Fréttablaðið - 16.04.2011, Page 65

Fréttablaðið - 16.04.2011, Page 65
LAUGARDAGUR 16. apríl 2011 9 SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Verkefnastjóri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði viðskipta/rekstrar eða sambærileg menntun. • Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg. • Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi gott vald á íslenskri og enskri tungu. Ekki er um fullmótað starf að ræða og þarf því viðkomandi að hafa frum- kvæði og hæfni til að þróa það áfram. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar veitir: Þórir Þorvarðarson thorir@hagvangur.is Rannveig J. Haraldsdóttir rannveig@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl nk. Umsóknir óskast fylltar út á www. hagvangur.is Isavia ohf. óska eftir að ráða öflugan verkefnastjóra í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Við leitum að starfsmanni sem hefur góða samskiptahæfileika, frumkvæði í starfi, lipra og þægilega framkomu og er skipulagður. Helstu verkefni: • Greining og úrvinnsla gagna frá verslunarsvæði flugstöðvarinnar. • Yfirferð og endurnýjun viðskiptasamninga og eftirlit með þeim. • Hugmyndavinna og stefnumörkun með framkvæmdastjóra. • Önnur tilfallandi verkefni í tengslum við rekstur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Isavia rekur alla flugvelli landsins, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og stýrir flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu sem er eitt stærsta úthafssvæði í heiminum. Eitt helsta hlutverk Isavia er að tryggja að flugöryggi sé í samræmi við alþjóðlegar kröfur og aðferðir. Hjá Isavia starfa um 600 manns, en að dótturfélögum meðtöldum starfa um 700 manns hjá fyrirtækinu. Isavia leggur áherslu á að hafa ávallt á að skipa hæfu starfsliði með rétta menntun, færni og reynslu. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Skinney - Þinganes óskar eftir að ráða í tvö störf í viðhaldsdeild Rafvirki Rafvirki sinnir almennri þjónustu í fiskvinnslu, fiskimjöls- verksmiðju og bátum félagsins. Æskilegt er að viðkom- andi hafi reynslu af uppsetningu og viðhaldi á búnaði og vinnslulínum tengdum sjávarútvegi. Reynsla af uppsetningu og viðhaldi á rafbúnaði í skipum og þekking á PLC forritun og skjámyndakerfum er einnig æskileg en ekki krafa. Leitað er eftir iðnmenntuðum rafvirkja/ rafeindavirkja sem hefur metnað. Upplýsingar veita: Þórir Þorvarðarson thorir@hagvangur.is Brynhildur Halldórsdóttir brynhildur@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 1. maí nk. Umsóknir óskast fylltar út á www. hagvangur.is Viðhald Viðgerðarmaður á vélaverkstæði mun aðallega sinna viðhaldi á lyfturum félagsins. Einnig mun hann sinna öðru tilfallandi viðhaldi undir stjórn verkstjóra vélaverkstæðis. Æskilegt er að viðkomandi starfsmaður hafi iðnmenntun, vélsmíði eða sambærilega menntun sem nýtist í starfi, en hennar er þó ekki krafist. Félagið rekur viðhaldsdeild og eru starfsmenn alls um 15. Viðhaldsdeild sinnir viðhaldi skipa, fiskvinnslu, fiskimjölsverksmiðju, fasteigna og lóða. Viðhaldsdeild félagsins heyrir beint undir tæknistjóra. Skinney – Þinganes hf rekur margþætta starfsemi á Höfn í Hornafirði. Félagið rekur fiskiðjuver og fiskimjölsverksmiðju auk þess að gera út 7 fiskiskip. Fiskvinnslan samanstendur af frystingu uppsjávarfisks, humarvinnslu og saltfiskverkun auk hefðbundinnar bolfiskvinnslu. Velta félagsins er um sjö milljarðar króna. Starfsmenn félagsins eru um 200.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.