Fréttablaðið - 16.04.2011, Page 118

Fréttablaðið - 16.04.2011, Page 118
16. apríl 2011 LAUGARDAGUR78 PERSÓNAN Úlfar Logason Aldur: 19 ára. Starf: Nemi í FG. Foreldrar: Sólveig Viðars- dóttir hjá Vinnumála- stofnun og Logi Már Einarsson verktaki. Stjörnumerki: Bogmaður. Heimilisfang: Hafnarfjörður. Hjúskapar- staða: Einhleypur. Úlfar berst fyrir því að samkynhneigðir karlmenn fái að gefa blóð. Bandaríski tónlistamaðurinn Elvis Costello heldur tónleika í Hörpunni hinn 21. nóvember næst- komandi. Þetta er í annað sinn sem Costello kemur til Íslands en aftur á móti fyrstu tónleikarnir hans; hann kom hingað til lands og hlýddi á tónleika eiginkonu sinnar, Diönu Krall, árið 2003. Elvis Cos- tello verður einn á sviði og hyggst flytja öll sín bestu lög auk þess sem áhugasamir geta farið inn á heimasíðu hans, elviscostello.com, og beðið um óskalög. „Það hefur lengi verið draumur hjá mér að flytja hann inn, alveg síðan 2003 þegar hann kom hing- að með Krall,“ segir Einar Bárðar- son, sem snýr nú aftur í hlutverk tónleikahaldara eftir fjögurra ára fjarveru. „Ég fór og sótti hann út á flugvöll þegar hann kom hingað á sínum tíma og ég man eftir því að við spjölluðum heilmikið um Tony Bennett, sem var í miklu uppáhaldi hjá okkur báðum. Ég er mikill Costello-aðdáendi, hef fylgst með honum síðan ég var smápatti,“ segir Einar. Þetta eru fjórðu tónleikarnir sem tilkynnt er um í Hörpunni með erlendum dægurtónlistar- mönnum. Fyrstur reið á vaðið Jamie Cullum, svo kom Cindi Lau- per, Afro Cubism og loks Elvis. „Ég fór og skoðaði Hörpuna í vikunni og get fullyrt að þetta er fyllilega á pari við það sem gengur og gerist úti í heimi, það er náttúrulega bara ótrúlegt að svona hús skuli vera komið til að vera. Menn geta rifist endalaust um kostnaðinn en Harpan, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, á eftir að standa þarna næstu hundrað árin.“ Síðustu tónleikarnir sem Einar kom að voru Bob Dylan og James Blunt en síðan hvarf hann af sjónar sviðinu og hóf rekstur útvarpsstöðvarinnar Kanans. Hann segist kannski ekki alveg vera kominn á fulla ferð á ný en landslagið sé vissulega breytt, fólk fari ekki lengur tvisvar til útlanda á ári og leiti því að afþreyingunni innanlands. „En maður þarf að fara varlega af stað og velja réttu listamennina. Á meðan fólk kaupir miða og gleðst saman er aldrei að vita,“ segir Einar og tekur fram að dýrustu miðarnir verði sennilega í kringum tíu þúsund krónur. freyrgigja@frettabladid.is EINAR BÁRÐARSON: LENGI VERIÐ DRAUMUR AÐ FLYTJA HANN INN Elvis syngur í Hörpunni „Þetta þýðir bara það að þættirnir fara í loftið,“ segir Ragnar Hansson, leikstjóri sjónvarpsþátt- anna Mið-Ísland, sem verið er að skrifa um þessar mundir. 85 milljónum var úthlutað var úr menningar- sjóði útvarpsstöðva í gær. Sjóðurinn var í kjölfarið lagður niður. Uppistandshópurinn Mið-Ísland fékk 12 milljónir, en Ari Eldjárn og félagar í hópnum vinna nú að gamanþáttum ásamt leikstjóranum Ragnari Hanssyni. Þá fékk Heimsendir í leikstjórn Ragnars Bragasonar 18 milljónir, en með Ragnari í verkefninu eru Pétur Jóhann Sigfússon, Jörundur Ragnarsson og Jóhann Ævar Grímsson, þeir sömu og sendu frá sér Vaktaseríurnar vinsælu að unda- skildum Jóni Gnarr, sem sinnir nú öðrum verkefn- um. Ragnar Hansson segir styrkinn vera nauðsyn- legt fjármagn fyrir þættina. „Þetta er frábært,“ segir hann. Hann segir handritsskrifin ganga mjög vel og að tökur hefjist í lok sumars. Á meðal verkefna sem hlutu einnig styrk var sjónvarpsmyndin Ó, blessuð vertu sumarsól í leik- stjórn Lars Emils Árnasonar. Myndin fékk 12 milljónir og verður í tveimur hlutum. Þá fékk Ávaxtakarfan þriggja milljóna styrk og fram- leiðslufyrirtækið Reykjavík Films fékk fjórar milljónir