Fréttablaðið - 16.04.2011, Síða 100

Fréttablaðið - 16.04.2011, Síða 100
16. apríl 2011 LAUGARDAGUR60 Myndlist ★★★★ Öll erum við eins og trúðar Elín Pjet. Bjarnason Listasafn ASÍ. Til 15. maí. Yfirlitssýning á verkum eftir Elínu Pjet. Bjarnason (1924-2009) stend- ur nú fram í miðjan maí í Lista- safni ASÍ við Freyjugötu. Elín lærði ung myndlist, fyrst vetur- langt hérna heima og síðan hélt hún til náms við Listaháskólann í Kaupmannahöfn árið 1945 þar sem hún var við nám til 1950, auk þess að ferðast talsvert um Evr- ópu. Síðar lærði Elín veggmynda- gerð við sama skóla og enn síðar grafík. Þessa grunns gætir í verk- um hennar. Elín hélt ekki einka- sýningar á verkum sínum en tók þátt í allnokkrum samsýningum í Danmörku, eitt sinn sýndi hún hér heima, ásamt veflistakonunni Vig- dísi Kristjánsdóttur (1904-1981) í Bogasalnum árið 1968. Elín var búsett í Kaupmannahöfn frá náms- árum sínum til æviloka. Elín var fyrst og fremst mál- ari. Snemma á ferlinum málaði hún stór fígúratíf málverk með skýrt afmörkuðum flötum þar sem formin eru einfölduð og sterk. Frá sjöunda áratugnum og áfram voru portrettmyndir áleitinn þátt- ur í list hennar. Elín málaði bæði sjálfsmyndir og myndir af vinum sínum, m.a. dönskum listamönn- um og -konum. Myndir af húsum í landslagi eru annar sterkur þráður, þar sem spilað er saman fernings- formum og óreiðu náttúrunnar, en hún málaði meðal annars myndir sem sýndu eldgosið í Heimaey. Portrettmyndir Elínar eru kraft- mikil verk og margar þeirra sýna innri heima frekar en ytra útlit. Þær eru dökkar og afskræmdar og minna á grímur. Erfitt er að segja hvernig listakonan hugsaði þær, hvort að hér sé hennar innri sýn að verki eða hvort hún vinni meðvit- að í takt við ytri áhrif líkt og t.d. málverk COBRA-listamanna sem oft sýndu grímur og afskræmingu. Myndverk Alfreðs Flóka heitins koma upp í hugann, en það er sjald- gæft að verk íslensks listamanns kallist á við hans. Þetta er ekki síst í grafíkmyndunum. Sýningin á verkum Elínar er forvitnileg fyrir margra hluta sakir. Fyrir það fyrsta er spenn- andi að sjá verk eftir íslenska lista- konu sem nánast hafa ekki verið sýnd áður hérlendis, og það verk frá öllum ferli hennar. Sýningin kyndir ekki síður undir forvitni um listakonuna sjálfa og líf hennar en Elín lést árið 2009. Við höfum því aðeins myndverk hennar að rýna í en myndheimur hennar er nokkuð sérstakur. Sýningarnefndin, þau Kristín G. Guðnadóttir, Steinunn Helga dóttir, Ingiríður Óðinsdóttir og Pjetur Hafstein Lárusson, systur sonur og annar erfingja Elínar, hefur tekið ákveðna afstöðu við framsetningu verkanna og þannig að nokkru leyti túlkað þau á sinn hátt. Þann- ig eru til dæmis portrett málverk Elínar í dramatískri umgjörð í Gryfjunni. Hér er gefið til kynna að portrettin hafi endur speglað hugarheima Elínar og líklega er það rétt. Dökkir veggir skapa sterka tilfinningu fyrir ákveðnum erfiðleikum. Það er álitamál hvort málverkin þurfi á svo afgerandi framsetningu að halda en að mínu mati er umgjörðin alveg í takt við innra drama málverkanna. Fram- setning mynda í Ásmundarsal er síðan mjög vel unnin. Í heildina er fengur að þessari sýningu sem auðgar flóru sögunn- ar. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Eftirminnileg og sérstök sýning á svo til óþekktu ævistarfi Elínar Pjet. Bjarnason. Áleitin og sterk málverk, sérstaklega portrettmynd- irnar, bæta við flóru íslenskrar mynd- listarsögu. Dramatísk framsetning nær tökum á áhorfandanum. Grímulaus andlit ÖLL ERUM VIÐ TRÚÐAR Portrettmyndir Elínar eru kraftmikil verk og margar þeirra sýna innri heima frekar en ytra útlit, segir meðal annars í dómi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 16. apríl 2011 ➜ Tónleikar 17.00 Sigríður Ósk Kristjánsdóttir söngkona, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari halda ljóða- söngstónleika í Salnum í dag kl. 17. Aðgangseyrir er kr. 3.500. 