Fréttablaðið - 16.04.2011, Síða 45

Fréttablaðið - 16.04.2011, Síða 45
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hrafnhildi Skúladóttur, fyrirliða Íslandsmeistara Vals í handbolta kvenna, finnst kósíhelgar heima bestar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þ etta verður páska- og partíhelgi,“ segir Hrafnhildur sem í kvöld mun fagna Íslands- meistaratitli Valskvenna þriðja kvöldið í röð í lokahófi á Hlíðarenda. „Það venst ótrúlega vel að vinna og stórkostlegt að hampa bikarnum, ekki síst þar sem fleiri höfðu trú á Fram-liðinu, en það hleypti nú bara enn meira kappi í okkur,“ segir Hrafnhildur, enn í sigurvímu og verðskuldaðri pásu fram yfir helgi. „Við höfum spilað alla laugardaga í vetur og afar fátítt að ég eigi heila fríhelgi. Þegar það gerist er draumurinn að upplifa algjöran frið, fuglasöng og notalegheit með fjölskyldunni í sumarbústað, en gangi það ekki upp finnst mér best að vera heima í kósíheitum,“ segir Hrafnhildur. Hún byrjaði að æfa handbolta á tólfta ári og hefur verið í landsliðinu síðastliðin fjórtán ár, sem hún segir alltaf jafn skemmtilegt. Hún er kennari að mennt og kennir tíu ára börnum í Hofsstaðaskóla. „Nú kallar landsliðið á mánudag þegar við förum til Tyrklands og því tek ég dálítinn páska- snúning um helgina, en ég þjófstartaði páskunum með páskaeggi sem er langt komið vegna Tyrklandsferðarinnar,“ segir Hrafnhildur hláturmild og maulandi páskaeggsbrot með lítilli dóttur sinni sem er heima með hlaupabólu. „Ég hef því miður ekki alltof mikinn tíma fyrir blessuð börnin mín, en við höldum fast við okkar ritúal þegar kósíhelgar gefast. Hluti af því er að naglalakka táslurnar á litlu skvísunni minni, en svo spilum við líka borðspil og erum miklar félagsverur sem njótum þess að fá gesti og heimsækja aðra,“ segir Hrafnhildur sem á skilningsríkan eig- inmann og dæturnar Viktoríu Dís 10 ára og Alexöndru Ósk 3 ára. „Handboltinn nýtur fulls stuðnings á heimilinu því annars mundi þetta aldrei ganga upp. Karlinn minn tekur mikinn þátt í þessu, mætir á alla leiki, og telur ekki eftir sér að vera með krakkana. Sjálfur er hann mikið fjarverandi vegna sinnar vinnu og stund- um mætumst við í útihurðinni þegar hann fer út og ég kem inn. Dæturnar hafa van- ist þessu lífi frá því að þær voru nokk- urra mánaða því þá þurfti ég fljótt að fara utan í langar landsliðsferðir. Því fylgir að sjálfsögðu söknuður en á sama tíma er alltaf jafn yndis- legt að koma heim á ný og það þýðir lítið að vera með sam- viskubit, enda tók ég ákvörð- un um að vera í boltanum alla leið og þá kostar það þetta.“ thordis@frettabladid.is Þjófstartar páskunum S.L.Á.T.U.R (samtök listrænt ágengra tónsmíða umhverfis Reykjavík) munu láta að sér kveða á sýningunni Hjóðheimum sem stendur yfir í Lista- safni Íslands í dag. Tónskáldin flytja bæði fyrirlestra um tónsmíðaaðferðir og halda tónleika þar sem verk þeirra verða flutt. Dagskráin hefst klukkan 13 og stendur til 15.45. Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16 Stuttkápur verð frá 19,900 til 37,900 kr. Yfi rhafnir, bolir og peysur í miklu úrvali. Toppvö rur toppþjó nusta. Mjúka fermingargjöfin Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.isNýtt kortatímabil Rúmföt frá 6.960 kr Fallegar gjafir á fermingartilboði sendum frítt á pósthús www.lindesign.is Mikið úrval af fallegum skóm og töskum Gæði & Glæsileiki FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Sérverslun með Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.