til að gera myndina 18. öldin. - afb Tugir milljóna í íslenskt grín GÓÐUR STYRKUR Mið-Íslands-hópurinn er á meðal þeirra sem fengu styrk úr menningarsjóði útvarpsstöðva í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EINAR, COSTELLO OG KRALL Einar Bárðarson ásamt Elvis Costello og Díönu Krall á góðri stundu árið 2003 þegar Krall hélt tónleika í Laugardalshöll. Einar hefur nú innreið sína aftur á tónleikamarkaðinn með enska listamanninum í Hörpunni 21. nóvember. „Ég er ekki búinn að fara úr náttfötunum í svona 72 tíma,“ segir Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku hljóm- sveitarinnar The Vaccines. Árni býr í London en safnar nú kröftum á heimaslóðum, enda gríðar- lega viðburðaríkt sumar fram undan. The Vaccines er bókuð á 45 tónleika- hátíðir um allan heim í sumar og í maí heldur hljómsveitin í tónleikaferðalag til Bandaríkjanna með hinum bresku Arctic Monkeys. „Lifrin mín verður örugglega uppgefin eftir sumarið,“ segir Árni léttur. Til hefur staðið að hljómsveitirnar ferðist saman í nokkra mánuði, en strákarnir í Arctic Monkeys sáu The Vaccines á tónleikum í Los Angeles í janúar. „Þeir kíktu á okkur, en umræðan byrjaði þegar við spiluðum á fyrstu tón- leikunum okkar í New York – það var einmitt sama dag og við vorum beðnir um að spila með Arcade Fire í Hyde Park,“ segir Árni ánægður með hvern- ig spilast hefur úr hlutunum. Arctic Monkeys er gríðarlega vinsæl hljóm- sveit í Bretlandi og Evrópu. Tónleika- ferðalagið verður því talsvert stærra en strákarnir í The Vaccines þekkja, en þeir munu koma fram í 5-6.000 manna sölum – sem eru þó talsvert minni en tugþúsund manna hallirnar sem Arctic Monkeys fyllir í Bretlandi. „Þeir eru í guðatölu í Bretlandi og það væri óeðli- legt ef þeir væru líka í guðatölu í Banda- ríkjunum,“ segir Árni Hjörvar. - afb Safnar kröftum fyrir risasumar NÓG AÐ GERA Árni Hjörvar og hljómsveit hans, The Vaccines, koma fram á 45 tónlistarhátíðum í sumar og eru á leið í tónleikaferðalag um Bandaríkin með Arctic Monkeys. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Elvis Costello hefur verið að síðan 1977 en þá kom út fyrsta smáskífan hans, Less than Zero. Það sama ár kom út fyrsta platan hans, My Aim Is True. Hann þykir mjög afkasta- mikill og eftir hann liggja í það minnsta 29 hljóðversplötur. Hann hefur hlotið Grammy-verðlaun og komið fram í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþáttum. Hann er feykilega virtur textahöfundur, á sér dyggan aðdáendahóp sem hlustar alltaf þótt Costello leggi lag sitt við djass, rokk, pönk og allt þar á milli. VIRTUR TÓNLISTARMAÐURe s t a b l i s h e d 1 9 3 4 Andersen & Lauth Herraverslun Laugavegi 7 Lagersala 70%- Sun 17.4. Kl. 15:00 Sun 1.5. Kl. 15:00 Sindri silfurfiskur (Kúlan) Lau 16.4. Kl. 20:00 Sun 17.4. Kl. 20:00 Lau 30.4. Kl. 20:00 Sun 1.5. Kl. 20:00 Hedda Gabler (Kassinn) Ö Ö Allir synir mínir (Stóra sviðið) Mið 27.4. Kl. 20:00 Lau 30.4. Kl. 20:00 Mið 4.5. Kl. 20:00 Fim 5.5. Kl. 20:00 Mið 11.5. Kl. 20:00 Fim 12.5. Kl. 20:00 Mið 18.5. Kl. 20:00Ö Sun 17.4. Kl. 14:00 Sun 17.4. Kl. 17:00 Sun 1.5. Kl. 14:00 Sun 1.5. Kl. 17:00 Sun 8.5. Kl. 14:00 Sun 8.5. Kl. 17:00 Sun 15.5. Kl. 14:00 Sun 22.5. Kl. 14:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Bjart með köflum (Stóra sviðið) Lau 16.4. Kl. 20:00 4. sýn Fim 28.4. Kl. 20:00 5. sýn Fös 29.4. Kl. 20:00 6. sýn Fös 6.5. Kl. 20:00 7. sýn Lau 7.5. Kl. 20:00 8. sýn Fös 13.5. Kl. 20:00 Lau 14.5. Kl. 16:00 br.sýn Fim 19.5. Kl. 20:00 Fös 3.6. Kl. 20:00 Lau 4.6. Kl. 20:00 Fim 9.6. Kl. 20:00 Fös 10.6. Kl. 20:00 U Ö U Ö Ö Ö Ö Ö U Ö U U Ö Ö U Ö FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI SKEMMTUN Meiri Vísir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.