Fréttablaðið - 16.04.2011, Side 110

Fréttablaðið - 16.04.2011, Side 110
16. apríl 2011 LAUGARDAGUR70 sport@frettabladid.is MEISTARAKEPPNI KSÍ í karlaflokki fer fram í dag en í þessum árlega leik mætast núverandi Íslands- meistarar (Breiðablik) og bikarmeistarar (FH). Leikurinn hefst klukkan 18.15 í dag og fer fram í Kórnum. Þessi sömu lið áttust við í sömu keppni í fyrra og þá unnu FH-ingar 1-0 sigur. FÓTBOLTI Veðurfarið á Íslandi síð- ustu daga er líklega ekki til þess að létta lund mótastjóra KSÍ. Það eru um tvær vikur í að Pepsi- deildin eigi að hefjast og enn snjóar reglulega og margir vell- ir eiga talsvert í land með að vera tilbúnir fyrir átökin. Fréttablaðið hafði samband við Þóri Hákonarson, framkvæmda- stjóra KSÍ, og spurði einfaldlega hvað sambandið ætlaði að gera ef tíðarfarið myndi ekki lagast og vellirnir væru hreinlega ekki hæfir til knattspyrnuiðkunar. „Ef það verður snjór yfir öllu verður eðlilega að gera ein- hverjar ráðstafanir. Við gerum þó ekki ráð fyrir því. Við treyst- um á að upphituðu vellirnir komi vel undan þessu tíðarfari. Við munum þó skoða málin í næstu viku en stefnan í dag er að mótið byrji eins og áætlað er,“ sagði Þórir en hvað ætlar KSÍ að gera ef allt fer á versta veg? Kemur til greina að fara með leiki inn í knatthúsin? „Að mínu viti er það ekki mögu- leiki núna enda ætlum við að halda okkar striki. Það eru ekki mörg hús sem gætu tekið við leik í Pepsi-deildinni. Við myndum eflaust ræða þetta við félögin en við myndum vilja færa leiki til frekar en að fara inn í hús þó svo húsin séu góð. Þetta er engin óska- staða en við vonum það besta,“ sagði Þórir Hákonarson. - hbg Snjór var á völlum landsins þegar aðeins um tvær vikur eru í mót og KSÍ íhugar aðgerðir ef þörf krefur: KSÍ vill frekar fresta en fara með leiki inn í hús KÓPAVOGSVÖLLUR Á þessum velli fer opnunarleikur Pepsi-deildarinnar fram 1. maí. Snjór var á honum í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Framtíð hornamanns- ins Guðjóns Vals Sigurðssonar er í óvissu. Skartgripajöfurinn Jesper Nielsen, sem fer fyrir liðum AGK og Rhein-Neckar Löwen, hefur lýst því yfir, oftar en einu sinni, að Guðjón muni spila með AGK á næsta ári. Guðjón segir að það sé ekki rétt hjá Nielsen að hann spili með AGK á næsta ári. „Staðreyndin er sú að við Jesper höfum rætt saman og ég hef sam- þykkt hans tilboð upp á eins árs samning. Málið er aftur á móti það að ég er samningsbundinn Löwen út næstu leiktíð og ef ég fæ ekki samþykki frá Löwen þá fer ég ekki til Danmerkur. Að sama skapi dettur upp fyrir sá samning- ur sem ég hef samþykkt við Jesper um að fara til Danmerkur,“ sagði Guðjón Valur við Fréttablaðið í gær en hann viðurkenndi að það væri leiðinlegt að standa í þess- um sögusögnum og óvissuástandi þegar hann vildi einbeita sér að því að spila handbolta. „Ef þjálfarinn [Guðmundur Guð- mundsson] segir nei þá fer ég ekki neitt og ekkert að því. Ef þeir leyfa mér að fara þá fer ég. Málið verður í það minnsta ekki unnið í neinum leiðindum. Ég bíð eftir viðbrögðum frá Löwen. Persónulega myndi ég vilja vita hvað verður sem fyrst en það er ekki svo gott. Það er mikið að gera hjá Löwen þar sem EHF hefur meinað Jesper að vera stjórnarformaður bæði Löwen og AGK