir stól,“ segir Davíð Scheving Thorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri. Fyrir ári kvaðst hann vonast til að skýrslan fletti ofan af „orma- gryfju fjármálakerfisins“. Gerði hún það? „Já að töluverðum hluta en framhaldið veldur mér miklum vonbrigðum.“ Úrvinnslan ekki nægilega góð „Rannsóknarskýrslan var gríðarlega vel unnin og veitti okkur færi á endurskoðun á uppbyggingu samfélags- ins,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. „En því miður hefur úrvinnslan ekki verið nægilega góð og við höfum ekki nýtt það verkfæri sem skýrslan er til fulls. Hún er hins vegar enn til staðar og getur nýst okkur í að byggja upp réttlátara samfélag. Við verðum þá líka að nota hana.“ Hún er heiðarleg „Svarið er bæði já og nei og að nokkru leyti er ekki hægt að segja til um það þar sem það er ekki enn komið í ljós, ferlið er lengra en svo,“ segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur. „Engin ný grundvallartíðindi komu fram en hún er heiðarleg og að einhverju leyti hreinsaði hún andrúmsloftið. Hún staðfesti ýmislegt sem við töldum okkur vita eins og til dæmis að stjórn- málamennirnir vísuðu á bankamennina og bankamennirnir á stjórnmálamenn- ina, og svo er í henni almennur sannleikur, svipaður og boðorðin tíu. En hún felur ekki í sér greiningu á kerfinu og svarar ekki spurningunni um hvort mennir bjuggu til kerfið eða kerfið mennina.“ Stóðst hún væntingar?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.