Fréttablaðið - 16.04.2011, Page 68
16. apríl 2011 LAUGARDAGUR12
!"#$$ %&
'&
(
)
*&'
'
+
,&,
&
- ...'
)
*&'
)
&-/'
&)'0
12
),
! /#" %
'
(
)
*&'
'
3 &
*&
'4& *- & )
*&
5'
6
)
*&,
&
,
7
8
9, & ,
4
1&
,)
: )&
3
&,
8
& 1
&
&
*
8, &
3 &
7 *
&
&
-
5&&*&
&
PI
PA
R\
TB
W
A
SÍ
A
11
10
23
Doktorsnemi
í tölvunarfræði
Óskað er eftir doktorsnema í tölvunarfræði
við Verkfræði- og náttúruvísindasvið.
Doktorsnámið verður stundað í verkefninu CRISIS,
CRitical Incident management training System
using an Interactive Simulation environment,
evrópsku verkefni með 13 samstarfsaðilum,
sem hefur hlotið styrk úr sjöundu rammaáætlun
Evrópusambandsins (FP7).
Doktorsnámið verður á sviði samskipta manns
og tölvu, hönnun og prófunum á eðlilegum
notendaviðmótum fyrir kerfi til að þjálfa fólk í
neyðarviðbrögðum. Reynsla af rannsóknum er
nauðsynleg.
Upplýsingar veitir Ebba Þóra Hvannberg,
prófessor, netfang: ebba@hi.is.
Umsóknarfrestur er til 2. maí 2011.
Nánari upplýsingar um starfið og umsóknir
á www.starfatorg.is.
Starf byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar er laust til umsóknar
Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar
Hlutverk og ábyrgðarsvið:
Byggingarfulltrúi starfar innan Skipulags- og
byggingarsviðs Reykjavíkurborgar. Sviðið skiptist í
borgarskipulag og embætti byggingarfulltrúa. Hlutverk
nýs byggingarfulltrúa verður að leiða stefnumótun og
framtíðaruppbyggingu embættisins. Byggingarfulltrúi
sér um að lögum um mannvirki nr. 160/2010, öðrum
lögum og reglugerðum varðandi byggingarmál í
borginni sé framfylgt. Hann ber m.a. ábyrgð á skráningu
mannvirkja, eftirliti með viðhaldi, staðfestingu
eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu
og miðlun upplýsinga um mannvirki til borgarbúa. Alls
heyra 19 starfsmenn undir byggingarfulltrúa.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Framhaldsmenntun á háskólastigi í arkitektúr
eða verkfræði.
• Löggilding sem hönnuður.
• Þekking á byggingarreglugerð og reynsla af stjórnun.
• Leiðtogahæfileikar, frumkvæði, framsýni og
skipulagshæfni.
• Þekking á starfsumhverfi opinberrar stjórnsýslu
er æskileg.
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
og þjónustulund.
• Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, ensku
og einu norrænu tungumáli.
• Góð almenn tölvukunnátta.
Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar er næsti yfirmaður
byggingarfulltrúa. Um laun og starfskjör fer
samkvæmt reglum um réttindi og skyldur stjórnenda
hjá Reykjavíkurborg og ákvörðun kjaranefndar
Reykjavíkurborgar.
Umsóknir skal færa inn á heimasíðu
Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf,
fyrir 2. maí nk.
Upplýsingar um starfið veitir Ólöf Örvarsdóttir,
skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar, í síma 411 3015,
olof.orvarsdottir@reykjavik.is.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan
hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar
endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Símaver Reykjavíkurborgar 4 11 11 11
Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu
Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf
Ás vinnustofa
óskar eftir þroskaþjálfa, félagsliða og stuðningsfulltrúa
til starfa. Um er að ræða 100 % afl eysingastöðu til
1. febrúar 2012. Vinnutími er frá 8.30-16.30 virka daga.
Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst.
Ás vinnustofa er staðsett í Brautarholti 6. Þar er lögð
áhersla að skapa fólki með skerta starfsgetu vinnu sem
sniðin er að þörfum þess. Áhersla er lögð á að efl a sjálfs-
öryggi og bæta starfshæfni, þar starfa um 48
fatlaðir starfsmenn.
Nánari upplýsingar veita Halldóra Þ. Jónsdóttir í síma
414-0530. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um Ás
styrktarfélag á heimasíðu þess
http://www.styrktarfelag.is
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum.
Grunnskólinn í Hveragerði
Við Grunnskólann í Hveragerði eru
lausar kennarastöður á yngsta- og
miðstigi.
Gerð er krafa um kennsluréttindi og góða hæfni í
mannlegum samskiptum.
Á yngsta stigi er æskilegt að umsækjendur hafi
reynslu af samskiptum leik- og grunnskóla og
brennandi áhuga á byrjendakennslu.
Upplýsingar um störfin veita Erna S. Ingvarsdóttir
(ernaing@hveragerdi.is) og Viktoría Sif Kristins-
dóttir (viktoria@hveragerdi.is), deildarstjórar
og Guðjón Sigurðsson (gudjon@hveragerdi.is),
skólastjóri í síma. 483-4350.
Umsóknarfrestur um stöðurnar er til 30. apríl nk.
Skólastjóri