þannig að það spilar eflaust inn í. Ég veit hreinlega ekki hvern- ig þetta mál mun fara,“ segir Guð- jón sem ætlar að sýna mönnum að hann sé kominn í gott stand og sé enn sami leikmaðurinn og hann var þegar hann meiddist. „Ég vil sýna að ég sé enn góður. Ég er enn fljótur og góður í hand- bolta. Ég þarf aftur á móti að fá að sýna það. Samningar margra vinstri hornamanna í bestu liðum heims renna út árið 2012. Ég er ekki að gera eins árs samning að óþörfu. Það verður hreyfing á mark- aðnum á mönnum í minni stöðu sumarið 2012 og ég vil því halda mínum málum opnum þó svo að það geti vel verið að ég verði á sama stað. Þá renna út samning- ar hjá mönnum í Kiel, Ham burg, Barcelona og Ciudad Real. Hvort ég eigi möguleika á að fara í þessi lið verður svo að koma í ljós. Ég vil í það minnsta halda mínum mögu- leikum opnum,“ segir Guðjón, sem hefur mátt sætta sig við það að vera oft utan hóps hjá Löwen eftir áramót. „Ég er farinn að geta æft hrika- lega vel núna. Ég gat spilað á HM og var langt frá því í eins góðu formi þá og núna. Ég komst samt ansi vel frá því móti. Ég er í enn betra standi núna og nú þarf ég að fá að spila. Ég þarf að sýna fólki að ég standist álagið í marga mánuði eftir að hafa verið frá í tíu mán- uði.“ henry@frettabladid.is Margir möguleikar opnast eftir ár Guðjón Valur Sigurðsson segir það ekki vera frágengið að hann spili með danska liðinu AGK á næstu leik- tíð. Hann hefur náð samkomulagi við AGK en er samningsbundinn Rhein-Neckar Löwen út næstu leiktíð. Hann fer því ekki nema Löwen sleppi honum. Guðjón heldur sínum möguleikum opnum árið 2012. GUÐMUNDUR HEFUR SITT AÐ SEGJA Guðjón segir að ef Guðmundur Guðmundsson meini honum að fara til Danmerkur muni hann klára sinn samning hjá Rhein-Neckar Löwen. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ENGIN MISKUNN HK- AKUREYRI Digranes | Kl. 16.00 Í dag | Undanúrslit | Leikur 2 AKUREYRI - HK Höllin Ak. | Kl. 19.30 *ef þarf Mán. 18. apríl | Undanúrslit | Leikur 3 FRAM-FH Framhús | Kl. 16.00 Í dag | Undanúrslit | Leikur 2 FH-FRAM Kaplakriki | Kl. 19.30 *ef þarf Mán. 18. apríl | Undanúrslit | Leikur 3 FÓTBOLTI Það verður nóg af stór- viðburðum í evrópsku knatt- spyrnunni um helgina, þó aðal- lega á Spáni og Englandi. Real Madrid og Barcelona munu eigast við í spænsku úrvalsdeildinni kl. 20 í kvöld. Börsungar unnu fyrri leik lið- anna í deildinni 5-0 og eru nú með átta stiga forystu á Madríd- inga á toppi deildarinnar. Það er því fyrst og fremst stoltið sem er undir fyrir þá hvítklæddu í kvöld því möguleikar Real í deildinni verða að teljast litlir, þó svo að liðið vinni í kvöld. Undanúrslitin í ensku bikar- keppninni fara fram á Wembley- leikvanginum um helgina. Í dag kl. 16.15 eigast við Manchester- liðin, City og United, í hörku slag en á morgun kl. 15 mætast Stoke og Bolton. Þá er einnig spilað í ensku úrvalsdeildinni en stórleikur helgarinnar er viðureign Arsenal og Liverpool á morgun kl. 15. - esá Boltinn í Evrópu um helgina: Enski bikarinn og El Clásico ENGINN KÆRLEIKUR Pep Guardiola, stjóra Barcelona, og Cristiano Ronaldo, leikmanni Real Madrid, lenti eftirminni- lega saman í síðasta leik liðanna. NORDICPHOTOS/GETTY
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.