23.00 Hljómsveitirnar Brother Grass og Illgresi leiða saman hsta sína í blússandi Suðurríkjatryllingi á Faktorý í kvöld kl. 23. Húsið opnað kl. 22. Aðgangseyrir er kr. 1.500. ➜ Opnanir 16.00 Sýningin Koddu verður opnuð í Nýlistasafninu í dag kl. 16. Á sýn- ingunni má sjá íslenska uppganginn, hrunið og þjóðarsjálfið eins og það blasir við listamönnunum. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir. ➜ Sýningarspjall 14.00 Sýningin TILBÚNINGUR stendur nú yfir í Gallerí Ágúst og ætla listakon- urnar Ragnhildur Jóhanns. og Harpa Dögg að vera með listamannsspjall í dag kl. 14. Allir velkomnir. Sunnudagur 17. apríl 2011 ➜ Tónleikar 16.00 Kammertónleikar verða í tón- listarsalnum Hömrum á Ísafirði í dag kl. 16. Tónlistarhjónin Selvadore og Tuuli Rähni leika á klarinett og píanó. Aðgangseyrir er kr. 2.000, en kr. 1500 fyrir lífeyrisþega. Frítt fyrir 20 ára og yngri. ➜ Sýningar 15.00 Myndlistarmaðurinn Þorri Hringsson verður með listamanns- spjall í Hafnarborg á sýningunni „Varanlegt augnablik”. Spjallið byrjar kl. 15. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is MORKINSKINNA TVÖ NÝ BINDI ÍSLENZKRA FORNRITA DREIFINGU ANNAST: Morkinskinna er mikið konungasagnarit frá fyrri hluta 13. aldar og greinir frá þeim konungum sem ríktu í Noregi eftir fall Ólafs helga á Stiklarstöðum árið 1030. Ritið mun í öndverðu hafa náð fram til þess tíma er Sverrir Sigurðarson tekur að brjótast til valda í Noregi seint á 12. öld, en niðurlagið er glatað. Hér er á ferð elsta rit þar sem saga margra konunga er rakin ítarlega. Morkinskinna gerist einkum við norsku hirðina, og mikill áhugi er þar á hirðmenningu og hirðlífi. Konungar eru sýndir í samskiptum við þegnana, og greina má þar mikinn áhuga á konungsvaldi. Verkið má því kalla samfélagsspegil þar sem hirðlífið er skoðað í ýmsum myndum. Enn fremur ber ritið vitni miklu dálæti á framandi löndum, og drjúgur hluti þess gerist í Austur-Evrópu og löndunum umhverfis Miðjarðarhaf. Ein höfuðprýði Morkinskinnu eru hinar mörgu frásagnir af samskiptum konunga við Íslendinga sem dveljast í Noregi, hinir svonefndu Íslendinga þættir. Flestir eru þættirnir í sögu Haralds harðráða. Sumir þáttanna eru meðal meistaraverka íslenskra bókmennta, svo sem Auðunar þáttur vestfirska, Halldórs þáttur Snorrasonar, Hreiðars þáttur heimska og Sneglu-Halla þáttur. Í Morkinskinnu eru fleiri vísur en í nokkru öðru fornu íslensku sagnariti, og setja þær og hin íslensku skáld mikinn svip á verkið. Morkinskinna er nú í fyrsta sinn gerð aðgengileg íslenskum almenningi, með ítarlegum formála og skýringum. Verkið er í tveimur bindum; í þeim báðum eru formálar og skýringar, en skrár og kort sem gilda fyrir bæði bindin eru í því síðara. Myndir prýða útgáfuna. Útgáfur Íslenzkra fornrita eru gerðar úr garði með rækilegum inngangi og skýringum á kveðskap og torskildum orðum neðanmáls, auk sögu- legrar, mannfræðilegrar og landfræðilegrar glöggvunar á atburðum og aðstæðum þar sem þurfa þykir. Ítarleg kynning allra fornrita: www.hib.is Blúshátíð í Reykjavík hefst í átt- unda sinn í dag með ýmsum upp- ákomum í miðbænum. Þar á meðal verður tilkynnt um heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur. Banda- ríska blúsarans Pinetop Perkins, sem lést á dögunum 97 ára gam- all, verður minnst um helgina, enda spilaði hann með íslensku hljómsveitinni Blue Ice Band og kom fram á Blúshátíð fyrir tveim- ur árum. Tónleikar honum til heið- urs verða haldnir á Rosenberg í kvöld þar sem fjöldi tónlistar- manna ætlar að heiðra Perkins, þar á meðal Vinir Dóra, Ragnheið- ur Gröndal og Hilmar Örn Hilm- arsson. Allur ágóðinn rennur til Pinetop Perkins stofnunarinnar. Á sunnudaginn sýnir Ragnar Kjartansson í fyrsta sinn hér á landi myndbandsverkið The Man í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Þar spil- ar Perkins á píanó á akri utan við Austin í Texas. Sýningin stendur yfir frá kl. 14 til 22 og er enginn aðgangseyrir. Til heiðurs Perkins PINETOP PERKINS Bandaríska blúsarans verður minnst á Blúshátíð í Reykjavík sem hefst í dag. Hátíðinni lýkur 21. apríl. NORDICPHOTOS/GETTY
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.